Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 48

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 48
48 Ég missti hluta af sjálfri mér og tilheyrði ekki ljósmæðra- samfélaginu lengur Upplifun ljósmæðra af því að hætta störfum við fæðingar í kjölfar alvarlegra atvika í starfi Jóhanna Ólafsdóttir, ljósmóðir við Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi Sigfríður Inga Karlsdóttir, ljósmóðir og dósent við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri Útdráttur Alvarleg atvik í starfi geta haft neikvæð áhrif á líðan ljósmæðra og rannsóknir hafa sýnt að ljósmæður sem upplifa slíkt eru líklegri til að hverfa frá störfum heldur en þær sem hafa ekki lent í slíkum atvikum. Tilgangur rannsóknarinnar var að afla upplýsinga um upplifun ljósmæðra af því að hætta störfum við fæðingar í kjölfar þess að þær upplifa alvarlegt atvik í starfi. Rannsóknarspurningarnar voru tvær; hver er upplifun ljósmæðra af því að hætta störf- um við fæðingar í kjölfar alvarlegs atviks í starfi og hver var upplifun ljósmæðra af veittum stuðningi í kjölfar alvarlegs atviks í starfi? Rannsóknarsniðið var eigindlegt og stuðst var við aðferð Vancouver-skól- ans í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru valdir með tilgangsúrtaki. Tekin voru 12 viðtöl við sjö ljósmæð- ur, eitt til tvö viðtöl við hverja þeirra með opnum viðtalsramma. Greind voru þemu út frá frásögnum ljósmæðranna og varð yfirþema rannsóknarinnar nefnt; þetta lifir með manni, alltaf. Meginþemu voru sjö það er: stuðningur eða stuðningsleysi; ekki nógu sterk til að standa með sjálfri mér; að missa hluta af sjálfum sér eða verða maður sjálfur á ný; tækifæri til að læra; aðstæður og fyrri reynsla spilar inn í upp- Ritrýnd fræðigrein, tengiliður: inga@unak I lost a part of myself and felt like I did not be- long to the midwifery community: Midwives experience of quit working on labour ward after attending traumatic childbirth

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.