Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 13

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 13
David Platt. PLATT BLÓMSTRAR DAVID PLATT, leikmaður Sampdoria, blómstrar nú á Ítalíu eftir að hafa átt frekar slakt tímabili hjá Juventus. Þegar hann var spurður um muninn á því að leika með þess- um liðum, svaraði hann: „Ég spila hjá Samp- doria“. Hjá Juventus lék Platt aftarlega á miðjunni og fékk lítil svigrúm til þess að gera það sem hann er bestur í — að stinga sér fram. Hann segir: „Hjá Juventus snýst allt um Baggio sem er svo sem í góðu lagi. Hjá Sampdoria eru Gullit og Mancini í fremstu víglínu en hvorugur er mjög hrifinn af því. Þess vegna leita þeir mikið inn á miðjuna og skapa þar með svæði fyrir okkur í framlín- unni.“ Flestir hafa mikið álit á Platt sem knatt- spyrnumanni og Gianluga Vialli sagði í við- tali um daginn að Platt væri gífurlega hæfi- leikaríkur en að hann væri 10 árum á undan sinni samtíð sem knattspyrnumaður. Oksana Baiul. ÚR FÁTÆKT TIL FRÆGÐAR OKSANA BAIUL, 16 ára skautadrottning frá Úkraínu, varð Ólympíumeistari kvenna í listdansi á skautum en hún er einnig heimsmeist- ari. Frami Oksana er eftir- tektarverður fyrir þær sakir að hún átti mjög erfiða æsku og átti varla til hnífs eða skeiðar í mörg ár. Hún heillar fólk með barnslegri einlægni en þjálfari hennar, Zmievskaya, sem tók Oksana að sér þegar hún var 14 ára, gætir þess að blaðamenn komist ekki of nærri henni. Ástæða þess er sú að þeir vilja vita allt um fortíð þess- arar 16 ára gömlu stúlku. Móðir Oksana var fransk- ur kennari sem dó úr krabba- meini þegar Oksana var 13 ára. Amma hennar, sem sá að miklu leyti um uppeldi Oks- ana í iðnaðarborginni Dne- propetrovsk, dó þegar hún var 8 ára. Afi hennar dó skömmu eftir að hann gaf henni fyrstu skautana. Eng- inn veit hver faðir hennar er en sá, sem stóð henni einna næst frá því hún var 5 ára, var þjálfarinn hennar — Korytek að nafni. Hún bjó hjá honum fyrst eftir að mamma hennar dó en þá stakk hann skyndilega af til Canada og kvæntist skautadrottningu þaðan. Oks- ana stóð þá nánast ein eftir en hún sagðist hafa skilið ákvörðun Korytek mjög vel. „Hver vill ekki eiga einhvern mat til að borða,“ sagði hún sár. Það var síðan Zmievskaya, núverandi þjálfari hennar, sem gekk henni í móðurstað SUNDMENN MEÐ KULDAHROLL Undanfarin misseri hafa kröfurnar um 50 metra innisundlaug stöðugt orðið háværari. Keppnisfólk í sundi virðist vera búið að fá nóg af aðstöðuleysinu á íslandi og hugsan- lega má kenna ákveðinni stöðnun í íþrótt- inni þar um. ÍÞRÓTTABLAÐIÐ sló á þráðinn til fþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkurborgar og forvitnaðist um hvort 50 metra innilaug væri á teikniborðinu. „Það hefur ekki verið tíma- sett hvenær byggð verður 50 metra innilaug en rætt hefur verið um að þegar gert verður við Laugardalslaugina verði 50 metra laug byggð á túninu sunnan við laugina og síðan byggt yfir hana. Hvenær þetta verður að veruleika skal ósagt látið," svaraði Ómar Einarsson hjá Iþrótta- og tómstundaráði. Þess má að lokum geta að árið 1997 verða Smáþjóðaleikarnir haldnir á íslandi og er varla hægt að bjóða keppendum upp á ann- að en 50 metra innilaug á því móti. og gætir hennar eins og sjáaldurs augna sinna. Á svellinu er Oksana eins og fullorðin, þokkafull kona en þess utan er hún bara unglingur sem heldur mest upp á bangsann sinn og Snickers súkkulaði. Og að iokum má geta þess að uppáhaldsbíómyndirnar henn- ar eru Litla hafmeyjan og Aladdín. Rccbok»■ The Pump Vert Stærðir: UK 6,5-12. Viðm. verð 9.990.- Boulevard BlackTop Stærðir: UK 6,5-12. Viðm. verð 7.990,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.