Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.04.1994, Side 49

Íþróttablaðið - 01.04.1994, Side 49
Jordan handleikur kylfuna einbeittur á svip. GERT GRÍN AÐ JORDAN Þótt mörgum hafi þótt það sterkur leikur hjá MICHAEL JORDAN að hætta í körfubolta og snúa sér að HAFNABOLTA brosa þeir út í annað sem þekkja síðarnefndu íþróttina. Þeir segja að þeir, sem hafa ekki leikið hafnabolta í 15 ár eins og Jordan, eigi ekki nokkra möguleika á að ná langt í íþróttinni. Þótt Jordan hafi fengið góðar viðtökur í íþróttinni er það aðallega fyrir kurteisissakir. Hann þykir hafa of langa og óstöðuga sveiflu og notar fæturna nánast ekkert í sveiflunni. Sumir hafnaboltaleikmenn sögðu í gríni: „Við munum sjá sveiflur í íþróttinni sem hafa aldrei sést fyrr!“ Hingað til hafa þjálfarar verið að kasta boltum að honum á um 100 km hraða sem þykja hálfgerðir æfingaboltar en menn segja að Jordan biðji til Guðs þegar atvinnumennirnir kasta að honum boltum á 150 km hraða. Fæstir reikna með að Jordan geri nokkuð annað í hafnaboltanum en að leika nokkra leiki með varaliði White Sox Chicago en hann þykir víst mjög áhugasamur. Svo skemmtilega vill til (sem er þó alls ekki uppörvandi fyrir Michael Jordan) að sá hafnaboltaleikmaður, sem á lakasta árangur allra atvinnumanna í íþróttinni, hét einmitt Michael Henry Jordan. Kannski er það tilviljun að það eru nákvæmlega 100 ár á milli fæðingardaga þeirra. Sá eldri var fæddur 7. febrúar 1863 en sá yngri 17. febrúar 1963. Henry Jordan hitti aðeins 12 bolta með kylfunni af þeim þem 125, sem var kastað til hans þegar hann lék sem atvinnumaður, en slíkt þykir með afbrigðum lélegt. Núna bíða menn eftir að sjá hvort það séu hugsanlega einhver tengsl á milli þessara alnafna sem fæddir eru með nákvæmlega 100 ára millibili. Rccbok Etoile Stærðir: UK 3-8. Viðm. verð 3.490,- Bergkamp Pro Stærðir: UK 6,5-11. Viðm. verð 7.990.- HM1994USA

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.