Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 24

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 24
24 urlöndum (MacDorman og Declercq, 2019; Monk, Tracy, Foureur og Barclay, 2013). Í byrjun 20. aldar fæddust nær öll börn á Íslandi í heimahúsum en þegar leið á öldina færðust fæðingar smám saman inn á sjúkrahús og að hluta til inn á fæðingarheimili. Landspítalinn var reistur árið 1930, fæðingardeild var stofnuð við hann sama ár og fyrsta barnið fæddist á deildinni í jan- úar 1931. Fæðingum á Landspítala fjölgaði jafnt og þétt og heimafæðingum fækkaði. Um svipað leyti hófu nokkur einkarekin fæðingarheimili rekstur á víð og dreif um höfuðborgarsvæðið, það síðasta starfaði til 1974. Vegna þrengsla á fæðingardeild Landspítala komust færri konur þar að en vildu og var því Fæðingarheimili Reykjavíkur stofnað árið 1960 (Helga Þórarinsdóttir, 1984). Árið 1995 var því svo lokað, þá eina fæðingarheimilið sem var rekið á Íslandi (Guðrún Björg Sigurbjörnsdóttir, 2000). Þá stóð eftir val kvenna um sjúkrahúsfæðingar víða um land eða heimafæðingar en árið 1995 var hlutfall heimafæðinga komið niður í 0,2% (Landlæknisemb- ættið, 2018). Sú þróun hefur lítillega snúið til baka síðustu árin: árið 2017 var hlutfall heimafæðinga komið upp í 2,0% (Eva Jónasdóttir og Védís Helga Eiríksdóttir, 2019; Landlæknisembættið, 2018). Árið 2017 var ljósmæðrastýrð eining opnuð á ný í Reykja- vík, Fæðingarstofa Bjarkarinnar í Síðumúla (Anna Sigríður Einarsdóttir, 2017). Árið 2018 var fyrsta heila starfsár Fæðingarstofu Bjarkarinnar eftir opnun hennar. Það ár fæddust þar 50 börn (Arney Þórarins- dóttir, munnleg heimild, 5. mars 2019). Umræðan um öryggi er nátengd umræðunni um fæðingarstaði. Sjúkrahúsfæðingar hafa gjarnan ver- ið tengdar við öryggi og spurningarmerki hafa verið sett við fæðingar utan þeirra (Coxon, Sandall og Fulop, 2014). Þegar fæðingar fluttust inn á sjúkra- húsin voru allar konur og allar fæðingar settar undir sama hatt. Vissulega var aukin sérfræðiþekking og tækni til góða fyrir veikar mæður og börn. En ekki var endilega þörf á henni fyrir heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu. Nú þegar heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu hafa í auknum mæli valið að fæða utan sjúkrahúsa hefur það kallað á samanburð á útkomu fæðinga á mismunandi fæðingarstöðum. Síðustu árin hafa slíkar rannsóknir verið gerðar víða um heim en tilgangur þeirra er ekki síst að styðja við upplýst val kvenna á fæðingarstað. Tilgangur þessarar kerfisbundnu, fræðilegu sam- antektar er að gera upplýsingar um nýjustu rann- sóknir á útkomu fæðinga á ólíkum fæðingarstöðum aðgengilegar bæði fyrir ljósmæður og fæðandi konur. Markmiðið er að bera saman útkomu kvenna og barna og inngrip í fæðingar hjá heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu, sem ætla annars vegar að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum innan eða utan sjúkrahúsa, og hins vegar á fæðingardeild- um sjúkrahúsa. Rannsóknarspurningin var: Hver er útkoma fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum innan og utan sjúkrahúsa í samanburði við útkomu fæðinga á þverfræðilegum fæðingardeild- um sjúkrahúsa hjá heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu? Fræðilegur bakgrunnur Ljósmæðrastýrðar einingar Í víðum skilningi eru ljósmæðrastýrðar einingar fæðingarstaðir. Um getur verið að ræða allt frá heim- ilislegu herbergi inni á fæðingardeild sjúkrahúss upp í að vera sjálfstæð, ljósmæðrastýrð eining, rekin af ljósmæðrum, óháð fæðingardeild sjúkrahúss. Þar á milli eru einingar sem reknar eru í návígi (alongside) og í samvinnu við fæðingardeildir sjúkrahúss. Ljós- mæðrastýrðar einingar sinna heilbrigðum konum í eðlilegri meðgöngu og bera ljósmæður ábyrgð á umönnun þeirra (Alliman og Phillippi, 2016; Rocca- -Ihenacho, Batinelli, Thaels, Rayment og McCourt, 2018; Stapleton, 2017). Ljósmæðrastýrðar einingar starfa gjarnan eft- ir þeirri hugmyndafræði ljósmæðra að fæðing sé lífeðlisfræðilegt ferli og reynt er að forðast inngrip eftir bestu getu. Ekki er hægt að fá mænurótardeyf- ingu eða sterk verkjalyf, en aðrar verkjameðferð- ir eru í boði eftir aðstæðum, svo sem nálastungur, bað, slökun, bakstrar og fleira. Einnig er lögð áhersla á að konan geti verið á hreyfingu (Walsh, 2008). Ljósmæður á ljósmæðrastýrðum einingum stefna að því að konur upplifi eðlilega fæðingu, eigi já- kvæða fæðingarreynslu og fái samfelldan stuðning í fæðingunni (Rocca-Ihenacho o.fl., 2018). Samfelldur stuðningur í fæðingu þýðir að konur eru með einhvern hjá sér alla fæðinguna. Stuðn- ingurinn getur t.d. verið í formi samfelldrar nærveru, bjargráða, hvatningar og upplýsingagjafar. Slíkan

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.