Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Qupperneq 12

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Qupperneq 12
10 ÍSLENZKAR LANDBUNAÐARRANNSÓKNIR að dagskammtarnir á töflunni eru meðal- tal af því, sem þeir voru á hverju gjafa- tímabili. Árið 1966 Aðstaða og tilhögun var hin sama og við hinar tvær tilraunirnar, en nú var 12 naut- kálfum, sem bornir voru á tímabilinu 10.— 16. maí og teknir á stöðina 16.—20. maí, skipt í tvo flokka, er hér verða nefndir A og B. Var A-flokkur síðan fóðraður á sömu blöndu og kálfarnir í tilraun 1965, þ. e. 3:1, en kálfarnir í B-flokknum á blöndu settri saman úr hlutföllunum 9:1, eða með aðeins 10% af nýmjólkurmjöli. Aðbúnaður og umbúnaður kálfanna í báðum flokkum var annars hinn sami og hann hafði verið í tilraununum 1964 og 1965, og verður það ekki endurtekið hér. Kálfunum var skipt í flokka af handahófi og urðu sex í hvorum. Ekki tókst sú skipt- ing betur en svo, að kálfarnir í B-flokkn- um urðu 2.5 dögum yngri að meðaltali og 1.7 kg léttari að meðaltali í upphafi til- raunar en kálfarnir í A-flokknum. Sam- kvæmt áðurfenginni reynslu skiptir fyrra atriðið litlu máli, en hið síðara ef til vill nokkru. NIÐURSTÖÐUR Árið 1964 Kálíarnir voru vegnir vikulega. Á töflu V sést, hvenær kálfarnir voru fæddir, hvenær teknir og svo þungi þeirra við hinar viku- legu vigtanir. Þá er einnig brjóstmál þeirra, þegar þeim var lógað 28. ágúst, en þá voru kálfarnir rétt um 100 daga gamlir að meðaltali (96—104). Síðast á töflu V er svo sláturþungi kálfanna, þ. e. kjöt og lifur í kg, og loks sláturprósentan. Taflan sýnir nokkuð jafna frantför að meðaltali nema vikuna 30/5—6/6, en þá var hún nær eng- in. Þá voru kálfarnir líka verst haldnir af skitunni og fóður mest dregið við þá. Auð- vitað er framförin nokkru misjafnari, ef hver kálfur er athugaður út af fyrir sig. Virðast þrif' kálfanna hafa orðið dálítið misjöfn, eins og kom fram í þroska þeirra við lok tilraunarinnar. Þó verður að hafa það liugfast, að mismunur á aldri kálfanna hefur þar nokkur áhrif. Dáfítill mismunur virðist vera á kálfa- hópunum. Kálfarnir undan Gerpi virðast reynast betur en kálfarnir undan Surti. Hæpið er þó að leggja mikið upp úr þessu. Má benda á, að kálfar undan Gerpi voru aðeins eldri og aðeins þyngri í upp- hafi tilraunar. Þrátt fyrir þetta var enginn mismunur á flokkunum fyrr en á síðasta þriðjungi tilraunaskeiðsins. Munurinn á kálfunum innbyrðis í hvorum hópi er all- mikill við lok tilraunar. Það er því mjög hæpið, að mismunur hópanna sé raunhæf- ur. Nokkurs ósamræmis gætir í kjötþunga nr. 7 og 8, og er freistandi að láta sér detta í hug, að skrokkarnir hafi brengiazt. Ekkt nægir það þó til þess, að fullt samræmi fáist. Að öðru leyti verður samræmið að teljast sæmilegt milli lifandi þunga og brjóstmáls annars vegar, en kjötþungans hins vegar. Hvað snertir nýtingu fóðurs var þyngdar- aukningu hvers kálfs deilt í fóðureyðsluna, og fást þá fóðureiningar á kg af þyngdar- auka í lifandi þunga. Hve mikið fóður hef- ur þurft á hvert kg í kjötaukningu, verður ekki sagt með vissu, því að hvort tveggja er, að kjötþungi kálfanna í upphafi er ókunn- ur, en svo hefur líka verðmæti þess kjöts, er þá var á þeim, aukizt nrjög mikið við eldið. Gizka má á, að upphaflegur kropp- þungi hafi verið 14 kg á kálf og kjötaukn- ingin þá um 40 kg að meðaltali, en þá lætur nærri, að 4.32 F.E. þurfi til að fram- leiða hvert kjötkíló. Sé hins vegar reiknað með öllum kjötþunganum, sem kann að vera alveg eins rétt, verður fóðureyðslan 3.2 F.E. á hvert kjötkíló.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.