Íþróttablaðið - 01.04.1994, Qupperneq 29
START unglingakortið getur þú
notað í öllum bönkum og
sparisjóðum til aó taka út eöa
leggja inn!
START kortiö er að sjólfsögðu
líka hægt ab nota í öllum
hraöbönkum!
START kortið er með mynd
og því flott og fullgilt
persónuskilriki!
sjóðandi heitt kort!
START
Komdu i Sparisjóö
Hafnarfjarðar
og kynntu þér START.
Brenndu þig ekki ó því að fó
þér eitthvaö annaó!
SPARISJOÐURINN
Si'AltrSjÓftffelNN 1' KliHAVÍK
FATAFRAMLEIÐANDINN
STEILMANN FERNÝJAR
LEIÐIR SEM AÐALMAÐUR
ÞÝSKA1. DEILDAR LIÐSINS
WATTENSCHEID
1. deildar liðinu S.G. WATTENSCHEID
hefur ekki gengið sem best í Bundesligunni í
vetur. Sumir leikmenn voru ekki ánægðir
með þjálfarann Bongartz og var talið hann
hann yrði látinn fjúka. Milljónamæringurinn
Klaus Steilmann (einn stærsti fataframleið-
andi í Evrópu), sem er eigandi liðsins, var
ekki á sama máli og leysti úr hnútnum á
nýstárlegan hátt. Hann sagði við leikmenn
að fara ekki eftir því sem þjálfarinn lagði upp
og í kjölfar þess rak hann 5 leikmenn frá
félaginu. Þeir voru: Gunter Hermann, sem
varð heimsmeistari með Þjóðverjum 1990,
Rússinn Sidelnikow, Ghanamaðurinn Ibra-
him, Uwe Tschiskale og Silbergbach. Hann
greiddi leikmönnunum samninginn og sagði
þeim að hunskast í burtu.
Þetta er ekki einsdæmi í Bundesligunni
því í fyrra rak Hannover 96 fimm leikmenn
vegna svipaðra ástæðna sem gerði það að
verkum að liðið bjargaði sér frá falli. Fyrir 10
árum rak Nurnberg sex leikmenn sem voru
ekki sáttir við þjálfarann. Meðal þeirra leik-
manna voru Kargus sem er aðstoðarþjálfari
hjá HSV í dag. Núrnberg tefldi fram ungum
leimönnum á borð við Stefan Reuter (nú
Dortmund), Hans Dorfner (nú Núrnberg) og
Dieter Eckstein (nú Schalke) en þeir spiluðu
síðan allir með þýska landsliðinu. Liðið
bjargaði sér frá falli.
Tískukóngurinn og milljónamæring-
urinn Klaus Steilmann með peysu núm-
er 10 frá Wattenscheid sem hann notar
þegar hann spilar með Old Boys.
Graphite Road
Stærðir: herra UK 6,5-11. dömu UK 3-8.
Viðm. verð 9.990.-
Aztrek
Stærðir: herra UK 6,5-12,5. dömu UK 3-8.
Viðm. verð 7.490.-