Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 3

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 3
Ritstióraspjal I Það er ekki öfundsvert að vera afreksmaður í íþróttum á íslandi. Flestir, sem komast í þennan útvalda hóp, hljóta reyndar viðurkenn- ingar, fá klapp á bakið, verða þekkt andlit og fá gullpeninga hengda um hálsinn sem í mörgum tilfellum verða nokkurs konar hengingar- ólar þegar fram í sækir. Það er þrengt svo að afreksmönnum á íslandi að fáist ekki úrbætur í málefnum sem að þeim lúta munum við tæplega eignast íþróttamenn sem komast á verðlaunapall á næstu áratugum. Vissulega eigum við frábæra íþróttamenn sem hafa verið í hópi tíu bestu íþróttamanna heims í sinni íþróttagrein. Nægir þar að nefna Bjarna Friðriksson júdókappa, spjótkastarana Einar Vilhjálmsson og Sigurð Einarsson, Véstein Hafsteinsson kringlukastara og nokkra fleiri að ógleymdu handknattleikslandsl- iðinu. En allir þessir íþróttamenn hafa sýnt fádæma eljusemi og fórnfýsi til þess að skara fram úr án þess að njóta þess stuðnings sem tíðkast hjá öllum siðmenntuðum þjóðum heims. Þekktur frjálsíþróttaþjálfari hafði orð á því um daginn að hefðu spjótkastararnir Einar og Sigurður fengið sama stuðning og kollegar þeirra á Norðurlöndum síðastliðinn áratug hefðu þeir haldið titlin- um „besta spjótkastarapar heims" síðastliðin fimm áren það hlotn- aðist þeim árið 1989. Með nauðsynlegum fjárhagsstuðningi síðast- liðin ár hefði, að minnsta kosti annar þeirra ef ekki báðir, án efa náð að komast á verðlaunapall á Ólympíuleikum eða heimsmeistara- móti. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ ræðir lítillega við fimm þekkta íþróttamenn sem eru í fremstu röð á íslandi og forvitnast um það hversu mikill fjárhagsstuðningur þurfi að koma til til þess að viðkomandi íþrótta- maður nái að æfa við bestu hugsanlegar aðstæður og fá alla þá aðhlynningu sem þarf til þess að skila honum á toppnum. Viðurs- taðan kemur í raun ekki á óvart því afreksmenn þurfa um 4,5 millj- ónir króna á ári til þess að eiga möguleika á verðlaunasæti á stórmóti í framtíðinni. Sumum finnst þetta líklega há upphæð en er ekki kominn tími til að við hættum að gera endalausar kröfur til íþróttafólks okkar og styrkjum það frekar á myndarlegan hátt? Ríkisstjórn íslands finnst málið sig engu varða þótt stjórnmálamenn séu fljótir að lyfta glasi og hampa okkar fólki þegar það stígur á land í Leifsstöð eftir árangursríka keppnisferð. Verða ekki gerðar úrbætur í þessum efnum á næstunni má reikna með að sífellt færri íþrótta- menn hafi þrek og fórnfýsi til þess að reyna að standa í fremstu íþróttamönnum heims á næstunni. Þorgrímur Hafsteinn Viðar Þráinsson ritstjóri auglýsingastjóri Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Þorgrímur Þráinsson Beinn sími ritstjóra: 678938 Ljósmyndarar: Gunnar Gunnarsson, Hreinn Hreinsson og Kristján Einarsson Skrifstofa ritstjórnar: Bíldshöfða 18. Sími 685380 Aðalritstjóri: Steinar J. Lúðvíksson Framkvæmdastjóri: Halldóra Viktorsdóttir Stjórnarformaður: Magnús Hreggviðsson Áskriftargjald kr. 1.347,00 (4.-6.tbl) Kr.1.212,00 ef greitt er með greiðslukorti. Hvert eintak í áskrift kr. 449,00 en 404,00 ef greitt er með greiðslukorti. Hvert eintak í lausasölu kr. 539,00 Áskriftarsími: 812300 Útgefandi: Fróði hf. Skrifstofa og afgreiðsla: Ármúla 18, sími 812300 Öll réttindi áskilin varðandi efni og myndir. G. Ben. prentstofa hf. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.