Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 35

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 35
„ÉG ÆTLA EKKI AÐ ÞJÁLFA Á NÆSTA TÍMABILI" gæfumuninn. Leikmenn eins og Val- ur eru engin unglömb lengur þannig að liðið er síður en svo ósigrandi." — Hvað heldur þú um baráttuna gegn Njarðvík, Wayne? W: „Fyrsti leikurinn skiptir grfðar- lega miklu máli. Ef við töpum hon- um, á okkar heimavelli, verður á brattann að sækja. Fyrsti útileikurinn gegn Njarðvík verður erfiðasti leikur vetrarins förum við þangað með 0:1 tap á bakinu." — Hvernig hefur þér líkað að vera í liði í tæpan áratug sem hefur aldrei verið í baráttunni um íslands- meistaratitilinn? G: „Þegarég vará aldrinum 17-20 ára var Grindavfk í 1. deild ogfélagar mínir í landsliðinu hvöttu mig óspart til þess að leika í úrvalsdeildinni til að fá alvöru samkeppni og öðlast meiri reynslu. Sem betur fer skipti ég ekki um félag. Við í Grindavík höfum alltaf verið sannfærðir um að okkur muni ganga betur á næsta tímabili. Viðstöppuðum íokkurstálinu áreftir ár en síðan hvorki gekk né rak. Oft höfðum við ágætu liði á að skipa en samt vantaði alltaf herslumuninn. Þetta er fyrsta keppnistímabilið sem við höfum haft sama útlendinginn frá upphafi til enda. Wayne var algjör himnasendingog þegar ég líttil baka er þetta skemmtilegasti veturinn sem ég hef leikið með Grindavfk." — Hefur þig aldrei langað til að leika með Njarðvík eða Keflavík? G: „Nei, það hefur aldrei hvarflað að mér að leika með þeim liðum." — Eitthvað finnst mér skrýtin hljómur í þessu svari. G: „Ég get alveg eins verið f Grindavík eins og þeim liðum. Það hvarflaði að mér að skipta yfir í lið í Reykjavík á þeim árum sem ég var í Iðnskólanum og Tækniskólanum en ég lét mig hafa það að keyra daglega á milli f 6 ár. Núna erég rafeindavirki og hef stofnað fyrirtæki f Grindavík og sé ekki eftir að hafa leikið allan minn feril þar." — Er svona mikill rígur á milli lið- anna á Suðurnesjum að þú gætir ekki hugsað þér að leika með Njarðvík eða Keflavík? Þetta er þau lið sem hafa verið að vinna til titla undanfar- in ár. G: „Við í Grindavík ætlum líka að gera það á næstunni og þvf er ég afar þolinmóður. Framtíðin hjá Grinda- vík er mun bjartari en hjá Njarðvík því yngri flokkarnir okkar eru mun sterkari en þeirra. Núna og á næstu árum eru stórefnilegir leikmenn að koma upp hjá okkur en það er nokk- urra ára bið f næsta góða mann hjá Njarðvfk." — Hafa þessi lið ekki falast eftir þér? G: „Það hafa alltaf einhver lið samband við mig þegar fer að vora. Við höfum oft hlegið að því í lands- liðinu að það virðist síðast veratalað viðþá semeru landsliðsmenn. Þaðer eins og menn veigri sér við að falast eftir þeim." — Þú ætlar sem sagt alltaf að leika með Grindavík? G: „Ég breyti varla til úr þessu en annars á maður aldrei að segja aldrei." — Þú hefur sagt að það sé óæski- legt að vera spilandi þjálfari en má ekki reikna með að þú haldir áfram sem þjálfari liðsins? G: „Nei, ég er búinn að gera það upp við mig að ég ætla ekki að þjálfa á næsta tímabili. Reyndar þori ég ekki að segja það fyrr en eftir leikina við Njarðvík. Ég er 26 ára og á nokkur góð ár eftir í þoltanum og vil ekki vera útbrunninn þjálfari um þrítugt. Þess vegna ætla ég að einbeita mér að þvf að leika á næsta tímabili og stuðla að þvf að Grindavík fái góðan þjálfara." — Hvernig finnst þér þú hafa breyst sem leikmaður í vetur sam- hliða því að þjálfa? Einhver sagði mér að þú værir ekki eins eigingjarn og þú varst, er það rétt? G: „Ég er ekki sammála því að ég hafi verið eigingjarn en auðvitað hef ég breyst. Núna hugsa ég fyrst og fremst um það að liðinu gangi vel ég

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.