Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 29

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 29
betur undir hina hörðu baráttu sem fylgir því að leika í 1. deild. Þetta á eftir að reynast KA mikilsvert í sumar, svo og heimavöllurinn á Akureyri, en Ak- ureyringar eru þekktir fyrir að standa vel við bakið á sínum mönnum og gera sitt til þess að fleyta þeim yfir erfiða hjalla. 2. deild í 2. deild leika að þessu sinni Reykjavíkurfélögin: KR, Fylkir og Ár- mann; Þór frá Akureyri, Reynir, Sand- gerði; Völsungar Húsavík; Þróttur, Neskaupstað; Austri, Eskifirði; Haukar úr Hafnarfirði og Isfirðingar. KR-ingar hrepptu Reykjavíkur- meistaratitilinn á dögunum og verða þeir að teljast nær öruggir sigurvegarar í deildinni, og verða þau sennilega ekki mörg stigin sem þeir tapa. I fyrra var Framhald á bls. 97 Friðfinnur í baráttunni. „Vantar neista“ — Ég er ekki alveg nógu ánægður með þetta hjá okkur, sagði Friðfinn- ur Finnbogason, hinn hrausti mið- vörður Vestmannaeyjaliðsins, sem er búinn að vera í eldlinunni í mörg ár. — Mér finnst einhvem veginn vanta neista i liðið hjá okkur, sigurvilja skulum við segja, en þetta stendur vonandi til bóta. Friðfinnur sagði að Vestmannaey- ingar væru búnir að æfa mjög vel síðan hinn enski þjáifari liðsins kom, í apríl. — Við vorum reyndar byrjaðir áður, undir stjóm Sigmars Pálma- sonar, sem verður liðsstjóri hjá okk- ur í sumar, eins og í fyrra. Friðfinnur sagði það skoðun sína að í sumar myndu þrjú lið aðallega berjast um Islandsmeistaratitilinn: Akranes, Valur og Vestmannaeyjar. — Víkingar kunna að blanda sér í þessa baráttu, sagði Friðfinnur, — en ég held þó að þeir hafi tæplega mannskap til þess að komast alla leið á toppinn. Baráttan verður ugglaust mjög hörð milli efstu liðanna, og ég held líka að það verði hörð barátta á botninum. Friðfinnur sagði, að knattspyrnu- völlurinn í Vestmannaeyjum væri nú í mjög lélegu ástandi. — Það liggur alltaf mikið vatn á honum, og er hann því oftast þungur og erfiður. Nú er verið að vinna að nýjum grasæfinga- velli við Helgafell, og vonumst við til þess að geta farið að æfa á honum seinni partinn i sumar, sagði Frið- finnur. „Erfitt ár hjá KA“ — segir Sigbjörn Gunnarsson Sigurbjöm Gunnarsson er einn leikreyndasti maður KA-liðsins á Akureyri sem í sumar leikur í fyrsta sinn í 1. deild í 50 ára sögu félagsins. Komu KA-menn verulega á óvart í fyrsta leik sínum i mótinu, er þeir gerðu jafntefli við Breiðablik, og það í Kópavogi. — Það er enginn vafi á því að við verðum að berjast rækilega fyrir til- vera okkar í 1. deildinni í sumar, og það munum við gera, sagði Sigbjöm í viðtali við íþróttablaðið. Það er okkar aðalmarkmið í sumar að hanga uppi, en reynslan hefur sýnt að nái það lið sem kemur upp úr 2. deild að forðast fall fyrsta ár sitt í deild- inni, þá virðist róðurinn eftirleiðis léttari fyrir það. — Það býr mikil knattspyma í KA-liðinu, sagði Sigbjöm, — og ég hef ekki áður leikið með liði sem hefur verið jafn vel undir mótið búið og við erum nú. Margir leikmenn liðsins hafa töluverða reynslu jafnvel sem 1. deildar leikmenn, og náum við upp sjálfstrausti og baráttu, held ég að enginn vafi verði á því að við spjömm okkur og höldum sætinu. Það hjálpar okkur tvímælalaust að við vomm tvö ár í 2. deild. Hefðum við farið beint upp í 1. deild í fyrra, er ég ekki í vafa um að við hefðum farið beint niður aftur, en nú em mögu- leikar okkar miklu meiri. Okkur tókst að nota tímann i 2. deild til þess að móta liðið og þjálfa það upp. Nokkrir nýir leikmenn em með KA-liðinu í sumar, meðal þeirra Þorbergur Atlason, fyrrverandi landsliðsmarkvörður úr Fram. — Það er okkur mikill styrkur að fá Þorberg til liðs við okkur, sagði Sig- bjöm, enda hefur markvarzlan löng- um verið höfuðverkur hjá okkur. I vetur sáum við fram á betri tið í þeim efnum, þar sem Ámi Stefánsson var ákveðinn í að koma norður. Svo barst honum tilboð frá sænsku liði, og ákvað að taka því. Því var okkur mikill fengur að Þorbergi, jafnvel þótt það sé auðvitað slæmt að hann skuli ekki vera hér nyrðra. Þá á ég von á því að Elmar styrki liðið vem- lega, þegar hann verður búinn að ná sér af meiðslunum. Sigbjöm sagði ennfremur að KA ætti hóp af efnilegum leikmönnum sem ömgglega létu að sér kveða inn- an skamms. — Það má t.d. nefna bakvörðinn í liði okkar, Gunnar Gíslason, og nú er á fyrsta ári í 2. flokki stórefnilegur markvörður, Aðalsteinn Jóhannsson, að nafni. Sigbjöm sagði ennfremur, að æf- ingaaðstaða KA væri nú mun betri en áður. Félagið hefði fengið völl Menntaskóla Akureyrar til afnota, og hefði að auki yfir eigin malarvelli að ráða, en áður hefði félagið verið á hálfgerðum hrakhólum við æfingar sfnar. — Mér finnst líka miklu meiri stemmning fyrir knattspymu í bæn- um núna, en var meðan félögin léku saman undir merki ÍBA, sagði Sig- bjöm. — Það er nú einu sinni svona að félögin eiga sterka áhangendur, og einhvem veginn hafa þeir komið betur fram í dagsljósið, eftir að fé- lögin fóm að leika sitt í hvora lagi. 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.