Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 7

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 7
7 skemmtileg verkefni sem forréttindi hafa verið að fá að taka þátt í en að sjálfsögðu hefur stjórn félagsins og fleira gott fólk komið að þessum ver- kefnum. Svo má ekki gleyma daglegum störfum innan félagsins, aðstoð við félagsmenn, kjaramál, samningagerð og margt fleira. Þær ljósmæður sem eru því að hugsa um að bjóða sig fram til formanns félagsins eiga skemmtileg og fjölbreytt ár í vændum nái þær kjöri. Ég tel að það sé það eftirsóknarvert að starfa í þágu ljósmæðra og vona að það verði fleiri en ein ljósmóðir sem hef- ur áhuga á starfinu og bjóði sig fram. Það eru mörg verkefni sem bíða nýs formanns og ljósmæðra. Eitt af því sem hefur verið ýtt úr vör en ekki lokið er útvíkkun á starfssviði ljós- mæðra og betri nýting menntunar þeirra. Ljós- mæður geta leikið lykilhlutverk í forvörnum og kvenheilsu. Það má hugsa sér að gera þjónustu þeirra aðgengilega um allt land með símtölum, myndsímtölum og annarri tækni sem nútíminn býr yfir. Einnig geta þær stutt við bakið á og verið ráðgefandi fyrir aðrar stéttir þar sem engin ljós- móðir er við störf. Til þess að ýmsar breytingar og útvíkkun á starfi ljósmæðra geti orðið að sjálf- sögðum hlut og veruleika þarf líklega að sigra feðraveldið þó að komið sé árið 2020. Stétt sem telur einungis 284 kjarafélaga sem allar eru konur er í hættu á að rödd hennar heyrist ekki og hún nái ekki breytingum fram og því vantar sárlega ljósmæður í valdastöður í „kerfinu“. Þjálfa þarf leiðtogahæfni innan stéttarinnar og hefur undanfarið verið vakning í þá átt. Bæði var unnið með það í Twinning verkefni sem nú er nýlokið og einnig verður horft til þess í nýju námi ljósmæðra. Ljósmæður þurfa að styrkja hvor aðra og hampa þeim sem eru að gera góða hluti hverju sinni. Að lyfta undir kollegana þegar þarf er mikilvægt. Að tala sem ein rödd út á við er mikilvægt alltaf í öllum baráttumálum. Nú þegar nám ljósmæðra er að breytast og starfsvettvang- ur þeirra vonandi að víkka út verður að fylgjast með því að lög og reglugerðir nái utan um þær breytingar. Sú vinna tekur tíma því eins og áður er sagt vinnur „kerfið“ oftast nær mjög hægt. Framtíð ljósmæðra er björt, mikill velvilji er í samfélaginu í garð ljósmæðra og þær eru ef til vill aðeins í tísku núna. Að minnsta kosti tvær jóla- bókanna fjalla um ljósmæður, undanfarin ár hafa komið út bækur um ljósmæður og verið er að gera íslenska sjónvarpsþætti um ljósmæður auk þess sem bresku sjónvarpsþættirnir Call the Mid- wife hafa notið talsverðra vinsælda. Vegna pestar í heiminum er óvíst að hægt verði að hafa nokkrar samkomur fyrr en eftir mitt næsta ár og hefur það vissulega breytt áformum félags- ins og starfsemi nær allt þetta ár. Ég horfi til baka yfir þessi ár í formennskunni með þakklæti í huga þó að vissulega hafi fylgt starfinu vonbrigði og erfiðleikar á stundum þá verður gleðin mikil þegar vel hefur gengið með atburði og tekist hefur að leysa farsællega úr mál- um, hvort sem þau varða einstaklinga eða félagið sjálft. Þó að ég láti ekki af störfum fyrr en í mars þá ætla ég að nota þetta tækifæri til að þakka öllum þeim sem ég hef starfað með fyrir samstarfið og ljósmæðrum fyrir stuðninginn og traustið. Fyrir hönd stjórnar LMFÍ óska ég öllum ljós- mæðrum og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Í desember 2020, Áslaug Valsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.