Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 46

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Blaðsíða 46
Gunnar Beinteinsson leikmaður FH Hvernig andstæðingur er Gunnar Beinteinsson? Valdimar Grímsson, KA Hans helstu kostir eru að hann er mjög jarðbundinn leikmaður sem skilar alltaf sfnu fyrir liðið. Gunnarer alhliða sterkur leikmaðursem nærað nýta veikleika andstæðingsins mjög vel. Gunnar er tvímælalaust landsliðs- maður í dag en hann vantar að geta tekiðafskarið. Hans veikleiki ersá að þegar illa gengur hjá liðinu er hann ekki sá sem að rífur sig út úr og gerir hluti upp á eigin spýtur og rífur þar með liðið upp. Hins vegar er það alltaf spurning um hvort slíkt á við um hópíþróttir en þetta er tvímæla- laust styrkur margra leikmanna. Hann flýtur dálítið með I iðinu. Það er dálítið erfitt að skýra leik Gunnars því maður horfir á hann leika og finnst hann ekkert frábær en þegar leiknum er lokið kemur í Ijós að hann var besti maður liðsins jafnvel markahæstur og hafði leikið vel alhliða. Bjarki Sigurðsson, Víkingi Gunnar Beinteinsson er yfirvegað- ur sóknarmaður, reynir ekki við færi nema það sé öruggt og gerir þá hluti sem hann gerir inni á vellinum vel. Hann er fljótur fram í hraðaupp- hlaupum. Hann býryfirþeim kosti að geta leikið þrjár stöður á vellinum (línu og bæði horn (innsk. blm)) sem ég myndi segja að væri mjög sjald- gæft. Menn hafa reyndar deilt um það hvaða stöðu hann skilar best á vellinum en mér finnst hann hafa spilað mjög vel í hægra horni miðað við að hann er rétthendur. Gunnar er sterkur varnarmaður en á þó dálítið til að hanga fullmikið íandstæðingn- um ef hann missir hann framhjá sér. Ef hann hins vegar heldur honum fyrir framan sig þá fer enginn framhjá honum. Hans helsti galli er sá að hann reynir ekki mikið sjálfur, flanar ekki út í neina vitleysu og ætlar ekki að taka leikinn í sínar hendur. Hann nýtir þau færi sem hann færog reynir ekki eins mikiðsjálfurog aðrir. Þá má segja að þetta sé hans eini galli. ROBINSON BESTUR? Körfuboltasérfræðingar NBA deildar- innar veðja á að DAVID ROBINSON, leik- maður San Antonio Spurs, verði valinn besti leikmaður deildarinnar í vor. Hann hefur leikið einstaklega vel í vetur og verið lykilmaður Spurs ásarnt Dennis Rodrnan. Þeir, sem hafa fylgst rneð Spurs í vetur, vita að Rodrnan á stóran þátt í framförum Robinsons. Rodman hefur tekist að virkja villidýrið í Robin- son og fengið hann til þess að vera ekki lengur „góði gæinn“ í boltanum. Robinson hefur þetta að segja um Rodman: „Eg hef verið innan um leik- menn eins og Jordan, Bird og Barkley en ég hef lært meira af Rodman en nokkr- urn öðrurn um það hvað þarf til að vinna leiki.“ Robinson hefur staðið í skugga leik- manna eins og Olajuwon og O’Neil und- anfarin tvö ár en núna er hann stjarna senteranna. Menn segja að Rodman fái Robinson til þess að reiðast í leikjum og þess vegna sé hann svona góður. „Eg veit að ég hef verið of mikill sént- ilmaður á veliinum," segir Robinson. „Rodman hefur hvatt mig á sérstakan hátt og í kjölfar þess finnst mér ég ganga vopnaður til hverrar orrustu. Það gerði ég ekki áður.“ Það verður gaman að sjá hvernig San Antonio Spurs vegnar í úr- slitakeppninni og hvort Rodman og Robinson verða stjörnur keppninnar. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.