Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 12

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 12
Leikmenn Fram hafa verið mjög sigursælir í gegnum tíðina og er lands- leikjafjöldi þeirra í samræmi við það. Alls hafa 55 knattspyrnumenn úr Fram leikið með A-landsliðinu í knattspyrnu en ekkert annað félag á fleiri landsliðsmenn. KR á næst flesta landsliðsmenn, eða 46 og Skagamenn 42. Landsleikir þessa árs eru ekki meðtaldir en samkvæmt upplýsingum mótabókar KSI hafa 20 félög átt landsliðs- menn í knattspyrnu. Sex félög eiga aðeins einn landsliðsmann en fastlega má búast við að tvö þeirra eignist fleiri landsliðsmenn á næstu árum. Valdi- mar Kristófersson lék landsleik þegar hann var með Stjörnunni en hann hefur skipt úr Fram yfir í sitt gamla félag, kannski með landsliðið í huga! Baldur Bjarnason, sem er líka kominn í Stjörnuna, lék með landsliðinu þegar hann var í Fylki og reyndar Fram líka. Kristján Halldórsson lék landsleik þegar hann var í ÍR en hann skiptir yfir í Val í vetur, Albert Guðmundsson, fyrrum sendiherra, lék landsleik þegar hann var skráður í íþróttafélag Hafnarfjarðar en hann þjálfaði liðið á sínum tíma, Pétur Marteinsson lék landsleik í fyrra sem Leiftursmaður frá Ól- afsfirði en hann leikur með Fram á sumri komandi og ÍBÍ eignaðist sinn fyrsta lands- liðsmann þegar Björn Helgason lék lands- leik hér á árum áður en hann er faðir Helga Björnssonar Ieikara. FRAM Á FLESTA LANDSLIÐS- MENN í KNATTSPYRNU Eftirtalin félög eiga lands- liðsmenn í knattspyrnu: 1. Fram (55) 2. KR (46) 3. ÍA (42) 4. Valur (41) 5. Víkingur (28) 6. ÍBK (23) 7. Breiðablik (13) 8. KA (12) 9. ÍBV (12) 10. Þróttur 0) 11. ÍBA (9) 12. FH (8) 13. ÞórAk. (6) 14. Víðir (2) 15. ÍBH (1) 16. Leiftur (1) 17. ÍR (1) 18. Stjarnan (1) 19. ÍBÍ (1) 20. Fylkir (1) I ÞRÓTTAFATNAÐUR SÉRSAUMUM SILKIPRENTUM Merkjum OG NÚMERUM FÖST VERÐTILBOÐ ÐUM HEIMA 0 G ERLENDIS m: HENSOhk BRAUTÁRHOLT 8 • 121 REYrKJAVÍK SÍMI/TEL 354*1*62 §4 64 FÁX 354*1*62 64 99

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.