Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 28

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 28
28 Fyrsti höfundur (útgáfuár) Útgáfuland Rannsóknarsnið Gæðamat Tilgangur Rannsóknarhópur Samanburðarhópur Inntökuskilyrði Leiðrétting Niðurstöður Bailey, D. J. (2017) Nýja-Sjáland Afturskyggn ferilrannsókn MAStARI: 7/8 Að bera saman útkomu fæðinga á ljósmæðra- stýrðum einingum utan sjúkrahúsa við útkomu fæðinga á þverfræðilegum fæðingardeildum sjúkrahúsa á Nýja-Sjálandi. Ljósmæðrastýrðar einingar utan sjúkrahúsa: 10.448 Þverfræðilegar fæðingar- deildir: 36.933 Einburi, höfuðstaða, sjálfkrafa sótt við ≥37 vikur. Útilokaðar: Konur sem uppfylltu ekki skilyrði til að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum. Aldur, kynþáttur og félagsleg staða. Konur sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum voru í minni áhættu á áhaldafæðingu, keisaraskurði og blóðgjöf, borið saman við konur sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum. Börn þeirra kvenna sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum voru ekki líklegri til að fá verri útkomu en börn mæðra sem ætluðu að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum. Börn frumbyrja sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum voru sjaldnar lögð inn á vökudeild en börn frumbyrja sem ætluðu að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum. Bernitz o. fl. (2011) Noregur Slembivalin stýrð tilraun MAStARI: 8/12 Að skoða mun á útkomu hjá heilbrigðum konum sem eru slembivaldar inn á ljósmæðrastýrða einingu eða þverfræðilega fæðingardeild á sama sjúkrahúsi Ljósmæðrastýrð eining innan sjúkrahúss: 282 Þverfræðileg fæðingar- deild: 417 Áhættu fæðingar- deild: 412 Heilbrigðar konur, sjálfkrafa sótt, einburi, höfuðstaða, gengnar 36+1 til 41+6 vikur, BMI ≤32. Útilokaðar: Reykingar > 10 sígarettur/ dag, fyrri aðgerðir á legi, fyrri saga um erfiða fæðingu Það var ekki marktækur munur á fæðingarmáta eftir deildunum. Það var heldur ekki marktækur munur á blæðingu eftir fæðingu eða útkomu nýbura eftir deildum. Brocklehurst o fl. (2011) England Framskyggn ferilrannsókn MAStARI: 9/10 Að bera saman útkomu barna, útkomu mæðra og inngrip í fæðingar eftir því hvar heilbrigðar konur, í eðlilegum meðgöngum ætluðu sér að fæða, þegar fæðing hófst. Ljósmæðrastýrðar einingar utan sjúkrahúsa: 11.282 Ljósmæðrastýrðar einingar innan sjúkrahúsa: 16.710 Þverfræðilegar fæðingar- deildir: 19.706 Heilbrigðar konur, eðlileg meðganga, einburi, gengnar ≤ 37 vikur. Útilokaðar: Konur sem ætluðu í eða fóru í keisaraskurð áður en fæðingin hófst, óvæntar heimafæðingar. Konur, sem völdu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, upplifðu síður inngrip í fæðinguna en konur sem völdu að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum. Þær fyrrnefndu voru líklegri til að fæða eðlilega heldur en konur sem ætluðu að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum. Ekki var marktækur munur á útkomu barna eftir því hvort mæður þeirra ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu eða þverfræðilegri fæðingardeild. Davis o.fl. (2011). Nýja-Sjáland Afturskyggn ferilrannsókn Gæðamat: 7/8 Hefur áætlaður fæðingarstaður áhrif á fæðingarmáta og fjölda inngripa í fæðingar hjá heilbrigðum konum í umsjón ljósmæðra á Nýja-Sjálandi? Ljósmæðrastýrðar einingar utan sjúkrahúsa: 2.877 Þverfræðilegar fæðingar- deildir: 11.503 Heilbrigðar konur, eðlileg meðganga, í umönnun