Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 25

Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 25
með liðinu í fyrra og 1976, er það varð íslandsmeistari, - hefur meira að segja fengið aftur til liðs við sig landsliðs- manninn Matthías Hallgrímsson, sem fór í víking til Svíþjóðar um tíma. Framlína Skagaliðsins ætti því að geta orðið mjög skemmtileg og marksækin í sumar og miðvallarleikmenn liðsins eru einnig flestir orðnir leikreyndir og ör- uggir leikmenn. Sennilega verður aft- asta vörnin höfuðverkur Akranesliðsins í sumar og helzta vandamál liðsins að ná góðri samtengingu milli öftustu vamarinnar og tengiliða og miðvallar- leikmanna. Saknar liðið óneitanlega baráttukarlsins Bjöms Lárussonar, sem nú er hættur með Skagaliðinu, a.m.k. í bili, eftir að hafa leikið með því rösk- lega 300 leiki. Valur Valsmenn — bikarmeistarar frá í fyrra ættu að geta teflt fram mjög skemmtilegu liði á þessu keppnistíma- bili. Það hefur yfir að ráða mjög góðum einstaklingum í flestar stöður og er það því frekast spurning um liðssamvinnu og útfærslu leikkerfa hver árangurinn verður. Hið fyrrnefnda hefur verið í mjög góðu lagi hjá Valsmönnum, í fá- um liðum hefur verið betri „mórall“, en hið síðarnefnda er enn ráðgáta. Vals- menn hafa nú annan þjálfara en þeir höfðu í fyrra þar sem dr. Yuri Ilicev hefur nú tekið við íslenzka landsliðinu. Hlutverk ungverska þjálfarans sem er nú með Valsliðið er engan veginn auð- velt. Valur hefur á undanförnum árum tileinkað sér leikkerfi sem eru á annan hátt en við eigum að venjast, og búast má við erfiðleikum hjá liðinu, ef þjálf- arinn kýs að gera á því verulega röskun. Alla vega er óhætt að spá því að Valsmenn verði í barattunni á toppnum í 1. deildinni í sumar. Annað kæmi mjög svo á óvart. Vestmannaeyjar Eyjamenn munu hafa farið öllu síðar í gang með æfingar sínar en flest önnur liðí 1. deildinni. Hófust æfingar ekki af verulegum krafti fyrr en rösklega mán- uði fyrir íslandsmótið, en þá fékk liðið þjálfara sinn George Skinner, þann sama og verið hefur með það tvö und- anfarin ár. Vestmannaeyjaliðið lék skemmtilega knattspyrnu í fyrra, og skorti þá aðeins herzlumuninn á að verða á toppnum. Margir töldu að í w*d***& ''•'''ir:'' ■ ' *VV -- * K; | • sumar myndu Eyjamenn loksins ná þeim áfanga að verða íslandsmeistarar, en tap í fyrsta leik mótsins, gegn Vík- ingum, kann að verða liðinu dýrkeypt. í þeim leik saknaði félagið fyrirliða síns, Ólafs Sigurvinssonar, sem brá sér í sumarleyfi til Spánar. Hefur fjarvera hans ugglaust haft sitt að segja fyrir liðið, ef til vill ekki bara í þessum leik, heldur og á keppnistímabilinu, þar sem félagar Ólafs munu hafa verið mjög ó- sáttir við þessa sumarleyfisferð hans, sem vonlegt er. En Eyjamenn verða sterkir í sumar. Þeir hafa nú tvær „markavélar“ í liði sínu, Sigurlás Þorleifsson og Örn Ósk- arsson, í stað eins áður, og nái leikmenn liðsins upp þeirri baráttu og sigurvilja sem nauðsynlegur er til að vinna til Is- landsmeistaratitilsins ætti það að fara langt. Víkingur Sennilega tefla Víkingar fram sterk- ara liði nú en oftast áður. Félagið missti reyndar fyrirliða sinn, Eirík Þorsteins- son, til Svíþjóðar, en Víkingar hafa lagt rækt við yngri flokkana og það starf er nú að skila sér. Bráðefnilegir piltar eru að koma fram á sjónarsviðið og er þar Amór Guðjohnsen fremstur í flokki. Ætti hann að hressa upp á framlínu Víkingsliðsins, en hún hefur löngum verið veiki hlekkurinn. Hefur það oft- sinnis orðið Víkingum dýrkeypt hversu fá mörk þeir hafa skorað og vegið upp á móti þvi að vörn liðsins hefur jafnan verið góð, svo og markvarzlan. Sjálfsagt gefur hinn góði sigur Vík- inga yfir ÍBV í 1. umferð íslandsmótsins liðinu byr undir vængi. Það er ekki amalegt að sigra það lið sem margir töldu líklega meistara, og það meira að segja á útivelli. Víkingar eru mesta spurningin í deildinni að þessu sinni. í fyrra byrjuðu þeir mótið vel og áttu lengi möguleika, en þegar þeir minnk- uðu var sem allur kraftur væri úr liðinu, og var það ekki fyrr en í lokaleik þess, jafnteflisleiknum við Val, sem færði Akranesi íslandsmeistaratitilinn í fyrra, sem afturörlaði á baráttugleðinni. Slíkt má ekki endurtaka sig hjá Víkingum núna. Einn eða tveir tapleikir setja ekki endilega markmiðinu lokaskorður. Keflavík Keflvíkingar voru sannkallað spútniklið í 1. deildinni í fyrra. Þá varð nær algjör endurnýjun í liðinu, og því var jafnvel spáð falli. En ungu menn- irnir stóðu þá vel fyrir sínu og liðið 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.