Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 11

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 11
11 verið í framlínunni. Tískutímaritið Vogue vakti t.d. athygli á þessu og birti í sumar forsíðu- mynd af Rachel Millar ljósmóður í Bretlandi í sínum hefðbundum vinnufötum, reyndar ekki hlífðargalla með grímu eins og margir heil- brigðisstarfsmenn þurfa að klæðast vegna smitvarna t.d. í fæðingum hjá konum í sóttkví eða einangrun. Þörfin fyrir heilbrigðisþjónustu hjúkrunar- fræðinga og ljósmæðra hefur komið enn betur í ljós. COVID-19 hefur einnig minnt á að fæðingar þurfa ekki allar að fara fram á sjúkrahúsum. Heimafæðingum hefur fjölgað á árinu sem hægt er að tengja við heimsfaraldurinn. Krist- björg Magnúsdóttir, heimafæðingaljósmóðir telur í viðtali við mbl.is að „margar konur hafa fundið öryggi í heimafæðingu fyrir sig og sína fjölskyldu“. Í nóvember höfðu 106 börn fæðst heima og verður þetta metár í heimafæðingum, fleiri en síðustu 50 ár á Íslandi. Þessi hreyfing á sér staða víða í heiminum og verður fróðlegt að sjá hvernig þessari þróun vindur fram eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Blikur er einnig á lofti um jákvæð áhrif á sængurleguna og brjóstagjöf og að unga fjölskyldan upplifi ró og vellíðan með fjölskyldunni heima þegar fjöldi heimsókna eru takmarkaður. Árið 2020 verður ár sem við munum eftir og segja má að ef ekki hefði verið fyrir heimsfar- aldur hefðu ljósmæður og hjúkrunarfræðingar getað unnið sín ósýnilegu störf á sama hátt og áður - án verðugrar athygli. Áður en heims- faraldur kórónuveirunnar skall á skrifaði Svan- dís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra grein í Morgunblaðið þann 11. janúar og lýsti hversu aðkallandi verkefni það væri að fjölga starfs- fólki í mörgum heilbrigðisstéttum og snúa við atgervisflótta sem ætti sér víða stað. Ennfremur Ljósmóðirin Stella I. Steinþórsdóttir á leið í yfirsetu hjá konu í sóttkví.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.