ljósmæðra, gengnar 37-42 vikur, sjálfkrafa sótt, höfuðstaða. Útilokaðar: Ef heilsufarsvandi var til staðar eða vandamál í fyrri fæðingum. Leiðrétting: Aldur, fjöldi fyrri barna, kynþáttur og reykingar Konur sem ætluðu að fæða á þverfræðilegum fæðingardeildum voru líklegri til þess að fara í keisaraskurð, þurfa áhaldafæðingu og önnur inngrip heldur en konur sem ætluðu sér að fæða heima eða á ljósmæðrastýrðum einingum. Eide o. fl. (2009) Noregur Framskyggn ferilrannsókn MAStARI: 8/8 Að bera saman inngrip í fæðingar hjá heilbrigðum konum sem byrjuðu fæðingu á ljósmæðrastýrðri einingu inni á sjúkrahúsi í samanburði við heilbrigðar konur sem byrjuðu fæðingu á þverfræðilegri fæðingardeild sjúkrahúss Ljósmæðrastýrð eining inni á sjúkrahúsi: 252 Þverfræðilegar fæðingar- deildir: 201 Heilbrigðar frumbyrjur í eðlilegri meðgöngu sem uppfylltu skilyrði til þess að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu. Útilokaðar: Konur sem óskuðu eftir mænurótardeyfingu strax við komu á sjúkrahúsið. Aldur, reykingar, menntun og hjúskaparstaða. Ekki var marktækur munur á keisaraskurðum og áhaldafæðingum eftir hópunum. Konur, sem völdu að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild, voru líklegri til að þurfa spangarklippingu. Fleiri konur, sem lögðust á fæðingardeildina, fengu mænurót- ardeyfingu, pudentaldeyfingu eða notuðu glaðloft. Homer o.fl. (2014) Ástralía Afturskyggn ferilrannsókn MAStARI: 7/8 Að bera saman útkomu nýbura og mæðra þeirra og inngrip í fæðingar eftir því hvar konurnar ætluðu sér að fæða, þegar fæðing hófst. Ljósmæðrastýrðar einingar inni á sjúkrahúsi: 14.483 Þverfræðilegar fæðingar- deildir: 242.936 Fæðing á gagnasöfnunartímabilinu, einburi, höfuðstöða, sjálfkrafa sótt, gengnar minnst 37 vikur. Útilokaðar: Konur sem fóru í valkeisara- skurð, barnið fæddist áður en komið var á sjúkrahús, engin mæðravernd, fyrri saga um keisaraskurð, ef barnið var greint með fæðingargalla, gangsetning eða ef barnið dó á fyrstu viku vegna fæðingargalla. Aldur, meðgöngulengd og fjöldi fyrri barna. Konur, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu eða heima, voru marktækt líklegri til að fæða eðlilega en konur sem ætluðu að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild. Fyrrnefndu konurnar voru líklegri til að fæða sjálfkrafa um leggöng en hópurinn sem ætlaði að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild. Þær voru jafnframt ólíklegri til að þurfa áhaldafæðingu eða keisaraskurð. Minni líkur voru á inngripum í fæðinguna hjá konum sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu eða heima. Ekki var marktækur munur á spangaráverkum eftir hópum. Ekki var marktækur munur á alvarlegum útkomum nýbura. Laws o. fl. (2010) Ástralía Afturskyggn ferilrannsókn Gagnasöfnun: 2001-2005 MAStARI: 7/8 Að nota sama gagnasafn og notað hafði verið í ástralskri rannsókn frá árinu 2007. Þar hafði útkoma fæðinga verið flokkuð eftir fæðingarstöðum, en í þessari rannsókn var útkoma fæðinga flokkuð eftir áætluðum fæðingarstað. Ljósmæðrastýrðar einingar inni á sjúkrahúsum: 22.232 Þverfræðilegar fæðingar- deildir: 475.791 Heilbrigðar konur á aldrinum 20–34 ára, gengnar 37-41 viku, nýburi ≥ 2500gr, einburi, höfuðstaða. Útilokaðar: Konur með háþrýsting, sykursýki, meðgönguháþrýsting, meðgöngusykursýki. Meðgöngulengd, aldur konu og kynþáttur. Konur, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu, þurftu síður inngrip en konur sem ætluðu