Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 4

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 4
4 Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra 2020 sem Al- þjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) tileinkaði er senn á enda. Vegna COVID-19 varð minna um atburði sem félög þessara systurstétta ætluðu að halda til að vekja athygli á mikilvægi starfa þeirra í heilbrigðisþjónustunni. Stjórn Ljósmæðrafélagsins vildi bæta úr og óskaði eftir því við ritnefnd Ljósmæðrablaðsins að í tilefni ársins 2020 yrði gefið út sérstakt blað. Það kemur nú út fyrir ykkar sjónir, í öðru broti með efni til heiðurs starfi ljósmæðra víða um heim. Vonumst við til þess að þetta blað fái verðugan sess á heimilum með það fyrir augum að það sjáist og geymist sem lengst og störf ljósmæðra verði metin að verðleikum. Sérstakur liðsauki var fenginn til að koma með hugmyndir um hönnun og efnistök í blaðinu en það eru listakonurnar Sunna María Schram og Sunna María Helgadóttir, nýútskrifaðar ljósmæður. Strax kom upp í hugann að tengja þetta þeirri staðreynd að liðin er heil öld síðan Ljósmæðrafélagið var stofn- að og að ákveðinn þráður í gegnum blaðið sýndi margþætt störf og fagsvið ljósmæðra á liðinni öld. Í þessu skyni var ákveðið að fá listakonur til að gera portrett myndir af baráttukonum og leiðtogum sem hafa haft áhrif, við ólíkar aðstæður, á barneignar- þjónustu, heilsu og valdeflingu kvenna frá fortíð til framtíðar. Hugmyndin var að vissu leyti unnin út frá bókinni Kvöldsögur fyrir uppreisnargjarnar stelpur eftir Elena Favilli og Francesca Cavallo sem Magnea J.Matthíasdóttir þýddi og kom út árið 2017. Forsíð- an var síðan hönnuð af þeim nöfnum og myndirn- ar settar upp eins og á skólaspjaldi fyrri tíma. Inni í blaðinu er svo hægt að kynnast og fræðast nánar um „skólasysturnar“. Á milli myndanna er svo hefðbundið efni, fræði- greinar, frásagnir og umfjöllun um fagleg málefni, ársskýrslur og fréttir úr félagsstarfinu. Umsögn fé- lagsins um nýtt frumvarp um fæðingar- og foreldra- orlof er kynnt og sagt er frá lokahófi og afrakstri Twinning Up North verkefnisins sem lauk nú í nóv- ember. Pistill frá formanni er sá síðasti frá núverandi formanni Ljósmæðrafélagsins en Áslaug Valsdóttir lýkur sínu starfstímabili á aðalfundi í mars 2021. Aug- lýst er eftir framboðum í blaðinu, ljósmóður „með brennandi áhuga á að vinna að málum ljósmæðra“. Í gegnum tíðina hefur vinnuálag hjá ljósmæðr- um verið mikið sem getur haft slæmar afleiðingar ekki síst þegar alvarleg atvik verða í starfi. Upplifun ljósmæðra sem hætta störfum vegna þessa er lýst í ritrýndri grein sem byggir á nýlegri meistararann- Ritstjórnarpistill Ár ljósmæðra Ólöf Ásta Ólafsdóttir, ritstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.