Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 42

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Page 42
ouiziyy Hugsanleg leið til að bæta árangurinn í golfi Til þess að ná langt í íþróttum er nauðsynlegt að íþróttamaðurinn kunni ýmis ráð til að vinna bug á tilfinningum sínum, s.s. kvíða, ótta, taugaspennu og skorti á einbeitingu, sem hrjáir marga í og fyrir keppni. Þetta er t.d. mjög mikilvægt í golfi sem er mikil einbeitingaríþrótt. Ef þú nærð valdi á tilfinningum þínum og líkamaer mjög líklegtað þú náir góð- um árangri. Hugræn þjálfun getur því beinlínis aukið getu, færni og árang- ur í íþróttum. íþróttamenn hér á landi hafa ávallt einbeitt sér að líkamlegri þjálfun (þrekþáttunum þol/þrek/ snerpa) en gleyma hvað það er mikil- vægt að vera í andlegu jafnvægi og geta þar af leiðandi gert sitt besta á réttum tíma. Því verða íþróttamenn að vera í andlegu jafnvægi, bæði við æfingar og í keppni. Margir rugla þessu sam- an við jákvæða hugsun; það sé nóg að vera jákvæður og þá sé allt í lagi en þetta er aðeins meira en það. ]á- kvæð hugsun getur verið ómarktæk því hún getur verið óraunsæ en ekki það sem þú segir sjálfum þér. Þegar kylfingur segir við sjálfan sig að núna leiki hann á 70 höggum er það ekki raunsætt ef hann er með 12 í forgjöf því undirmeðvitundin veit betur. Að Ijúga að sjálfum sér gerir engum gagn. Það mun ekki minnka „streit- una". Þess vegna verður þú að trúa þér. Þú verður að þekkja þín tak- mörk, hverju þú getur búist við af þér; hvað þú gerir vel og hvað þú gerir illa. Ef þú átt erfitt með að nota ásinn á teignum þýðir ekkert að segja við sjálfan sig að núna hljóti þér að takast að leika kúlunni á brautina. Jákvæð hugsun. Líklega mun það ekki takast því undir niðri trúir þú því ekki. Þú blekkir ekki tilfinningar þín- ar svo auðveldlega. Þú verður að vera raunsær. Það setur engin spennu á þig. Þú býrð hana til sjálfur. 42

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.