að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild. Fyrrnefndu konurnar voru ólíklegri til að þurfa gangsetningu, spangarklippingu, keisaraskurð eða áhalda- fæðingu. þær voru hins vegar líklegri til að fá þriðju eða fjórðu gráðu rifu. Fullburða börn kvenna, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, voru ólíklegri til þess að þurfa að leggjast inn á vökudeild heldur en börn heilbrigðra kvenna sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild. Ekki var marktækur munur á útkomu barna eftir því hvar konurnar ætluðu sér að fæða. Laws o. fl. (2014) Ástralía Afturskyggn ferilrannsókn með paraðan saman- burðarhóp. MAStARI: 7/8 Að skoða útkomu kvenna sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum í New South Wales, Ástralíu Ljósmæðrastýrðar einingar inni á sjúkrahúsum: 14.707 Þverfræðilegar fæðingar- deildir: 29.414 Inntökuskilyrði: Einburi, sjálfkrafa sótt, meðgöngulengd ≥37 vikur. Leiðrétting: Aldur, fjöldi fyrri barna, fæðingarland, félagsleg staða, heilsufar fyrir meðgöngu, reykingar á meðgöngu og sjúkratrygging Konur, sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu, voru ólíklegri til að fá mænurótardeyfingu, til að þurfa áhaldafæðingu eða keisaraskurð, til að þurfa spangarklippingu, fá þriðju eða fjórðu gráðu rifu eða blæða eftir fæðingu. Þessi munur var marktækur. Overgaard o. fl. (2011) Danmörk Framskyggn ferilrannsókn með paraðan saman- burðarhóp MAStARI: 8/9 Að bera útkomu kvenna og barna og inngrip í fæðingar hjá heilbrigðum konum sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum utan sjúkrahúsa saman við útkomu heilbrigðra kvenna sem ætluðu sér að fæða á þverfræði- legum fæðingardeildum sjúkrahúsa Ljósmæðrastýrðar einingar utan sjúkrahúsa: 839 Þverfræðilegar fæðingar- deildir: 839 Sjálfkrafa sótt, gengnar 37–41viku + 6d, engir áhættuþættir á meðgöngu. Fjöldi fyrri barna, , reykingar, líkamsþyngdarstuðull, aldur, kynþáttur, menntun, starf og hjúskaparstaða. Helstu niðurstöður voru þær að konur, sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, voru ólíklegri til að fá hríðaörvun, þurfa áhaldafæðingu, keisaraskurð eða meira en 500 ml eftir fæðinguna. Konurnar, sem ætluðu að fæða á ljósmæðrastýrðum einingum, voru líka líklegri til að fæða sjálfkrafa og vera með heila spöng eftir fæðinguna. Ekki var marktækur munur á útkomu nýbura eftir fæðingarstöðunum. Thornton o.fl. (2017) USA Afturskyggn ferilrannsókn MAStARI: 7/8 Að bera líkur á keisaraskurði hjá heilbrigðum konum í sjálfkrafa sótt, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðrastýrðri einingu utan sjúkrahúsa, saman við sambærilegan hóp kvenna sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingar- deild á sjúkrahúsi. Einnig var ætlunin að bera saman útkomu nýbura eftir hópunum. Ljósmæðrastýrðar einingar utan sjúkrahúsa: 8776 Þverfræðilegar fæðingar- deildir: 2527 Heilbrigðar konur, 37 vikur gengnar, sjálfkrafa sótt. Aldur, fjöldi fyrri fæðinga, kynþáttur, greiðslumáti, hjúskaparstaða, upphaf mæðraverndar, meðgöngulengd og fæðingarþyngd. Minni líkur voru á keisaraskurði hjá konum, sem ætluðu sér að fæða á ljósmæðra- stýrðri einingu, heldur en hjá konum sem ætluðu sér að fæða á þverfræðilegri fæðingardeild en munurinn var lítill. Rannsóknin hafði ekki nægilegan styrk til að sýna marktækar niðurstöður á alvarlegum útkomum nýbura. Tafla 1 – Yfirlit yfir rannsóknir og einkenni þeirra

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.