Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Side 6

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Side 6
4 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR Sigurjón Steinsson, bústjóri í Lundi, en uPPgjöf þeirra og túlkun hefur greinarhöf- undur séð um og auk þess verið með í ráð- um um tilhögun og framkvæmd. Fyrsta tilraunin var gerð árið 1964 með kálfa, sem fæddir voru 16/5—24/5, og voru þeir teknir í tilraun 22/5—28/5. Fóðrað var með blöndu af undanrennumjöli og ný- mjólkurmjöli, sem blandað var í hlutföll- unum 2:1. Tilraunin 1965 var að mestu endurtekn- ing á tilraun frá 1964. Stóðu að þessari til- raun sömu aðilar, og hún var framkvæmd á sama stað og við sama útbúnað og fyrri til- raunin. Öll tilhögun var því óbreytt, að því undanskildu, að þessi tilraun hófst heldur fyrr. Kálfarnir voru fæddir á tímabilinu frá 28/4—6/5 og teknir í tilraunina 4.-9. maí. Þá var fóðurblöndunni einnig breytt þannig, að notað var 3^ af undanrennu- mjöli móti 14 af nýmjólkurmjöli. Að lok- um má geta þess, að kálfarnir fengu nú dálitla nýmjólk í upphafi tilraunar og síð- an var smám saman breytt til mjölgjafar. Þessu aðlögunarskeiði var lokið 9 dögum, eftir að tilraunin hófst. Þótt þessar tvær tilraunir gætu svarað því sæmilega glöggt, að fóðrun alikálfa á blöndu úr undanrennu- og nýmjólkurmjöli allt til þriggja mánaða aldurs geti lánazt mjög vel, hvort heklur sem blöndunarhlut- föllin eru 2:1 eða 3:1, þá þótti forvitnilegt að reyna, hve mikið mætti spara dýrari hluta blöndunnar, nýmjólkurmjölið. Var því ákveðið að gera enn eina tilraun árið 1966 með tólf alikálfa og fóðra þá á mjöl- blöndu með hlutföllunum 9:1, og áttu sömu aðilar hlut að henni og að hinum tveimur. LÝSING TILRAUNA Árið 1964 Tilraunin var gerð með tólf nautkálfa undan tveimur nautum á sæðingarstöð S.N.E., þeirn Gerpi og Surti, sex undan hvoru nauti. Mæður þeirra voru dreifðar um félagssvæði S.N.E. Kálfarnir voru tekn- ir 4—6 daga gamlir, og var aðeins átta daga aldursmunur á elzta og yngsta kálf- inum. Þeim var komið fyrir í litlum, ein- angruðum bragga, er sérstaklega hafði ver- ið útbúinn og innréttaður fyrir þessa til- raun, svo sem nú skal greint (mynd 1). Mynd ]. Riss at' kálfastíum. Fig. 1. Sketches of calf pens. 55 cm Grunnmynd. Top view. 24 cm 26 cm »*-- ■ Hliðarmynd. Side view.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.