Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 16

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Blaðsíða 16
16 Skýrsla stjórnar Ljósmæðrafélags Íslands starfsárið 2019-2020 Síðari hluti hundraðasta starfsárs Ljósmæðrafélags- ins var með afar óvenjulegum hætti vegna heims- faraldurs COVID-19. Nær allir fundir hafa verið gegnum fjarfund og ýmsum viðburðum hefur verið ýmist frestað eða þeir felldir niður. Stjórnin hittist reglulega á fundum/fjarfundum yfir árið. Haldinn var einn aukaaðalfundur á haustmánuðum til að kjósa í kjaranefnd. Edythe Mangindin var kjörin. Kjarabar- átta félagsins var með allt öðru sniði að þessu sinni heldur en áður hefur verið. Nú voru 11 félög innan BHM saman, auk þess voru skipaðir hópar bæði frá launagreiðendum og launafólki sem stóðu sameig- inlega að þessari samningagerð. Hópur launagreið- enda var frá ríki, sveitarfélögum og Reykjavíkurborg. Bandalög launafólks voru BHM, BSRB, ASÍ og Fíh. Mjög mikil vinna var lögð í styttingu vinnuvikunnar og tók þetta ferli allt saman um það bil ár. Því mið- ur þurfa vaktavinnumenn að bíða eftir að styttingin komist í gagnið til 1. maí 2021 sem er alltof langur tími en vinnuveitendur telja sig ekki vera búna að undirbúa kerfin sín til að halda utan um svo umfangs- miklar breytingar fyrr en þá svo því varð ekki hnikað. Þetta er langmesta breytingin sem gerð hefur verið á vinnumarkaði í 47 ár og loks verður hugsanlegur möguleiki fyrir vaktavinnufólk á þrískiptum vöktum að vera í 100% starfi óski fólk þess. Kjarabaráttan sjálf og samningaviðræður tóku langan tíma – eitthvað yfir 50 samningafundir voru haldnir á tímabilinu fyrir utan alla þá fundi sem fóru í vinnutímastyttinguna og var það unnið í öðrum hópum. Einn stór kjarabar- áttufundur sameiginlegur með BHM, BSRB og Fíh var haldinn í Háskólabíó á haustmánuðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO tilnefndi árið 2020 sem ár ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga. Við hófum árið þann 16. janúar með sameiginlegum viðburði Fíh og LMFÍ í Hallgrímskirkju. Síðan var ým- islegt planað en það þurfti að fara að mestu í bið vegna COVID. Við stefnum þó að því að hafa þessa viðburði síðar þegar betur árar. Félagið byrjaði með Instagramreikninginn ljósmæðralíf og setti auglýs- ingu á strætisvagn sem keyrði frá Spönginni. Skoð- anir á því voru misskiptar en í heildina vakti þetta jákvæða athygli. Auk þessa var útbúið sérstakt lógó fyrir LMFÍ á ári ljósmóðurinnar sem hefur verið notað núna 2020. Erlenda starfið hefur legið niðri að því leyti að alþjóðaráðstefnu ICM á Balí var frestað um ár eins og vel flestum öðrum ráðstefnum ársins. Stjórnar- fundur ICM var engu að síður haldinn á ZOOM og svo var einnig með NJF fundinn og EMA fundur var haldinn núna í haust, einnig rafrænn. Á meðan veiran var að búa um sig í Wuhan lifð- um við okkar lífi grunlaus með öllu og í desember 2019 hélt félagið jólafund. Gestur fundarins var Sirrý (Sigríður Arnarsdóttir) fjölmiðlakona. Hún kynnti fyrir okkur bókina sína - Þegar kona brotnar. Sama dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.