Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 51

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 51
51 Val á þátttakendum Við val á þátttakendum var upphaflega notast við tilgangsúrtak ljósmæðra sem hætt hafa störfum í kjölfar alvarlegs atviks í starfi á fæðingardeildum. Óskað var eftir þátttöku ljósmæðra með tölvu- pósti sem sendur var á allar ljósmæður sem eru í Ljósmæðrafélagi Íslands og auglýsing birt á spjall- síðu ljósmæðra á fésbókinni. Þær ljósmæður sem áhuga höfðu á að taka þátt í rannsókninni sendu tölvupóst á rannsakanda sem annaðist gagna- öflun. Á þennan hátt fengust fjórar ljósmæður til þátttöku. Þar sem ljóst var að fleiri þátttakendur þyrfti til, svo að heildarmynd af fyrirbærinu fengist, var skipt yfir í snjóboltaúrtak. Á þann hátt fengust þrjár ljósmæður til viðbótar í rannsóknina en ein ljósmóðir sem talað var við hafnaði þátttöku. Þátt- takendur í rannsókninni voru alls sjö. Önnur skilyrði fyrir þátttöku voru að geta tjáð sig á íslensku og að sex mánuðir að lágmarki væru liðnir frá atviki. Samkvæmt Vancouver-skólanum er mikilvægt að þátttakendur séu ekki staddir í miðri reynslu heldur geti litið til baka og miðlað af reynslu sinni þegar ákveðið jafnvægi hefur náðst og ígrundun farið fram (Sigríður Halldórsdóttir, 2013b). Gagnaöflun og gagnagreining Úrvinnsla viðtalanna var samkvæmt rannsóknarferli Vancouver-skólans. Ekki reyndist nauðsynlegt að fá leyfi Vísindasiðanefndar fyrir rannsókninni en hún var tilkynnt til persónuverndar. Tekin voru eitt til tvö djúpviðtöl við hvern þátt- takanda og alls urðu viðtölin tólf. Öll viðtölin voru hljóðrituð og fóru fram á stað að vali þátttakenda. Við upphaf allra viðtalanna fengu þátttakendur af- hent kynningarbréf og þátttakendum var kynntur réttur þeirra til að hætta þátttöku í rannsókninni, en þátttaka í viðtalinu gilti sem upplýst samþykki fyrir þátttöku. Viðtölin voru opnuð með spurningunni: „Getur þú sagt mér hvaða atvik varð til þess að þú hættir að vinna við fæðingar“ og stuðst var í fram- haldinu við fyrirframgerðan viðtalsramma auk þess sem svörum þátttakenda var fylgt eftir. Gagnaöflun fór fram á tímabilinu janúar til mars 2019 og tók fyrsti höfundur öll viðtölin. Þátttakendum var kynnt við upphaf viðtals möguleiki á viðtali við fagaðila, sálfræðing, ef viðtalið eða upprifjun á erfiðu atviki hefði slæm áhrif á líðan þeirra. Enginn viðmælenda nýtti sér að ræða við sálfræðing í kjölfar viðtalsins. Öll viðtöl voru hljóðrituð og rituð orðrétt upp. Báð- ir höfundar komu að greiningu gagna, annar þeirra með mikla reynslu af gagnagreiningu í eigindleg- um rannsóknum, en þau voru greind með aðferð Vancouver skólans þar sem reynt var að komast að kjarnanum í reynslu ljósmæðranna og út frá því sett fram greiningarlíkan (Mynd 1). Vegna þess hversu fámenn stétt ljósmæður á Íslandi er er ekki gefinn upp aldur ljósmæðranna, starfsaldur þeirra, hvar þær störfuðu þegar atvikið varð sem leiddi til þess að þær hættu störfum, né hversu langt var liðið frá því að atvikin áttu sér stað. Ljósmæðurnar sem tek- in voru viðtöl við störfuðu á þrem fæðingarstöðum á landinu. Niðurstöður Í þessari rannsókn var markmiðið að fá innsýn í upplifun ljósmæðra af því að hætta störfum við fæðingar í kjölfar alvarlegra atvika í starfi, ásamt því að skoða sérstaklega hver upplifun ljósmæðr- anna var af stuðningi í kjölfar áfallsins. Afleiðingar atvikanna á skjólstæðinga voru mismiklar en allar ljósmæðurnar lýstu atvikum þar sem þær höfðu metið aðstæður þannig að líf móður og/eða barns var í hættu. Útkoma atvikanna var breytileg eða allt frá því að enginn skaði varð og allt til þess að atvik leiddi til dauða barns. Greind voru þemu út frá frásögnum ljósmæðr- anna og varð yfirþema rannsóknarinnar nefnt; þetta lifir með manni, alltaf, sem vísar til þess að atvikið, afleiðingar þess og ákvarðanir ljósmæðra í kjölfar atviksins höfðu, á einn eða annan hátt, áhrif á bæði líf þeirra og líðan til langframa. Meginþemu voru sjö það er: stuðningur eða stuðningsleysi; ekki nógu sterk til að standa með sjálfri mér; að missa hluta af sjálfum sér eða verða maður sjálfur á ný; tækifæri til að læra; aðstæður og fyrri reynsla spilar inn í upplifunina; endalaust álag í vinnu fer illa með mann og að lokum, áfallið og áhrifin þegar frá líður. Stuðningur og stuðningsleysi Fyrsta meginþemað lýsir upplifun ljósmæðranna af þeim stuðningi eða stuðningsleysi sem þær upp-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.