Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 41

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 41
41 sem árangursrík geðheilbrigðisþjónusta fyrir þenn- an viðkvæma hóp skiptir miklu máli. Fyrst og fremst vegna þess að leggja þarf áherslu á þau fjölmörgu vandamál sem mæðurnar geta staðið frammi fyrir eins og félagslegri einangrun, aukinni læknisfræði- legri og fjárhagslegri byrði, auknu svefnleysi og auk- inni streitu milli foreldranna (Klock, 2004; Wenze og Battle, 2018). Stuðningur við tvíburaforeldra og hlutverk ljós- mæðra Í þróuðu ríkjunum hefur verið búinn til fjöldinn all- ur af leiðbeiningum sem tengjast umönnun kvenna sem ganga með og fæða tvíbura. Umfangsmestu leiðbeiningarnar sem notaðar hafa verið eru frá bresku stofnuninni NICE (2019) og hér á landi er stuðst við þær leiðbeiningar en Landspítalinn hefur einnig gefið út fjöldann allan af gæðaskjölum sem ætluð eru heilbrigðisstarfsfólki. Einnig hafa verið gefnir út svokallaðir fróðleiksmolar Heilsugæslu Höfuðborgarsvæðisins þar sem m.a. er að finna vinnuleiðbeiningar sem fjalla um tvíburameð- göngur þegar um er að ræða meðgönguvernd á heilsugæslustöð (Heilsugæslan, 2016). Niðurstöður rannsókna hafa sýnt fram á mikil- vægi samfellu og samræmis í umönnun kvenna sem ganga með tvíbura og þarf umönnunarþjónustan að fela í sér teymisvinnu sérfræðinga sem sam- anstanda af sérhæfðum fæðingarlækni, sérfræði- ljósmóður og sónarlækni sem öll hafa reynslu og þekkingu á fjölburameðgöngum. Íhuga ætti að vísa flóknum málum til sérfræðinga í fósturlækningum og huga ávallt að viðeigandi og nákvæmri upplýs- ingagjöf og tilfinningalegum stuðningi sem þarf til að draga úr streitu og kvíða (Bricker, 2014; Bryan, 2005). Konurnar í viðtölunum upplifðu báðar líkamlega fylgikvilla á tvíburameðgöngum sínum m.a. með- göngueitrun og meðgöngusykursýki. Þó höfðu þessir fylgikvillar ekki áhrif á andlega líðan þeirra þar sem þær upplifðu öryggistilfinningu í meðgöngu- vernd Landspítalans, sem fól í sér þétt eftirlit með góðum stuðningi frá ljósmóður og öðru heilbrigðis- starfsfólki ásamt reglulegum fósturgreiningum. Hér má sjá tilvitnun frá Erlu: Ég fann kannski bara einu sinni fyrir því [áhyggj- um] á þessari meðgöngu. Og mér finnst af því að það er alltaf verið að tala um áhættumeðganga, Þrennir tvíburar: Efst frá vinstri eru Sara Henny H. Arnbjörnsdóttir og Rebekka Pálsdóttir en niðri eru Rakel Pálsdóttir og Klara Jenný H. Arnbjörnsdóttir (höfundur greinar) með þær Hrafntinnu og Móeiði Jónsdætur.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.