Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 17

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 17
17 og tilkynnt var um fyrsta smit á Íslandi í lok febrúar hélt félagið vel sóttan og vel lukkaðan brunch í Borg- artúni. Félagið tók einnig þátt í Háskóladeginum sem er kynning til þeirra sem hyggja á háskólanám. Fyrirhugað var að halda upp á alþjóðadag ljós- mæðra 5. maí með veglegri málstofu með erlend- um og innlendum fyrirlesurum. Því varð að fresta fyrst til haustsins og aftur um óákveðinn tíma. Í samræmi við samþykktir síðasta aðalfundar hefur verið nefnd að störfum til að vinna að lagabreyting- um og endurskoðun á störfum stjórnarmanna. Vinn- an er komin vel á veg og verða tillögur nefndarinnar líkast til lagðar fyrir aðalfund í mars 2021. Félagið stóð að útgáfu - Fylgja kom út í appi og nú er verið að vinna að annarri útgáfu sem væntan- leg er innan skamms. Þar á að vera hægt að finna allar þær helstu upplýsingar sem ljósmæður þurfa að hafa hendi næst við vinnu sína. Í október 2019 stóð félagið fyrir heimsókn til St. Pétursborgar í Rússlandi. Það voru um 26 ljósmæð- ur sem fóru í ferðina og sumar tóku með sér félaga/ maka þannig að í heild var þetta um 45 manna hóp- ur sem fór. Tilgangur ferðarinnar var að heimsækja kollega okkar í Rússlandi og reyna að leggja okkar af mörkum til að styrkja þær og efla. Staða ljósmæðra er afar veik í Rússlandi en þar virðist vera komin af stað ákveðin grasrótarhreyfing til að berjast fyrir bættri menntun og kjörum og hittum við þar a.m.k. tvær miklar hugsjónakonur sem óska eftir að geta verið í áframhaldandi sambandi við íslenskar ljósmæður og samþykkti félagið að vera aðili að samstarfi. Bókin um sögu ljósmæðra og ljósmæðratalið er á lokametrunum. Verkið hefur tafist vegna allskonar ófyrirséðra hluta. Þetta er síðasti liður þeirra atburða sem félagið lagði í vegna 100 ára afmælisins. Þar sem að ýmis venjubundin starfsemi var „on hold“ vegna COVID gafst meiri tími til að vinna að verkefnum sem ekki hafði gefist góður tími til áður. Félagið lauk við að innleiða persónuverndar- stefnu samkvæmt nýlega endurnýjaðri persónu- verndarlöggjöf. Skrifstofan var tekin í gegn, máluð og almenn góð tiltekt. Vefsíðan okkar ljosmodir.is var endurnýjuð en síðan nýtur mikilla vinsælda og er mikið notuð. Twinning verkefni okkar og KNOV, hollenska ljós- mæðrafélagsins mun ljúka í lok ársins. Talsverð rösk- un hefur orðið á því starfi vegna COVID. Þátttak- endur í verkefninu munu kynna afurðir sínar í lokin. Miklar hrókeringar hafa orðið innan BHM í hús- næðismálum. Talsvert viðhald hefur verið á húsnæð- inu og fermetrar hafa gengið kaupum og sölum inn- an einhverra félaga bandalagsins. LMFÍ hefur haldið óbreyttum eignarhluta á þessu ári og skrifstofa okkar er á sama stað innan húsnæðisins. Að sumu leyti er erfitt að skipuleggja starfið í vet- ur. Ekki er hægt að undirbúa neina mannfögnuði. Þó er áætlað nálastungunámskeið í haust. Eins og áður kom fram kemur bókin okkar út fljótlega. Endur- skoða þarf stofnanasamninga á öllum stofnunum og sinna daglegum rekstri skrifstofunnar. Formaður mun láta af störfum í mars n.k. Stjórn félagsins þakk- ar öllum sem starfað hafa fyrir félagið á árinu. Á aðalfundi, 8. október 2020 f.h. stjórnar Ljósmæðrafélagsins Áslaug Valsdóttir, formaður

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.