Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 46

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Page 46
44 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR u^^pskeru og nærri því sambærilega við það, sem fæst á sönduni í byggð, nema þar sem þeir urðu fyrir beinu áfoki og grófust undir vikri. Vallarfoxgrasið var einnig furðu þolið, þótt það reyndist hvorki eins uppskerumikið að meðaltali og túnvingull- inn né hefði liæfni til þess að mynda eins þéttan svörð. Aftur á móti var háliðagras- ið yfirleitt uppskerurýrt og myndaði frem- ur gisinn svörð. Túnvingullinn reyndist því tvímælalaust hæfastur til uppgræðslu, enda styður það fyrri athuganir, sem gerð- ar hafa verið með sáningu mismunandi grastegunda í sanda og örfoka mela. Telja verður sennilegt, að vaxtarskilyrði á athugunarsvæðum þeint, sem valin voru, hafi verið einkennandi fyrir ógróna aura á Tungnaáröræfum. Frá gróðurfræðilegu sjónarmiði ætti því að vera unnt að græða upp svæðið með sáningu túnvinguls og ár- legri dreifingu áburðar fyrstu árin eftir sáninguna. Með þeirri nýrækt mætti auðga að mun gróður á afréttarlöndum Rangæ- inga. S U M M A R Y RECLAMATION INVESTIGATION ON A HIGHLAND RANGE IN TEIE EAST CENTRAL PART OF ICELAND Stnrla Friðriksson, Agricultural Research Institute, Reyltjavík, Iceland. Land reclamation studies were made in the desert north ot the Tungnaá river, where there is an extensive area without vegetation covered with glacial out- wash and purnice. Three sites were selected, at heights of 575 m, 600 m and 660 m above sea-level. Festuca rubra, Plileum pratense and Alopecurus pratensis were sown on individual sites of 100 m2, while fertilizer corresponding to 300 kg ammonium nitrate, 250 kg triple superphosphate and 50 kg potassium chloride per liectare was applied for the following three years. An annual in- spection was then made of the vegetation and growth on each site. After sowing and three years’ fertilization a dense growth appeared on this pumice, where vegetation had hitherto been very scant. The Festuca rubra swarcl was particularly dense, and the species showed a similar yield at this height to that obtained in the same soil at lower levels. From the ecological point of view it should be easy to cultivate these wastelands by sowings and fertilization.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.