Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 23

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 23
ELDI SLÁTURKÁLFA 21 slátrunar á þennan hátt. Þrátt fyrir þetta er ég þeirrar skoðunar, að svona lagað kálfaeldi eigi, ef að því er horfið, að fram- kvæma á sérstökum stofnunum, er bændur geta kornið upp í félagsskap, eða hjá bænd- um, sem gera slíkt kálfaeldi að sérgrein sinni. Um það ræði ég hins vegar ekki frekar, en legg aðeins áherzlu á þá var- nagla, er ég hef áður slegið viðvíkjandi verðlagningunni. Árið 1966 Allir kálfarnir voru fóðraðir eins í upp- hafi. Fyrstu dagana fengu þeir aðeins ný- mjólk og síðar með dálítilli íblöndu af mjölblöndu, sem sett var saman til helrn- inga úr undanrennu- og nýmjólkurmjöli, en 29. maí var búið að skipta kálfunum í flokka, og þar með var endanleg fóðrun þeirra hafin. Frá þeim tíma voru kálfarnir fóðraðir samkvæmt töflu X. Þess má enn fremur geta, að liinn 26. maí var dælt bætiefni í kálfana, er nægja skyldi þeim til tilraunaloka. Tafla X sýnir, að kálfarnir í báðum flokkunum fengu því sem næst jafnmörg kg af fóðurblöndu, en hér var sá munur á fóðurblöndum, að sú, sem A-flokkurinn fékk, var með 25% af nýmjólkurmjöli, en hin, sem B-flokknum var úthlutað, með að- eins 11%. Af þessu leiðir, að fóðurgildi hinnar síðartöldu var eitthvað rýrara en hinnar fyrrtöldu, en hve miklu munar, hef ég ekki reiknað út, en varla getur það num- ið mjög miklu. Tafla X sýnir aðeins, hvað kálfunum var ætlað af fóðri, en ekki, hve miklu þeir torguðu, og þar sem hér var um einstakl- ingafóðrun að ræða, var auðvelt að fylgj- ast með því, hversu vel fóðurskammturinn nýttist hverjum einstökum kálfi. Þetta sést á töflu XI, og ber hún það með sér, að nýt- ingin á fóðrinu hefur orðið næsta léleg í A-flokknum og mun lakari en í tilrauninni 1965, sem þessi flokkur er sambærilegur við. Um B-flokkinn þýðir varla að ræða í þessu santbandi, því að kálfarnir í honum týndu smátt og smátt tölunni, svo að að- eins einn lifði til loka tilraunarinnar, en svo langt sem séð verður, var nýting fóð- ursins í B-flokknum engu lakari en í A- flokknum. Þess skal getið, að fóðurfrádrátt- urinn á töflu XI er ekki hárnákvæmur. Hann er gerður samkvæmt þeim drykkjar- leifum, sem urðu frá degi til dags, en frá- dráttur fóðurblöndunnar gerður eftir meðalstyrkleika drykkjarins. Tafla X sýn- ir hins vegar, að styrkleiki drvkkjarins breytist ekki ýkja mikið og næsta óreglu- lega, svo að þetta getur ekki valdið neinni teljandi skekkju. Hvers vegna nýting fóð- ursins var ekki betri en raun ber vitni um, eða með öðrum orðum: Hvers vegna kálf- arnir torguðu ekki meira fóðri en taflan sýnir, er erfitt að segja, því að heilbrigði kálfanna í A-flokknum virtist yfirleitt góð; en mér virðist, að drvkkjarmagnið liafi verið fullmikið í hlutfalli við styrkleik- ann, einkum er leið á tilraunina. Mjöl- rnagnið í hverjum lítra af drykk ætti að fara vaxandi eftir því, sem á líður, en það hefur það ekki gert. Samkvæmt töflu XI var fóðurnýtingin um 92% i A-flokknum eða 123.3 kg af fóður- blöndu í stað þeirra 134.2 kg, sem kálf- unum voru ætluð. Ekki er unnt að fá neinn samanburð milli flokkanna, hvað þetta áhrærir. Tafla XII sýnir loks framför kálfanna frá því þeir komu á búfjárræktarstöðina og til slátrunar, eða þess tíma, að þeir hurfu úr tilrauninni, svo og brjóstmál þeirra við slátrun og sláturþunga. Framför kálfanna virðist sæmilega jöfn og eðlileg allan tímann, að því fráskildu, að alger kyrrstaða verður frá 18.—24. júní, og hef ég enga viðhlítandi skýringu fengið á því, og eigi virðist nein pest hafa hrjáð kálfana þennan tíma. Af þessu leiddi og eins því, að kálfarnir leifðu of miklu af fóðurskammtinum, að kálfarnir í A-flokkn-

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.