Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 36

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 36
36 Kerstin Uvnäs Moberg „Áhrif oxýtósíns á nýbakaða móður er eitt af undraverkum náttúrunnar“ Kerstin er fædd í Lundi í Svíþjóð árið 1944. Hún lærði læknisfræði og lauk síðar doktorsprófi í lyfjafræði. Í upp- hafi starfaði Kerstin sem læknir en þegar börnin voru orðin tvö urðu árekstrar á milli starfs og fjölskyldulífs. Þar sem þau hjónin voru bæði læknar í vaktavinnu ákvað Kerstin að söðla um og snúa sér að vísindastörfum. Hún átti seinna eftir að rekast á fleiri veggi sem kona og móðir, til dæmis þegar styrkur sem hún hafði fengið til sérnáms í Bandaríkj- unum var afturkallaður eftir að í ljós kom að hún væri móðir og þar að auki með lítil börn. En þó að barneignir hafi lokað einum dyrum fyrir þessari merkilegu vísindakonu opnuðu þær aðrar. Kerstin hefur lýst því að við það að verða móðir, ganga með fjögur börn, fæða þau og vera með þau á brjósti hafi vaknað innra með henni spurningar um þau lífeðlislegu öfl sem lægju að baki þeim miklu breytingum sem hún upplifði á eigin líð- an, hegðun og hugsun. Hún var sannfærð um að þar kæmi við sögu einhvers konar meðfætt líffræðilegt kerfi sem styddi við nýbakaðar mæður (og foreldra) og hjálpaði þeim að takast á við þetta nýja hlutverk. Oxýtósín átti eftir að verða lykilþáttur í rannsóknum hennar en á þessum tíma var lítið vitað um hormónið annað en áhrif þess á samdrátt í legi og að það kæmi við sögu í mjólkurframleiðslu móður. Kerstin átti eftir að umbylta þeirri þekkingu á næstu áratug- um og er enn að. Kerstin hefur gert margar tímamóta rannsóknir á sínum ferli, oft í samvinnu við ljósmæður, fæðingar - og barna- lækna. Rannsóknir hennar hafa fyrst og fremst snúið að margslungnu hlutverki oxýtósíns á lífeðlisfræði kvenna, fæðingar, brjóstagjöf, tíðarhvörf og tengslamyndun en einnig að almennum áhrifum þess á vellíðan, umhyggju og traust. Rannsóknir hennar hafa aukið þekkingu á horm- óninu og áhrifum umhverfisþátta á virkni þess til muna og þannig verið mikilvægt mótvægi við vaxandi tækni- og sjúkdómsvæðingu í barneignarþjónustu síðustu ára- tugi. Þær hafa rennt stoðum undir mikilvægi ótruflaðrar fæðingar, húð við húð snertingar milli móður og barns og ró, næðis og trausts á fæðingarstað. Að sögn Kerstinar hefur skilningur okkar á oxýtósíni breyst síðstu áratugi frá því að vera einungis mjólkur- og samdráttarhormón yfir í vera líka móðurhormón, ástarhormón og hormón heilsu og vellíðunar. Kerstin og samstarfsmenn hennar hafa sett fram þá kenningu, byggða á rannsóknum sínum, að oxýtósín hafi ekki bara áhrif á þeirri stundu sem það er losað heldur geti endurtekin losun þess haft langvarandi og mótandi áhrif á taugakerfi okkar og hugsun. Í upphafi níunda áratugarins var Kerstin gagnrýnd fyrir að vera of upptekin af líffræðilegum mun kynjanna sem væri hamlandi fyrir konur – hún var uppnefnd líffræðilegur femínisti eða „legfemínisti“ sem vildi binda konur á klafa líffræðinnar. Sjálf segir hún að tilgangur eigin rannsókna hafi hins vegar verið að sýna fram á að þær sterku tilfinn- ingar sem koma fram þegar kona fær barn sitt í fangið og verður móðir sé meðfætt undraverk náttúrunnar og hafi tilgang í stærra samhengi. Ásamt vísindastörfum hefur Kerstin skrifað fjölda bóka sem gefnar hafa verið út um allan heim. Segja má að verk hennar hafi gegnt mikilvægu hlutverki í því að byggja sterkan vísindalegan grunn undir þá aldagömlu reynsluþekkingu sem hugmyndafræði ljós- mæðra byggir á. Portrett: Ragnhildur Jóhannsdóttir
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.