Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 19
Útilíf — ferðalög
Einblínt á of fáa
staði í landkynningunni
— segir Arnfinnur Arnfinnsson hótelstjóri á Akureyri
að er farið að verða þannig með
erlenda ferðamannastrauminn
hér, að menn koma hér með
flugvél að morgni, eru þá drifnir
inn í rútu og ekið með þá beint í Mý-
vatnssveitina. Þeir hafa varla tíma til að
kaupa filmu, hvað þá skoða sig um í
Eyjafirðinum. Þannig fórust Arnfinni
Arnfinnssyni, hótelstjóra á Varðborg á
Akureyri orð, þegar íþróttablaðið
ræddi við hann. Og Arnfinnur hélt
áfram. — Þetta er skipulagt svona fyrir
þessa ferðalanga og að mínu mati farið
allt of hratt yfir. Eyjafjörðurinn finnst
mér fegurst sveita á íslandi og vel þess
virði að eyða einhverjum tíma í að
skoða sig um hér.
— Það sem einkum veldur þessu,
sagði Arnfinnur, er að það hefur verið
einblínt of mikið á fáa staði í land-
kynningunni. Ferðamennirnir halda
því að fátt annað sé að sjá hér nyrðra en
Mývatnssveitin. Ég held að það sé of
lítið gert til að laða ferðamenn til Ak-
ureyrar. Við erum sem sagt of hlédrægir
í þessum bransa. Það er ekki sjálfsagður
hlutur að fólk leggi leið sína hingað,
heldur þarf að rækta þetta upp. Hér
mætti t.d. koma á bátsferðum með
ferðafólk um fjörðinn, sem ég held að
yrðu mjög skemmtilegar. Þá þarf að
koma upp fleiri sjónskífum og auðvelda
aðkomu að góðum útsýnisstöðum.
Hérna kemur líka fólk, sem ekki hefur
fylgd fararstjóra og þarf að auðvelda
því fólki að finna það markverðasta.
— Það hefur stundum verið nefnt, að
ekki sé nægilegt hótelpláss á Akureyri,
sagði Arnfinnur. — Á sumrin hefur þó
verið hægt að taka við öllum sem óskað
hafa eftir gistingu í bænum, en þá hefur
starfað hér Eddu hótel. Og það er hægt
að taka við fleira fólki. Vandalaust er
að koma upp sumarhóteli að Hrafna-
gili. Við notuðum skólann þar í 2 sumur
1973—1974 meðan Útsýn stoppaði hér
með erlenda ferðamenn yfir tvær nætur
og sýndi þeim Eyjafjörð. Fólk var þá
ánægt með að vera þar, fannst rólegt og
notalegt. Aðstaðan er enn að batna
þarna, t.d. er verið að koma þar upp
19