Íþróttablaðið - 01.05.1978, Blaðsíða 25
með liðinu í fyrra og 1976, er það varð
íslandsmeistari, - hefur meira að segja
fengið aftur til liðs við sig landsliðs-
manninn Matthías Hallgrímsson, sem
fór í víking til Svíþjóðar um tíma.
Framlína Skagaliðsins ætti því að geta
orðið mjög skemmtileg og marksækin í
sumar og miðvallarleikmenn liðsins eru
einnig flestir orðnir leikreyndir og ör-
uggir leikmenn. Sennilega verður aft-
asta vörnin höfuðverkur Akranesliðsins
í sumar og helzta vandamál liðsins að
ná góðri samtengingu milli öftustu
vamarinnar og tengiliða og miðvallar-
leikmanna. Saknar liðið óneitanlega
baráttukarlsins Bjöms Lárussonar, sem
nú er hættur með Skagaliðinu, a.m.k. í
bili, eftir að hafa leikið með því rösk-
lega 300 leiki.
Valur
Valsmenn — bikarmeistarar frá í
fyrra ættu að geta teflt fram mjög
skemmtilegu liði á þessu keppnistíma-
bili. Það hefur yfir að ráða mjög góðum
einstaklingum í flestar stöður og er það
því frekast spurning um liðssamvinnu
og útfærslu leikkerfa hver árangurinn
verður. Hið fyrrnefnda hefur verið í
mjög góðu lagi hjá Valsmönnum, í fá-
um liðum hefur verið betri „mórall“, en
hið síðarnefnda er enn ráðgáta. Vals-
menn hafa nú annan þjálfara en þeir
höfðu í fyrra þar sem dr. Yuri Ilicev
hefur nú tekið við íslenzka landsliðinu.
Hlutverk ungverska þjálfarans sem er
nú með Valsliðið er engan veginn auð-
velt. Valur hefur á undanförnum árum
tileinkað sér leikkerfi sem eru á annan
hátt en við eigum að venjast, og búast
má við erfiðleikum hjá liðinu, ef þjálf-
arinn kýs að gera á því verulega röskun.
Alla vega er óhætt að spá því að
Valsmenn verði í barattunni á toppnum
í 1. deildinni í sumar. Annað kæmi
mjög svo á óvart.
Vestmannaeyjar
Eyjamenn munu hafa farið öllu síðar
í gang með æfingar sínar en flest önnur
liðí 1. deildinni. Hófust æfingar ekki af
verulegum krafti fyrr en rösklega mán-
uði fyrir íslandsmótið, en þá fékk liðið
þjálfara sinn George Skinner, þann
sama og verið hefur með það tvö und-
anfarin ár. Vestmannaeyjaliðið lék
skemmtilega knattspyrnu í fyrra, og
skorti þá aðeins herzlumuninn á að
verða á toppnum. Margir töldu að í
w*d***& ''•'''ir:''
■ ' *VV -- *
K; |
•
sumar myndu Eyjamenn loksins ná
þeim áfanga að verða íslandsmeistarar,
en tap í fyrsta leik mótsins, gegn Vík-
ingum, kann að verða liðinu dýrkeypt. í
þeim leik saknaði félagið fyrirliða síns,
Ólafs Sigurvinssonar, sem brá sér í
sumarleyfi til Spánar. Hefur fjarvera
hans ugglaust haft sitt að segja fyrir
liðið, ef til vill ekki bara í þessum leik,
heldur og á keppnistímabilinu, þar sem
félagar Ólafs munu hafa verið mjög ó-
sáttir við þessa sumarleyfisferð hans,
sem vonlegt er.
En Eyjamenn verða sterkir í sumar.
Þeir hafa nú tvær „markavélar“ í liði
sínu, Sigurlás Þorleifsson og Örn Ósk-
arsson, í stað eins áður, og nái leikmenn
liðsins upp þeirri baráttu og sigurvilja
sem nauðsynlegur er til að vinna til Is-
landsmeistaratitilsins ætti það að fara
langt.
Víkingur
Sennilega tefla Víkingar fram sterk-
ara liði nú en oftast áður. Félagið missti
reyndar fyrirliða sinn, Eirík Þorsteins-
son, til Svíþjóðar, en Víkingar hafa lagt
rækt við yngri flokkana og það starf er
nú að skila sér. Bráðefnilegir piltar eru
að koma fram á sjónarsviðið og er þar
Amór Guðjohnsen fremstur í flokki.
Ætti hann að hressa upp á framlínu
Víkingsliðsins, en hún hefur löngum
verið veiki hlekkurinn. Hefur það oft-
sinnis orðið Víkingum dýrkeypt hversu
fá mörk þeir hafa skorað og vegið upp á
móti þvi að vörn liðsins hefur jafnan
verið góð, svo og markvarzlan.
Sjálfsagt gefur hinn góði sigur Vík-
inga yfir ÍBV í 1. umferð íslandsmótsins
liðinu byr undir vængi. Það er ekki
amalegt að sigra það lið sem margir
töldu líklega meistara, og það meira að
segja á útivelli. Víkingar eru mesta
spurningin í deildinni að þessu sinni. í
fyrra byrjuðu þeir mótið vel og áttu
lengi möguleika, en þegar þeir minnk-
uðu var sem allur kraftur væri úr liðinu,
og var það ekki fyrr en í lokaleik þess,
jafnteflisleiknum við Val, sem færði
Akranesi íslandsmeistaratitilinn í fyrra,
sem afturörlaði á baráttugleðinni. Slíkt
má ekki endurtaka sig hjá Víkingum
núna. Einn eða tveir tapleikir setja ekki
endilega markmiðinu lokaskorður.
Keflavík
Keflvíkingar voru sannkallað
spútniklið í 1. deildinni í fyrra. Þá varð
nær algjör endurnýjun í liðinu, og því
var jafnvel spáð falli. En ungu menn-
irnir stóðu þá vel fyrir sínu og liðið
25