Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 72

Ljósmæðrablaðið - dec 2020, Qupperneq 72
72 um hverja fæðingu. Þó ljósmóðurhéraðið hafi verið fámennt voru þar nokkrar barnmargar fjölskyldur og einnig var hún stundum fengin til að vera á ýmsum bæjum Inndjúpshreppanna í einhvern tíma áður en konur væntu sín. Síðasta barninu tók hún á móti í Unaðsdal 1962. Ljósmóðirin í Snæfjallahreppi var oft fengin til að binda um sár og aðstoða við veikindi. Nokkrum sinnum þurfti hún að kippa í liðinn, þegar fólk fór úr liði. Það þurfti oft að vaka yfir börnum þegar farsóttir gengu. Barnadauði var algengur um alda- mótin 1900 og fyrr. Kíghósti og aðrar farsóttir voru hættulegir smitsjúkdómar fyrir börn. Oft var leitað til ljósmóðurinnar í veikindum, ekki síst til að sinna börnum. Í sambýlinu í Dal fór mamma oft í neðri bæinn til Guðrúnar. Ég var viðstaddur þegar Lilja í Dal, um ársgömul, var með kíghósta, hætt að geta andað og orðin helblá þegar mömmu tókst loks að hjálpa henni til að ná andanum. Heyrði ég þá talað um að skíra barnið skemmri skírn. Helgi varð stundum að rjúka með börnin út til að bjarga þeim með andardráttinn, þegar þessi kíghóstafaraldur gekk. Ljósmóðirin átti jafnan eitthvað af meðala- dropum: kamfórudropa, verk- og vindeyðandi, laxerolíu, joð, lísol, spritt o.fl., sem var notað í þá daga, og ópíum-dropa ef mikið lá við. Einnig átti hún glerkoppa, notaðir til að koppa við gigt. Það var gert með því að hita loftið í koppnum yfir kerti, skella honum svo á holdið og láta hann sogast fastan. Oftast voru látnir margir koppar á mjöðm eða bak, stundum kom fyrir að þeir festust óþyrmi- lega og náðust seint af bláu holdinu. Þetta sá ég oft gert í gamla bænum í Dal, en minna eftir að við komum á Lyngholt. Eftir að búið var að koppa var stundum notaður bíldur, hann var lagður á holdið og smellt úr honum mörgum stuttum blöðum til að særa inn fyrir skinnið og hleypa út blóði. Slíkar „læknisaðgerðir“ voru lagðar niður á 4. áratugn- um, en bíldurinn er til ennþá. Áður fyrr þurftu menn að bera þungar og illa lagaðar byrðar og reyna á bakið við setningu báta, svo það sótti að mar og gigt við slíka atvinnuhætti. Ekki vissi ég til að bíldurinn væri notaður við blóðtöku úr veikum börnum, eins og gert var á 19. öld. Langamma mín, Salbjörg Guðmundsdóttir, kom með lausnarstein frá Breiðafirði, sem mamma fékk eftir hennar daga og hafði alltaf í ljósmóðurtöskunni, en ég held að hann hafi aldrei verið notaður við barnsfæðingar. Þessi lausnarsteinn er til ennþá og er varðveittur hjá Salbjörgu Engilbertsdóttur barnabarni Salbjargar Jóhannsdóttur. Salbjörg yngri er doula og hefur notað lausnarsteininn við fæðingarhjálp. Salbjörg Jóhannsdóttir gegndi ljósmóður- embætti til 1986, en flutti þá til Ísafjarðar og leigði íbúð á Hlíf, dvalaríbúðum aldraðra. Þegar ljós- móðirin var 70 ára skrifaði hún sýslumanni bréf og minnti á að hún væri komin á aldur til að hætta. En hann svaraði því til að það myndi engin sækja um þó staðan væri auglýst og því best að hún héldi bara áfram að gegna ljósmóðurstöðunni. Hún fékk full ljósmóðurlaun greidd úr sýslusjóði alla tíð og síðustu ljósmóðurlaunin fékk hún níræð, kr. 36.306 í árslaun. Margt hefur breyst á mannsævi. Heimildir: „Ljósmóðir á Snæfjalla- og Langadalsströnd – Salbjörg Jóhannsdóttir segir frá ljósmóðurstörfum sínum.“ Sveinn Víkingur skráði. Óbirt handrit í vörslu höfundar. „Nú geta menn veitt sér það sem þeir vilja. En eru þeir ánægðari?“ Eðvarð T. Jónsson ræðir við Salbjörgu Jóhannsdóttur, ljósmóður í Snæfjallahreppi.“ Vestfirska fréttablaðið - 34. tölublað (19.12.1980), bls. 18-19. Hjalti Jóhannsson: „Salbjörg Jóhannsdóttir á Lyngholti“ Morgunblaðið - 219. tölublað (30.09.1986), bls. 50-51. Engilbert S. Ingvarsson: „Ljósmóðurstörf á liðinni öld“. Vest- urland – jólablað 2013, bls. 7. Engilbert S. Ingvarsson: Undir Snjáfjöllum. Snjáfjallasetur, 2007 og 2016. Lausnarsteinn sem Salbjörg Guðmundsdóttir, amma Salbjargar Jóhannsdóttur, átti. Hún gaf Salbjörgu Jóhannsdóttur hann sem aftur gaf hann Salbjörgu Engilbertsdóttur, sonardóttur sinni, sem er doula.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.