Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 91
r
/ hálfleik
Ásgeir áfram hjá Standard
OL1984
Nú er svo til afráðið að sumar-
olympíuleikamir 1984 fari fram í
bandarísku borginni Los Angeles og
að vetrarleikamir verði háðir í Sara-
jevo í Júgóslavíu. Los Angeles hafði
sótt um að hafa sumarleikana 1972
og 1976, en í bæði skiptin orðið undir
í atkvæðagreiðslu í alþjóða-olympíu-
nefndinni.
Sex
landsleikir
íslendingar munu leika sex knatt-
spyrnulandsleiki í sumar, þar af fjóra
hérlendis. Fyrsti landsleikurinn
verður gegn Færeyingum 24. júní,
síðan verður leikið gegn Dönum 28.
júni, gegn Bandaríkjamönnum 2.
september og gegn Pólverjum, nú-
verandi bronsliði heimsmeistara-
keppninnar, verður leikið 6. septem-
ber. í septemberlok mun svo íslenzka
landsliðið fara til Hollands og Aust-
ur-Þýzkalands og leika landsleiki
þar, en þessar þjóðir eru í riðli með
íslendingum í landsliðakeppni
Evrópu. Hugsanlega verða lands-
leikimir enn fleiri, og hefur t.d.
komið til tals að Sovétmenn komi
hingað í sumar og leiki einn lands-
leik.
Guðrún
stórbætti
kringlukasts
metið
Guðrún Ingólfsdóttir náði merk-
um áfanga á keppnisferli sinum nú
nýlega er hún varð fyrst íslenzkra
kvenna til þess að kasta kringlu
lengra en 40 metra. Það gerði Guð-
rún á móti sem fram fór í Hafnar-
firði, kastaði 42,18 metra. Þar með er
enn einn múrinn yfirstiginn hjá ís-
lenzku frjálsíþróttafólki, og af stór-
stígum framförum Guðrúnar að
undanfömu er ekki fráleitt að ætla
að hún geti nálgast 50 metra markið
verulega í sumar, og þar með skipað
sér í raðir hinna beztu í þessari
íþróttagrein.
Kapphlaupi margra frægra knatt-
spymufélaga um Ásgeir Sigurvins-
son lauk þannig að gamla félagið
hans, Standard Liege í Belgíu, hafði
betur og hefur Ásgeir endurnýjað
samning við félagið til þriggja ára.
Samningur Ásgeirs við Standard,
sem hann hefur leikið með frá því að
hann gerðist atvinnumaður, rann út
nú í vor og gerðu þá nokkur þekkt
félög honum tilboð. Meðal þeirra var
belgíska félagið Anderlecht, sem
lengi hefur verið í forystusveit belg-
ískra knattspyrnuliða. Bauð það
upphæð sem svarar til 144 milljóna
íslenzkra króna, en að því boði vildi
Standard ekki ganga. Hinir nýju
samningar Ásgeirs við Standard Li-
ege munu mjög hagstæðir og tryggja
honum enn betri laun en hann hafði
áður hjá félaginu.
Óheppnin
eltir
Ingunni
Ekki verður annað sagt en að ó-
heppnin elti hina snjöllu íþróttakonu
úr ÍR, Ingunni Einarsdóttir. í sumar
hafði hún ætlað sér stóra hluti og æft
sérstaklega vel undir keppnistíma-
bilið. í vor fór hún síðan í æfinga-
búðir til Ítalíu og ætlaði sér að vera
meira og minna ytra í sumar við æf-
ingar. En þá tóku sig upp gömul
meiðsli hjá henni, og þegar þetta er
ritað er óvíst hve lengi hún verður frá
æfingum. En varla mun Ingunn láta
deigan síga, þótt á móti blási. Hún
hefur áður orðið fyrir slæmum
meiðslum á keppnisferli sínum, en
jafnan komið tvíefld aftur fram á
sjónarsviðið.
91