Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 87
mmmmiu®
Þeir hafa staðið saman í bílðu og
stríðu í 17 ár: Brian Clough og Peter
Taylor. Árangur þeirra með lið
Notthingham Forest í vetur
má flokka undir
kraftaverk.
aðdá-
>nn í liðið. Clough sýndi fljótlega hvaða
leikmenn það voru sem hann hafði á-
huga á. Hann sendi John Middleton til
Derby og Paul Richardson til Stoke, en
keypti í þeirra stað Kenny Burns frá
Birmingham fyrir 150.000 pund, Archie
Germmill frá Derby fyrir 130.000 pund
og Peter Shilton frá Stoke fyrir 275.000
Pund. Þóttu þessi kaup Clough nokkuð
djarfmannleg, þar sem sjóðir Nott-
hingham Forest eru ekki alltof digrir
þegar keppnistímabilið hófst.
En þess var ekki lengi að bíða að
Brian Clough sýndi hæfileika sína.
Strax í byrjun keppnistímabilsins var
Notthingham Forest-liðið sem vel
smurð vél, og vann hvem leikinn af
öðrum. Leikmenn sem fram til þessa
höfðu verið lítt áberandi urðu nú allt í
einu að stórstjörnum, og er hinn mark-
sækni Tony Woodcock, bezta dæmið
um slíkt. í leikjum Notthingham sat
ekki endilega baráttan og puðið í fyrir-
rúmi, heldur leikskipulag og samvinna
leikmanna, sem skilaði líka strax frá-
bærum árangri. Spurningarnar tóku að
vakna: — Stendur Brian Clough við orð
sín eftir allt saman? Verður Notthing-
ham Forest það lið sem mest hefur
komið á óvart í ensku knattspyrnunni
um árabil.
Og allt í einu fóru veðmálin að verða
Notthinghamliðinu í hag. Á miðju
keppnistímabili hafði það náð góðri
forystu í 1. deildinni og hún var ekki
látin af hendi. Og ekki nóg með það.
Liðið hreppti einnig enska deildarbik-
arinn í fyrsta sinn í sögu þess, og átti um
tíma möguleika á enska bikarnum.
Hefði það verið saga til næsta bæjar ef
liðið hefði hlotið „þrennu“ á þessu
fyrsta keppnisári sínu í 1. deild að þessu
sinni.
Styrkleiki Brian Clough sem stjórn-
anda er fyrst og fremst talinn vera sá, að
hann nær mjög góðu sambandi við
leikmenn sína. Þeir eru vinir hans, og
vilja allt fyrir hann gera. Hann þykir
líka ótrúlega útsjónarsamur við liðs-
uppstillingu, og þótti t.d. athyglisvert
hversu oft hann breytti stöðum í liðinu í
Framhald á bls. 97
87