Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 4
Efnisvfirlit
Guðmundur Bragason hefur náð af-
bragðs árangri sem þjálfari og leik-
maður Grindavíkur í vetur en hann er
að stíga sín fyrstu skref í þjálfun.
ÍÞRÓTTABLAÐIÐ hitti hann og
Wayne Casey, erlenda leikmanninn í
liði Grindavíkur, að máli fyrir úrslita-
leikina um íslandsmeistaratitilinn
gegn Njarðvík. Wayne hefur
ákveðnar skoðanir á dómurum og
hvort leyfa eigi fleiri erlendum leik-
mönnum að leika hér á landi. Guð-
mundur hefur aldrei leikið betur en í
vetur og ræðir um allt sem viðkemur
körfubolta í forvitnilegu viðtali.
Stuðningur íslendinga við afreksfólk í
íþróttum hefur verið til háborinnar
skammar. Stjórnmálamenn vita varla
að stundaðar eru íþróttir á íslandi,
slíkt er skilningsleysi þeirra og sér-
samböndin hafa síður en svo veitt
sínum íþróttamönnum nægilegan
stuðning. í athyglisverðri samantekt,
um hvað þarf að gerast tiI að við eign-
umst íþróttamenn á heimsmæli-
kvarða, kemur í Ijós að með fjárstyrk
að upphæð 4,5 milljónir á ári til af-
reksmanns eigir hann von um að
komast á verðlaunapall eftir ákveð-
inn árafjölda.
32-37
Um þessa mundir fara línur fljótlega
að skýrast í þjálfaramálum þeirra liða
sem leggja stund á svokallaðar vetr-
aríþróttir. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ brá sér í
flugulíki og hleraði ýmsar þreifingar
og sögur sem hafa verið í gangi.
Menn velta ýmsum spurningum fyrir
sér sem íþróttablaðið leitar svara við.
Hver þjálfar FH næsta vetur? Hættir
Þorbjörn með Val? Heldur Jón Kr.
áfram með ÍBK? Ætlar Guðmundur
Bragason virkilega að hætta með
Grindavík? Svörin eru á blaðsíðum 6,
7, 30 og 31!