Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 79
Þrekmælingar
á íþrótta-
fólki
Hæfni hjarta og blóðrásarkerfis til að
flytja súrefni til vöðva, ásamt getu vöðv-
anna til að nýta það, er snar þáttur í þreki
hvers einstaklings. Þrek manna má því meta
með því að mæla viðbrögð þessara líkams-
kerfa við stigvaxandi áreynslu. Slíkar þrek-
mælingar, jafnt á heilbrigðum sem sjúkum
eru hinar gagnlegustu enda hafa þær verið
gerðar um áratugaskeið í nágrannalöndum
okkar. Hér á landi hefir hins vegar verið fátt
um rannsóknir af þessu tægi, þar til á síð-
ustu árum að Rannsóknarstofa Háskólans í
lífeðlisfræði hóf slíkar athuganir. Þó gerði
Benedikt Jakobsson, íþróttakennari Há-
skólans, þrekmælingar á íþróttamönnum í
nokkrum mæli á árunum 1958-1962. Þær
athuganir munu, eftir því sem okkur er
kunnugt, vera þær einu, sem birtar hafa
verið hér á landi til þessa.
Til þrekmælinga má beita ólíkum tækj-
um og aðferðum, (2, 6,10) eftir aðstæðum
þeirra sem mælingarnar eru gerðar á. Tæki
til álags eru þó einkum tvenns konar, þrek-
mælingar eða hjól (ergometer) og hlaupa-
reim(treadmill). Mest eru notaðar tvær að-
ferðir. Beita má svokallaðri óbeinni mæl-
ingu, þar sem hjartsláttarhraðinn við stíg-
andi álag er einn mældur. Aðferð þessi er
fremur ónákvæm til mats á þjálfunarstigi
hjarta og blóðrásarkerfis vegna þess hve
hjartsláttarhraði við áreynslu er einstakl-
ingsbundinn. Svonefnd bein mæling er ná-
kvæmari. Þá er mæld súrefnisneysla ein-
staklings við mesta þolanlegt álag. Slíkar
mælingar hafa nú verið notaðar til könn-
unar á þrekþjálfun íþróttamanna. Hér á
eftir verður gerð grein fyrir þeim þrekmæl-
ingum, er fram hafa farið á íslenskum
íþróttamönnum á Rannsóknastofu Háskól-
ans í lífeðlisfræði. Þessar athuganir voru
flestar gerðar á árunum 1975-1976. Þrek var
reiknað út frá súrefnisneyslu við mesta þol-
anlegt álag fyrir hvern og einn. Þessari að-
ferð hefur ekki verið beitt áður hér á landi.
Rannsóknaraðferð
Sérsmíðaður þrekmælir (ergometer) var
notaður til rannsóknanna, útbúinn með
þeim hætti, að auðvelt var að ná mesta
Ungir íþróttamenn með eftirvæntingu í
svip. Til þess að verða afreksmenn þurfa
þeir að leggja gífurlega á sig við æfingar.
álagsþoli einstaklingsins. Hver einstakling-
ur var látinn erfiða við þrjú álagsstig.
Álagsstigin voru þannig valin að 1. stig væri
nærri 50% og miðstig nærri 75% af mesta
áætlaða álagsþoli viðkomandi. Lokastig
næst með því að auka enn viðnám hjólsins,
auk þess sem einstaklingurinn er hvattur til
að auka stighraðann sem mest hann má þar
til hann er að lotum kominn. Súrefnisneysla
var mæld með því að safna útöndunarlofti í
ákveðinn tíma í lok hvers álagsstigs í svo-
kallaða Douglaspoka. Magn þess var mælt
með sérstökum loftmæli (blautmæli) og
remma súrefnis- og koltvísýrings í útönd-
unarloftinu greind með Scholander-aðferð.
Fyrir áreynslu var tekið hjartarit og mældur
blóðþrýstingur hjá þeim einstaklingum er
voru yfir tvítugt. Meðan á áreynslu stóð var
hraði hjartsláttar mældur með siritun
hjartarits og fylgst með því hvort hjartarits-
79