Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 8

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 8
8 Ágnes Geréb „Fæðingarfrelsi er mælikvarði á frelsi samfélagsins“ Þegar Ágnes var viðstödd sína fyrstu fæðingu, sem ungur læknanemi í Ungverjalandi, gerði hún sér strax grein fyrir því hvað nærvera hennar var mikilvæg konunni. Þetta var and- vana fæðing og Ágnes fylgdi konunni eftir og studdi hana í gegnum sorgarferlið. Út frá þessari örlagaríku reynslu ákvað Ágnes að sérhæfa sig í fæðingar- og kvensjúkdómalækning- um. Sem nýútskrifaður sérfræðingur varð hún hins vegar fljótt vonsvikin með þá ómannúðlegu nálgun sem tíðkaðist víðast hvar í fæðingum. Þessi hugrakka kona gerði það að ævistarfi sínu að bæta aðstæður kvenna við fæðingar. Eftir seinni heimsstyrjöld tóku kommúnistar við stjórnartaum- um í Ungverjalandi. Þá var bundið í lög að allar konur skyldu fæða á sjúkrahúsi. Ljósmæðrastéttin dó nánast út og fæðingar- læknar, sem alla jafna voru karlar, tóku á móti börnum í tækni- væddu umhverfi spítalastofunar. Fæðandi konur höfðu fáa málsvara. Ágnes svaraði því kalli. Í upphafi barðist Ágnes fyrir því að konur fengju að hafa stuðn- ingsaðila sér við hlið í fæðingum en það þótti fráleitt. Eftir að hafa hleypt maka inn á fæðingarstofu til að styðja konu sína í fæðingu var henni vísað frá störfum í hálft ár. Þetta var árið 1978 og ekki síðasta brottvísun Agnesar. Í kjölfarið barðist hún fyrir því að löggjöf í kringum fæðingar yrði breytt og beitti sér fyrir bættri fæðingarþjónustu fyrir konur, meðal annars með aukinni upplýsingagjöf, námsskeiðahaldi og auknum val- möguleikum í barneignarferlinu. Ágnes stofnaði Sunnyside fæðingarheimilið á tíunda ára- tugnum. Starf hennar sem fæðingarlæknir var að mörgu leyti farsælt en smátt og smátt fór hún að skilgreina starf sitt sem ljósmóðir - hún var við hlið kvenna og studdi þær í eðlileg- um fæðingum. Þá fór hún að fara inn á heimili fólks og veita fæðingarhjálp þar. Í upphafi voru þetta örfáar fjölskyldur en þeim átti eftir að fjölga hratt. Þrátt fyrir að starfsemin væri á gráu svæði lagalega fékk Ágnes í byrjun að starfa nokkuð óá- reitt. Þegar fagmennska hennar spurðist út - hún tók á móti um 200 börnum á ári í heimahúsum - og eftir því sem fleiri foreldrar lýstu yfir ánægju með sína einstöku reynslu fóru að renna tvær grímur á stjórnvöld og fæðingarlækna sem fannst vegið að starfsheiðri sínum. Sagan segir að reynt hafi verið ár- angurslaust að koma á hana höggi - ef kallaður var til sjúkrabíll í fæðingu til að flytja konu var líka sendur lögreglubíll. Ágnes hefur tekið á móti yfir 3.500 börnum í heimahúsi. Árið 2010 lauk Ágnes formlegu ljósmæðraprófi. Það sama ár var hún handtekin og flutt á lögreglustöð í handjárnum án þess að hafa veitt mótstöðu. Hún var ákærð fyrir að hafa sýnt af sér vítavert gáleysi í þremur fæðingum á tímabilinu 2000- 2007, þar sem börn létust í kjölfar fæðingarinnar. Foreldrar þessara barna héldu því fram að Ágnes hefði sinnt starfi sínu af alúð og fagmennsku. Ágnes var svipt ljósmóðurleyfi í 10 ár auk þess sem hún fékk tveggja ára fangelsisdóm. Málaferlin gegn Ágnesi vöktu mikla athygli og reiði meðal málsvara heima- fæðinga um allan heim. Í kjölfar niðurstöðu Mannréttinda- dómsstóls Evrópu voru heimafæðingar leyfðar í Ungverjalandi árið 2011. Eftir áralanga baráttu og réttarhöld var Ágnes að endingu náðuð af forseta Ungverjalands árið 2018. Þegar sakaruppgjöfin var tilkynnt var haft eftir Ágnesi: „Þessi náðun snýst um meira en mig. Hún er viðurkenning á fæðingarfrelsi. Hún er viðurkenning ríkisins á réttindum kvenna til að taka ákvarðanir sjálfar um fæðingu barna sinna“. Portrett: Solveig Pálsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.