Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 12

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 12
12 lagði hún áherslu á þverfaglega nálgun heil- brigðisstétta ekki síst í heilsugæslunni til að efla forvarnir og lýðheilsu í heilbrigðisstefnu til ársins 2030. Það verður ekki ítrekað nógu oft hversu mik- ilvæg ljósmóðurþjónustan er hér á landi eins og annars staðar. Allir vita hversu stóran þátt ljósmæður eiga í því að Ísland er á toppinum hvað varðar lágan mæðra- og ungbarnadauða í heiminum. Ljósmæður eru einnig hjúkrunar- fræðingar og vel menntuð stétt. Það er því full ástæða til að nýta starfskrafta þeirra til fullnustu og í stefnumótun heilbrigðisþjónustunnar til framtíðar. Það er því gaman að geta þess að nú er hópur að störfum á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins um stefnu barneignarþjónustu til ársins 2030. Fyrir hópnum fer Guðlaug Einars- dóttir, verkefnastjóri hjá ráðuneytinu og fyrrver- andi formaður Ljósmæðrafélags Íslands. Aðrir í hópnum eru ljósmæðurnar Berglind Hálfdáns- dóttir og Sigrún Kristjánsdóttir ásamt þremur fæðingarlæknum sem koma frá Landspítala, heilsugæslunni og landsbyggðinni. Vinnu hópsins fer senn að ljúka og verður stefnan kynnt í upphafi næsta árs af heilbrigðisráðherra, sem Ljósmæðrablaðið mun að sjálfsögðu fjalla ítarlega um. Ljóst er að ljósmæður og hjúkrunarfræðingar eru lykilstéttir í heilbrigðisþjónustunni og að þau verða áfram tilbúin til að takast á við ögr- andi verkefni sem upp koma og veita örugga þjónustu hvort sem heimsfaraldur kórónuveiru ríður yfir eða ekki. Þannig verða öll ár, - ár hjúkr- unarfræðinga og ljósmæðra. Forsíða Vogue í júlí 2020.

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.