Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 57

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 57
57 upplifðu mikla vanlíðan og vonleysi og aftur fannst þeim þær standa að einhverju leiti einar í áfallinu. Einhverjar höfðu þegar upplifað einkenni kulnunar áður en til alvarlegs atviks kom í starfi. Aðrar fundu einkenni kulnunar í kjölfar alvarlegs atviks en streita, álag og krefjandi vinnuumhverfi hafa verið sterkir áhættuþættir kulnunar í starfi og allir þekktir innan fæðingardeilda (Tyssen, 2018; Hoffman, 2018; Fi- abane o.fl., 2013). Í rannsókninni kom fram að fimm af sjö ljósmæðrum sem rætt var við, höfðu einhvern tímann fyrir atvikið hugsað til þess að hætta að starfa við fæðingar og tengdu þá hugsun sína oft- ast við að vera ósáttar við mikið álag, erfiðar vinnu- aðstæður og þreytu. Aðeins ein ljósmæðranna var komin af stað með það ferli að skipta um vinnu- stað þegar hún verður fyrir alvarlegu atviki í starfi. Áhugavert er að bera þetta saman við rannsóknar- niðurstöður Leinweber o.fl. (2017) en þar kom fram að sterk fylgni væri á milli þess að hafa áður hugsað til þess að breyta um starfsvettvang og að þróa með sér áfallastreituröskun í kjölfar upplifunar alvarlegs atviks í starfi. Fjölmargar rannsóknir hafa fjallað um áhrif og af- leiðingar mikils álags, áfalla í starfi, ófullnægjandi stuðnings, lítillar stjórnar á vinnuumhverfi og erfið- leika við að samræma vinnu og einkalíf en þessir þættir eru þeir sem oftast eru nefndir sem ástæð- ur þess að ljósmæður hugsi til þess að færa sig til í starfi (Hammig, 2018; Spiby o.fl., 2018; Leinweber o.fl., 2017; Whalberg o.fl., 2016). Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja þetta einnig en eins og áður hefur komið fram var ljósmæðrum tíðrætt um mikið álag, lítinn stuðning og áhrif mikillar vakta- byrði á andlega og líkamlega líðan og fjölskyldulíf. Tilfinning rannsakenda er sú að það alvarlega atvik sem ljósmæður urðu fyrir og úrvinnsla þess hafi að- eins verið dropinn sem fyllti mælinn og hafi orðið til þess að ljósmæður annað hvort völdu eða voru ekki hæfar vegna afleiðinga atviksins og úrvinnslu þess að snúa aftur til vinnu. Niðurstöður annarra rann- sókna skila sambærilegum niðurstöðum en skoða þarf hvaða þættir eru verndandi gegn áfallastreitu og alvarlegum afleiðingum áfalla á ljósmæður ásamt því að vinna markvisst að eflingu ljósmæðra sem getur unnið gegn brotthvarfi þeirra úr starfi (Whalberg o.fl., 2019; Nightingale o.fl., 2018). Nýta mætti niðurstöður rannsóknarinnar til þess að skipuleggja stuðning við ljósmæður, setja upp gæðaskjöl sem stuðst væri við í kjölfar þess að þær lenda í alvarlegu atviki í starfi. Þannig væri ákveðið úrvinnsluferli tryggt og haldið væri skipulega utan um þær ljósmæður sem lenda í alvarlegu atviki á fæðingardeildum landsins. Ályktanir Að yfirgefa starf sitt í kjölfar alvarlegs atviks í starfi hefur gríðarleg áhrif á líf og líðan ljósmæðra. Skapa þarf styðjandi og hvetjandi umhverfi fyrir ljósmæður sem upplifa áföll í starfi og gefa rými til úrvinnslu og bata. Jafnvel mætti grípa boltann enn fyrr á lofti og kenna markvisst hver einkenni áfallastreitu eru, kenna hversu mikilvægur stuðningurinn er við áföll og að horfa þurfi til hverrar ljósmóður fyrir sig. Huga þarf að starfsumhverfi ljósmæðra en mikið álag, ófullnægjandi mönnun og óraunhæfar kröfur auka líkur á starfstengdum kvillum, veldur óöryggi í starfi og að ljósmæður yfirgefi starf sitt. Þakkir Þakkir fá þær hugrökku ljósmæður sem deildu sög- um sínum, upplifun, líðan og reynslu í þágu okkar allra. Heimildir Björg Sigurðardóttir og Ólöf Ásta Ólafsdóttir. (2014). Þekking og reynsla ljósmæðra af axlarklemmu í fæðingu. Ljósmæðrablaðið, 92(2), 7-12. Cohen, R., Leykin, D., Golan-Hadari, D. og Lahad, M. (2017). Exposure to traumatic events at work, posttraumatic symptoms and professional quality of life among midwives. Midwifery, 50, 1-8. doi:10.1016/j. midw.2017.03.009 Coughlan, B. Powell, D. og Higgins, M. F. (2017). The second victim: A review. European Journal of Obstetrics & Gynecology and Reproductive Biology, 213, 11-16. doi:10.1016/j.ejogrb.2017.04.002 Favrod, C., Jan du Chêne, L., Soelch, C. M., Garthus- Niegel, S., Tolsa, J., Legault, F., ... og Horsch, A. (2018). Mental health symptoms and work-related stressors in hospital midwives and NICU nurses: A mixed methods study. Frontiers in Psychiatry, 9, 1-12. doi:10.3389/ fpsyt.2018.00364 Fenwick, J., Lubomski, A., Creedy, D. K. og Sidebotham, M. (2018). Personal, professional and workplace factors that contribute to burnout in Australian midwives. Journal of Advanced Nursing, 74(4), 852-863. doi:10.1111/ jan.13491 Fiabane, E., Giorgi, I, Sguazzin, C, og Argentero, P. (2013). Work engagement and occupational stress in nurses

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.