Milli mála - 2019, Síða 121
Milli mála 11/2019 121
ÁSDÍS RÓSA MAGNÚSDÓTTIR
unum sínum og allar bænir hennar eru skrifaðar á rómísku en þýsk
þýðing fylgir í sviga.33 Þess eru líka dæmi að höfundar þýði sjálfir
verk sín yfir á annað tungumál, t.d. skáldkonan Ilona Ferková sem
skrifar á rómísku en hefur einnig þýtt sum verka sinna á tékknesku.
Matéo Maximoff hafði mjög gott vald á móðurmáli sínu og sneri
Nýja testamentinu og frönskum sálmum á rómísku eða öllu heldur
Kalderash-mállýskuna.34 Langflest verka hans voru samin á frönsku
og mun skýringin vera sú að hann vildi ná til þeirra sem töluðu
tungumál meirihlutans í Frakklandi. Alain Reyniers bendir á, í þessu
samhengi, að í rómískum samfélögum sé munnmælahefðin mun
sterkari en rithefðin og því séu ritverk rómískra höfunda fyrst og
fremst ætluð ekki-rómískum lesendum.35
Maximoff tekur fram, í inngangi að smásagnasafninu La poupée de
Mameliga. Le livre de la peur, að sögurnar hafi allar verið sagðar af
Kalderash-ættflokknum en séu þekktar víða um heim og tilheyri al-
þjóðlegum sagnaarfi; enginn standi í þeirri trú að þær séu sannar
enda bæti hver og einn við þær eftir smekk; þær séu gjarnan sagðar
við varðeldinn þegar vakað er yfir líki, enda tengjast þær allar dauða
og afturgöngum.36 Hann segist hafa skráð nokkur hundruð sögur og
í þessari bók megi finna nokkrar þeirra sem hann hafi umritað á
frönsku.37
Sem ritmál er rómíska því ekki ýkja gömul og ritaðar bók-
menntir höfunda af rómískum uppruna bera þess merki að munn-
mælahefðin er enn sterk: verkin eiga gjarnan rætur í þjóðsagnaarf-
inum og rödd höfundar eða sögumanns heyrist af og til. Höfundar
nota sögur sem þeir hafa heyrt sem grunn að eigin verki; þannig
verður þjóðsaga höfundarverk. Í sumum tilfellum fléttast inn í sög-
33 Sofiya Zahova, „The role of Romani language in Romani authors’ works“, Andaj Romengi ljuma.
Patjiv le Mozesoske Heinschink, Petra Cech, Christiane Fennesz-Juhasz, Dieter W. Halwachs (ritstj.),
2019, Graz: Grazer Romani Publikationen, bls. 347–369, hér bls. 359.
34 Cécile Kovácsházy, „Matéo Maximoff, romancier. Une vie pour la littérature“, bls. 76.
35 Sjá Alain Reyniers, „Les enjeux anthropologiques d’une culture romani de l’écriture“, Études
Tsiganes 37(1)/2009, bls. 110–117. Sjá líka Sofiya Zahova, „The role of Romani language in
Romani authors’ works“, einkum bls. 354–366 („Flagging Romani identity through language“).
36 Það er útbreiddur siður meðal margra Evrópuþjóða að segja sögur við líkvökur, en sögur voru
einnig sagðar við fleiri tækifæri, sjá Linda Dégh, Folktales and Society: Story-Telling in a Hungarian
Peasant Community. Expanded Edition with a New Afterword, Bloomington og Indianapolis: Indiana
University Press, 1969, einkum 6. kafli: „The Tale Occasions“, bls. 63–119, og Carl-Hermann
Tillhagen, Taikon Berättar: Zigensagor, Stokkhólmi, 1946 (sjá einkum formála Tillhagens).
37 Matéo Maximoff, La poupée de Mameliga, bls. 19.