Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 26

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 26
26 samþætta niðurstöður slíkra rannsókna. Í samantekt frá árinu 2016 voru teknar saman útkomur 23 megin- dlegra rannsókna (84.300 konur) og 9 eigindlegra rannsókna. Samkvæmt henni er útkoma fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum jákvæð. Konur, sem byrjuðu fæðingu á ljósmæðrastýrðum einingum, voru líklegri til að fæða sjálfkrafa og minni líkur voru á spangaráverkum hjá þeim heldur en hjá kon- um sem ætluðu að fæða á sjúkrahúsi. Einnig voru minni líkur á því að konur, sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, færu í keisaraskurð heldur en konur sem ætluðu að fæða á sjúkrahúsi. Konurnar voru ánægðar með góða og persónulega þjónustu á ljósmæðrastýrðum einingum (Alliman og Phillippi, 2016). Sömu rannsakendur – og reyndar fleiri – gerðu fræðilega samantekt á útkomu nýbura kvenna sem fæddu á ljósmæðrastýrðum einingum. Teknar voru saman útkomur 17 megindlegra rannsókna sem vörðuðu samtals um 84.500 konur. Í engri rann- sóknanna fannst marktækur munur eftir fæðingar- stað á útkomu nýbura heilbrigðra kvenna í eðli- legri meðgöngu (Phillippi, Danhausen, Alliman og Phillippi, 2018). Kerfisbundin samantekt og safngreining á út- komu kvenna og barna eftir áætluðum fæðingar- stað heilbrigðra kvenna kom út 2018. Teknar voru saman niðurstöður 28 rannsóknargreina. Bæði voru skoðaðar útkomur heimafæðinga og útkom- ur fæðinga á ljósmæðrastýrðum einingum innan og utan sjúkrahúsa og þær bornar saman við út- komu fæðinga á þverfræðilegum fæðingardeild- um. Niðurstöður samantektarinnar voru þær að konur, sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa, voru marktækt ólík- legri til þess að fæða eðlilega um leggöng en kon- ur sem ætluðu sér að fæða annars staðar. Ekki var marktækur munur á útkomu nýbura eftir fæðingar- stöðum (Scarf o.fl., 2018). Aðferðafræði Aðferðin við þessa rannsókn er kerfisbundin fræði- leg samantekt (e. systematic review) en einn af hornsteinum gagnreyndrar þekkingar eru kerfis- bundnar fræðilegar samantektir. Við gerð þeirra eru niðurstöður rannsókna samþættar, en hægt að samþætta bæði eigindlegar og megindlegar rann- sóknir. Kerfisbundnar fræðilegar samantektir nýtast meðal annars við gerð klínískra leiðbeininga (Polit og Beck, 2017). Heimildaleit og inntökuskilyrði heimilda Við heimildaleitina var notast við gagnasöfnin Scopus, CINAHL, PubMed, og ProQuest. Leitar- orðin, sem voru notuð, voru ljósmæðrastýrð eining (e. midwifery unit), fæðingarheimili (e. birth center), fæðingarstaður (e. birthplace), útkoma (e. outcome) og ljósmóðurfræði (e. midwifery). Einnig var snjó- boltaaðferðin notuð. Við val á heimildum í þessa kerfisbundnu fræði- legu samantekt var stuðst við megindlegar rann- sóknir og eftirfarandi inntökuskilyrði sem voru sett með PICOT-rannsóknarspurninguna í huga • Þátttakendur væru heilbrigðar konur í eðlilegri meðgöngu. • Verið væri að bera útkomu fæðinga á ljós- mæðrastýrðum einingum innan eða/og utan sjúkrahúsa saman við útkomu fæðinga á þver- fræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa. • Verið væri að skoða útkomu fæðinga: inngrip, útkomu kvenna og/eða útkomu nýbura. • Í rannsóknunum væru konur flokkaðar eftir því hvar þær ætluðu sér að fæða þegar fæðing hæfist en ekki eftir endanlegum fæðingarstað. • Rannsóknirnar væru megindlegar. • Rannsóknirnar væru birtar á árunum 2008–2019 og væru útgefnar. • Rannsóknirnar væru ritrýndar. • Rannsóknirnar væru á ensku og aðgengilegar rafrænt. • Rannsóknirnar yrðu að skora að minnsta kosti 6 á MAStARI–matstæki fyrir ferilrannsóknir frá Joanna Briggs Institute (JBI) (Joanna Briggs Institute, 2018). Við gagnaöflun voru titlar og útdrættir skoðað- ir með tilliti til þess hvort rannsóknirnar uppfylltu valviðmið. Greinar, sem virtust uppfylla valviðmið, voru lesnar í heild sinni og voru rannsóknirnar, sem til greina komu, metnar með MAStARI–matstæki frá JBI fyrir ferilrannsóknir og MAStARI–matstæki frá JBI fyrir slembivaldar, stýrðar tilraunarannsóknir (The Joanna Briggs Institute, 2018) til að meta að- ferðafræðilega skekkju í niðurstöðum. Til að auka
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.