Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 48

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Síða 48
séu dálítið smeykar við þig á vellin- um? „Nei, mér finnst það ekki en hins vegar held ég að það sé ekki bara strákunum sem finnist það sérstakt að hafa kvenmann í dómarahlutverk- inu, heldur líka stelpunum. Maður spilaði náttúrlega á móti þeim sum- um. Það gæti kannski átt þátt í því. Það getur verið að af því að maður er að ryðja brautina þá sé maður ákveðnari en maður þyrfti í raun að vera. Mér finnst hins vegar miklu betra að dæma hjá stelpunum, þær eru kurteisari. Það koma karlrembur inn á milli í karlaliðunum en maður lætur það sem vind um eyru þjóta. Þeir mega vera í sínum karlrembu- heimi." — Hvaðkemurþútilmeðaðhafa fyrir stafni í Þýskalandi, auk dóm- gæslunnar? „Ég kem fyrst til með að rifja upp þýskuna og geri sfðan ráð fyrir að fara í framhaldsnám í lögfræði." - PS TRAPPATONIBESTUR LOTHAR MATTHÁUS, fyrirliði þýska landsliðsins, hefur fengið nýtt hlutverk með landsliðinu. Hann er farinn að leika sem „lib- ero“ (aftasti maður í vörn) og líkar það vel. Núna segist hana spila meira með augunum en áður. Mattháus, sem er 174 sm og 71 kg, var spurður að því í franska tímaritinu Onze hver væri besti þjálfari sem hann hefur haft. Kappinn svaraði án þess að hika: „Trappa- toni hjá Inter. Hann á tvo maka — konuna og fótboltann. Trappatoni er ótrúlega sterkur persónuleiki og stóð ávallt dyggilega við bakið á mér. Þegar ég kom til Inter afhenti hann mér strax treyju númer 10. Ég sagðist ekki eiga rétt á treyjunni þar sem ég væri útlendingur og að auki nýr í liðinu. Trappa- toni gerði mér það strax ljóst að þótt ég væri hvorki Platini né Maradona ætti ég að gegna lykilhlutverki í liði Inter. Hann lét mig strax axla mikla ábyrgð.“ Þegar Mattháus var spurður að því hvaða lið hann teldi líklegt, auk Þjóðverja, til þess að verða heimsmeistari svaraði hann: Lothar Mattháus. „Brasilía hefur feiknasterku liði á að skipa og líka Ítalía, Argentína og Spánn.“ Samningi Mattháus við Bayern líkur í júlí þetta ár og sagði hann að hann hefði þegar fengið tilboð frá Japan og Sviss en hann væri ekki búinn að gera upp við sig hvar hann Með því að sippa reglulega er hægt að komast í góða æfingu. SIPPUBANDIÐ LEYNIRÁSÉR DAN O’BRIAN, heimsmeistari í tugþraut í fyrra, er einn fjölmargra íþróttamanna sem hafa áttað sig á því hversu góð alhliða æfing felst í því að sippa. Sumir tengja sippuband einvörðungu við litlar stelpur úti í porti en einhver ástæða hlýtur að vera fyrir því að sippuband hefur verið eitt helsta æfingatæki boxara frá upphafi íþróttarinnar. Er ekki kominn tími til að fleiri átti sig á notagildinu því kostirnir eru ótvíræðir. Sippuband er ódýrt og það er hægt að sippa næstum alls staðar. Til þess að velja lengd á sippubandi, sem hentar viðkomandi, á að standa á öðrum fæti á miðju bandinu og eiga höldurnar þá að ná uppundir báða handakrikana. Æski- legt er að vera í skóm með þykkum botni og forðast ber að sippa á hörðu undirlagi. Notið úlnliði til að sveifla bandinu en ekki hand- leggina. Eins og áður sagði felst alhliða æfing í því að sippa og þeir, sem sippa hratt, brenna fleiri kaloríum en skíðagöngumenn og hjól- reiðamenn sem yfirleitt eru taldir erfiða mest allra íþróttamanna. Vissulega er erfitt að sippa og óvanir geta ekki sippað nema í örfáar mínútur í einu en menn finna mun á sér daglega og þegar þeir geta orðið sippað í nokkrar mínútur er æskilegt, til þess að auka fjölhæfnina, að sippa á öðrum fæti annað slagið, hoppa fram og aftur og til hliðar. Vanur sippari nær um 130 snúning- um á mínútu og þeir, sem geta það, hafa náð góðum tökum á íþróttinni. Heimsmetið í að sippa er 2.411 snúninga í einni lotu og er ekki ráðlagt að reyna að slá það fyrstu vikurnar en viljirðu komast í gott líkamlegt form fyrir lítinn pening, ná af þér aukakílóunum og stæla vöðvana, skaltu fjár- festa í sippubandi. VINALEGAR KVEÐJUR NORÐURLANDAÞJÓÐIRNAR hafa verið iðnar við að senda giósur sín á milli í gegn- um tíðina og var því síður en svo hætt þótt Ólympíuleikarnir stæðu yfir í febrúar. Eftir að Norðmaðurinn Thomas Alsgaard sigraði í 30 km skíðagöngu og tryggði heimamönn- um þeirra önnur gullverðlaun og fimmtu verðlaunin samanlagt mátti lesa eftirfarandi fyrirsögn í norska Dagblaðinu: „Norðmenn hafa forystu en Svíar eru á sama stigi og keppendur frá Fiji!“ HEYRST HEFUR • ... að ARSENE WENGER, þjálf- ari franska meistaraliðsins Món- akó til margra ára, verði næsti landsliðsþjálfari Frakka í knatt- spyrnu. Wenger, sem lék sjálfur aldrei með toppliðum, er virtur þjálfari og vilja margir að hann hreppi hnossið. • ... að HELGI GUÐFINNSSON, einn efnilegasti körfuboltamaður landsins, sem er við nám í Banda- ríkjunum, komi hugsanlega heim næsta haust og byrji að leika að nýju með Grindavík. 48

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.