Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 62
Argentina'78
inu á þessum árstíma. En þegar sýnt var
að keppnin myndi fara þar fram fóru
viðkomandi lið að gera ráðstafanir til
þess að búa sig undir keppnina með
þetta í huga.
Ensku heimsmeistararnir fóru t.d. í
keppnisferð um Suður-Ameríku fyrir
keppnina og léku landsleiki við Kol-
ombíu og Ekvador. I þeirri ferð gerðist
það sögulega atvik að Bobby Moore,
fyrirliði enska landsliðsins var hand-
tekinn og sakaður um gimsteinaþjófn-
að. Kom síðar á daginn að þarna var
um lognar sakir að ræða, ætlaðar til
þess eins að draga kjarkinn úr Eng-
lendingum, en Suður-Ameríkubúum
var einkar uppsigað við þá, og töldu
það heilaga skyldu sína að leggja þá
steina í götu þeirra sem unnt var.
Þannig söfnuðust þúsundir Mexikana
saman fyrir framan hótel Englending-
anna kvöldið áður en þeir áttu að leika
við Brasilíu í riðlakeppninni, og höfðu
þar mikla háreysti í frammi, í þeirri von
að geta haldið vöku fyrir Englending-
unum. Svo var að sjá sem þeir hefðu
árangur sem erfiði, alla vega sigraði
Brasilía i leiknum með einu marki gegn
engu.
Annars gekk heimsmeistarakeppnin
í Mexikó fyrir sig á flesta lund eins og
búast mátti við. Brasilíumenn, sem nú
höfðu endurheimt Pele, knattspymu-
guð sinn, unnu hvem leikinn af öðrum
og áttu auðvelt með að komast í úrslit-
in. Meiri barátta var um hver yrði mót-
herjinn. í átta-liða úrslitunum höfðu
Englendingar 2-0 stöðu í leik sínum við
Vestur-Þjóðverja þegar komið var langt
fram í seinni hálfleikinn, en þá tók
Ramsey þá vafasömu ákvörðun að
skipta Bobby Charlton útaf. Við það
hrundi leikkerfi Englendinga og Þjóð-
verjar unnu 3—2 í framlengdum leik.
Þeir mættu síðan ítölum í undanúrslit-
unum og einnig í þeim leik þurfti
framlengingu. ítalir sigruðu 4—3 og
komust í úrslitin, en þeir reyndust hafa
eytt öllu púðri sínu í undankeppninni
og megnuðu ekki að veita Brasilíu-
mönnum verulega keppni í úrslita-
leiknum, en í honum voru Pele og Co.
sannarlega í essinu sínu.
ÁTTA LIÐA ÚRSLIT:
V-Þýzkaland — England 3-2 (0-1)
Brasilía—Perú 4-2 (2-1)
Og svo var það Pele. Konungur heimsmeist-
arakeppninnar, sem þama fagnar unnum
sigri í keppninni 1970 ásamt félögum sínum
Tostao og Jairzhino.
HM í knattspyrnu
Ítalía - Mexikó 4-1 (1-1)
Uruguay — Sovétríkin 1-0 (0-0)
UND ANÚRSLIT:
Ítalía — V.-Þýzkaland 4-3 (1-0)
Brasilía — Uruguay 3-1 (1-1)
ÚRSLIT:
Um 3. sætið: V.-Þýzkal.—Uruguay
1-0 (1-0)
Um 1. sætið: Brasilía—Ítalía 4-1 (1-1)
1974 í V-Þýzkalandi:
Q
þarfi mun að fara mörgum
orðum um heimsmeistara-
keppnina í Vestur-Þýzkalandi
1974, — hún mun flestum í fersku
minni. Þar komu fram á sjónarsviðið ný
risaveldi í knattspymunni, fyrst og
fremst Holland og Pólland, sem fram til
þessa höfðu ekki átt mjög svo merkilega
sögu í keppninni. Englendingar urðu að
sitja heima, slegnir út í undankeppn-
inni af Pólverjum, en Þjóðverjar sem
lengi höfðu verið í fremstu röð og hlotið
bronsverðlaun í keppninni 1970, og
silfurverðlaun í keppninni 1966, unnu
nú loksins sigur í fjörugum og vel
leiknum úrslitaleik við Hollendinga.
í Þýzkalandi komu margar nýjar
stórstjörnur fram á sjónarsviðið, en
aðrar runnu sitt skeið. Frægustu leik-
menn þessarar keppni voru tvímæla-
laust Hollendingurinn Johan Cruyff,
sem fékk viðurnefnið konungurinn
meðan á keppninni stóð og fyrirliði
þýzka landsliðsins, Franz Beckenbauer,
— keisarinn eins og hann var kallaður.
UND ANÚRSLIT ARIÐL AR:
A-riðill:
Holland - Argentína 4-0
Brasilía — A-Þýzkaland 1-0
A-Þýzkaland — Holland 0-2
Argentína — Brasilía 1-2
Holland — Brasilía 2-0
Argentína - A-Þýzkaland 1-1
B-riðill:
Júgóslavía - V-Þýzkaland
Svíþjóð - Pólland
Pólland — Júgóslavía
V-Þýzkaland — Svíþjóð
Pólland — V-Þýzkaland
Svíþjóð — Júgóslavía
ÚRSLIT:
Um 3. sætið: Brasilía — Pólland 0-1
Um 1. sætið: V-Þýzkaland — Holland
2-1
0-2
0-1
2-1
4-2
0-1
2-1