Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Qupperneq 77

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1969, Qupperneq 77
VAXTARKJÖR GROÐURS VIÐ SKAFL 75 náðu meiri vexti seinni hluta tímabilsins en þau, sem uxu á vestari hlutanum. Klakinn og leysingarvatnið úr skaflinum á vestari hluta svæðisins kunna að hafa dregið úr vexti grasanna þar, en grösin á eystri liluta svæðisins uxu x nokkrum halla ofan skafls og gætu því hafa notið sólar betur, og þar þornaði jarðvegur fyrr. Einnig kann ræktunarmunur að hafa valdið nokkru um muninn, því að eystri hluti svæðisins var ræktaður ári fyrr en sá vestari, eins og fyrr greinir. í vestari hlutanum hafa þau vallarsveif- grös, sem fyrst komu undan skafli, orðið hæst. t eystri hlutanum var þessu hins veg- ar öfugt farið. Minnst allra voru grösin, sem síðast kornu undan skaflinum, þ. e. a. s. umhverfis stöð 3. Til nánari samanburðar á lengdarvexti grastegunda er á mynd 6 dregið línurit, er sýnir meðaltöl af vexti grasa, sem komu undan skaflinum annan athugunardaginn (12/6), og vöxtur þeirra borinn saman fram eftir sumri. Þar sem vaxtarkjörin virtust misjöfn á vestari og eystri hluta athugunar- svæðisins, eru dregnar tvær línur fyrir vöxt vallarsveifgrass, ein fyrir hvort svæði, og ætti að mega nota þær sem mælikvarða og bera vöxt tegunda hvors svæðis fyrir sig saman við vaxtarlínur vallarsveifgrassins. Sést þá, að háliðagrasið hefur verið há- vaxnast og hefur frá upphafi mælingar allt- af haft vinning yfir vallarsveifgrasið; næst að lengdarvexti kemur vallarfoxgrasið, sem hefur lengst af haft nokkurn vinning yl'ir vallarsveifgrasið á vestursvæðinu, síðan vallarsveifgras, túnvingull og loks hálín- gresi. Eru þessar mælingar því mjög í sam- rænxi við það, sem vitað er um vaxtaieðli fyrrgreindra tegunda. Uppskerumœlingar í framhaldi af lengdarmælingum var tek- in uppskera af grösum á svæðinu til þess að kanna áhrif vaxtarkjara við skaflinn á uppskeruna. Uppskera var mæld með þriggja metra millibili á hugsaðri línu frá austri til vesturs yfir tilraunasvæðið. Upp- skerutimar voru 24. júní, 26. júlí og 5. sept- ember. A rnynd 7 er súlurit, er sýnir, hve nxikil uppskeran varð á ýmsum tímum. Heildar- uppskeran var mikil og allbreytileg, og virtist ekki sérstaklega háð áhrifum frá skaflinum. Uppskeran í stöð 5 var óeðli- lega mikil. Annars sýnir súluritið, að upp- skeran á fyrstu tveimur uppskerutímunum var minnst, þar sem skaflinn leysti síðast, eða umhverfis stöð 3. Hins vegar hvarf munurinn á síðasta uppskerutíma. Athvglis- vert er, hve lítil uppskeran var neðan við stöð 6, en það er einmitt þar, sem klaki var í jörðu og kalskemmda fór að gæta. Vegna þess að vöxtur var nýlega hafinn 24. júní og einungis myndaður hýjungur af grasi, varð uppskeran mjög lítil og nokk- ur hluti hennar sina frá fyrra ári. Upp- skeran varð við fyrstu mælingu minnst um- hverfis stöðvar 2 og 4 og þá væntanlega meiri hluti hennar þar sina en annars stað- ar var. Þetta kann að vera ástæðan fyrir því, að eggjahvítuinnihaldið var fremur lítið við skafljaðrana. Annars fór eggjahvítu- magn gróðursins minnkandi, er leið á sunx- ar, en trénisinnihaldið jókst. Þetta sést glögglega af línuritum á myndurn 8 og 9, en þar eru lmndraðshlutar þessara efna sýndir á tveimur síðustu uppskerutímun- um. Á línuritum þessum rná sjá tilhneig- ingu til þess, að eggjahvítan sé á þessum tímum mest og trénið minnst við þær stöðvar, sem komu síðast undan skaflinum. Hófst spretta þar síðast, og var uppskeran þar minni framan af sumri og því eðlilega eggjahvítuauðugri á þessu tímabili. Einnig virðist gróður í kalskemmdum hafa verið svipaður að efnainnihaldi og gróður, sem kom seint undan snjónum, þ. e. eggjahvítu- ríkur og trénislítill (sjá umhverfis stöð 6).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.