Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 20

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 20
20 Það kom strax í ljós í barnaskóla norður á Akureyri að Elví bjó yfir ríkri réttlætiskennd. Hún stóð fljótt með sjálfri sér og kynsystrum sínum og ef því var að skipta átti hún létt með að hjóla í strákana sem áttu það til að andmæla hennar meðfæddu jafnréttissýn. Áhugi stúlkunnar á heilbrigði þjóðarinnar kviknaði líka fljótt eftir að hafa unnið sem gangastúlka; á þessum vettvangi sá stúlkan að hún gat gert gagn. Hún lærði hjúkrun og fékk strax áhuga á öllu sem viðkom konum, fæðingum og brjóstagjöf. Það lá því beinast við að bæta við sig námi, sem betur fer fyrir okkur hinar, því árið 1976 varð hún ljósmóðir. Í stofnanavæddri fæðingarþjónustu á fyrstu árum starfsævinn- ar var rödd hennar skýr um mikilvægi valmöguleika kvenna á þjónustu sem væri sniðin að þörfum hverrar konu og hennar fjölskyldu. Nýfædd börn áttu líka að vera hjá móður sinni, það örvaði tengslamyndun og stuðlaði að bættri brjóstagjöf. Elví er skipulögð fagmanneskja fram í fingurgóma og út- sjónarsöm þegar kemur að innleiðingu nýrrar þekkingar, „þú kemur ekki að tómum kofanum hjá henni“. Hún hefur verið vakin og sofin yfir gæðaeftirliti, er sterk fyrirmynd samstarfs- fólks, frumleg, uppátækjasöm, fyndin og skemmtileg. Gott dæmi um gæðaverkefni sem stofnað var til fyrir tilstilli Elvíar er ,,Sólarhringssamvera – átak til aukinnar samveru móður og barns eftir fæðingu“. Þetta verkefni varð til í tengslum við alþjóðaátak Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar árið 1992 um málefni brjóstagjafar, sem þá var á undanhaldi í heiminum. Á þessum tíma var veruleikinn á kvennadeild Landspítalans sá að vernda nýbakaðar mæður og tryggja þeim næturhvíld á meðan nýburar sváfu á vöggustofu og fengu þurrmjólk úr staupi. Þetta var oft bjarnargreiði, því mæður voru þá jafnvel grátandi með stálmuð brjóst, tilheyrandi verki og söknuð eftir barninu. Upp- reisnareðlið var heldur ekki langt undan þegar Elínborgu var einu sinni nóg boðið og „stal“ fullburða heilbrigðum nýbura úr hitakassa og fór með hann til móður sinnar. Móðirin, sem hafði farið í keisara, hafði varla séð barnið sitt eftir fæðinguna. Ljós- móðirin vissi að hlýja í móðurfaðmi var betri en hitakassinn. Eftirmál urðu þau að hin uppreisnargjarna ljósmóðir var tekin á teppið. Þessi atburður fékk þó góðan endi, því fljótlega varð hitakassameðferð eftir allar keisarafæðingar lögð af. Elví hefur ósjaldan stungið niður penna, barist fyrir kjörum stéttarinnar, svarað fyrir fag sitt og byggt rök sín á nýjustu þekk- ingu og rannsóknum. Sem yfirljósmóðir Fæðingarheimilisins barðist hún lengi fyrir tilvist þess. Í nýstárlegri femínískri grein í Morgunblaðinu árið 1992, lagði Elví áherslu á mikilvægi um- hverfis fyrir framgangi eðlilegra fæðinga. Á litlum heimilisleg- um einingum eins og Fæðingarheimilinu væru kjöraðstæður fyrir konur til að finna sinn eigin kraft og öryggi. Frumkraftur konunnar kæmi líklega aldrei betur fram en í fæðingunni og fengi hann að brjótast fram gerði hann konuna sterkari sem hefði framtíðaráhrif á konuna, bæði sem móður og manneskju. En kannski væru einhverjir hræddir við þann frumkraft? Hugmyndir Elínborgar fengu ekki alltaf hljómgrunn og fyrir áhrif skuggabaldra var hún líklega sett til hliðar þegar kom að stjórnunarstöðum. Á næsta ári 2021 verður Elví sjötug og þá hefur hún staðið vaktina í hálfa öld. Hin eðlislæga réttlætis- kennd hefur fylgt alla tíð og baráttan fyrir velferð kvenna, barna þeirra og fjölskyldna endurspeglast í hennar ljósmæðrastörfum. Eldmóðurinn er enn til staðar og kjarninn sá sami: að hlusta á konur og virða rétt þeirra til þjónustu sem byggð er á nýjustu þekkingu. Portrett: Rán Flygenring Elínborg Jónsdóttir „Barnið er þar sem það á að vera, hjá móðurinni“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.