Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 78

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 78
78 valda á því að þeir séu flóttamenn í raun og veru og bíða niðurstöðu umsókna sinna um slíkt. Þeir eru því í hálfgerðu millibilsástandi um það hvort þeir fái áfram að dvelja í landinu sem flóttamenn eða hvort þeim verði hugsanlega vísað úr landi ef umsókn þeirra er á endanum hafnað. Rauði krossinn hefur í þessu samhengi undir- ritað samning við velferðarráðuneytið um al- mennan stuðning við flóttafólk hérlendis til þess að aðstoða það við að fóta sig í nýju landi. Samkvæmt tölum frá Rauða krossinum sóttu 867 einstaklingar um alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2019. Þetta eru heldur færri en árin á undan en á móti kemur að aðstæður fólks sem hingað koma virðast fara versnandi að mati þeirra sem veita þjónustu. Ljóst er því að aukinn stuðning- ur er nauðsynlegur, sérstaklega til þeirra sem eru í viðkvæmri stöðu. Við sem þjóð höfum ríkar alþjóðlegar skyldur gagnvart þeim sem eru skilgreindir flóttamenn. En stjórnvöld bera líka skyldur til hælisleitenda sem eru alþjóðlega skilgreindir sem „viðkvæm- ur hópur“. Umfram þessar „skilgreiningar“ er jafnframt áríðandi að hafa í huga að fólk sem eru hvorki hælisleitendur né flóttamenn – og/ eða hafa séð umsókn sína um hæli hafnað – eiga rétt á grundvallarmannréttindum og mannúð burtséð frá lagalegri stöðu. Alla jafna geta stjórnvöld vissulega (en þurfa ekki) vísað fólki úr landi þegar umsókn um hæli hefur ver- ið hafnað. Það má hins vegar ekki gera með hvaða hætti sem er. Svo lengi sem fólk dvelur á Íslandi - með eða án dvalarleyfis - ber stjórn- völdum skylda til að tryggja að það sæti ekki illri, ómannúðlegri eða ósanngjarnri meðferð sem manneskjur, burtséð frá lagalegri stöðu. Þá skal hlúa alveg sérstaklega að viðkvæmum einstaklingum eins og t.d. ófrískum konum. Við berum öll ábyrgð – góð sam- vinna allra er lykilatriði Umsækjendur um alþjóðlega vernd koma margir hverjir frá átakasvæðum þar sem heil- brigðisþjónusta er í molum. Þar er mæðra- og ungbarnavernd oft ábótavant, bólusetningar takmarkaðar og iðulega hefur orðið rof á með- ferðum við langvinnum sjúkdómum. Undir- liggjandi heilsufarsvandamál hafa jafnan ekki verið greind og/eða hafa versnað á þeim tíma sem einstaklingurinn hefur verið á flótta. Kon- ur sem eru hælisleitendur hafa oftar en ekki gengið í gegnum miklar þolraunir og þurfa dygga aðstoð. Iðulega er gríðarlegt vantraust til stjórnvalda fyrir hendi af slæmri reynslu. Að auki eru oft bæði tungumálamúrar sem og ólík menningarleg viðmið sem þarf að taka tillit til. Heilbrigðisþjónusta fyrir þennan hóp verður að vera einstaklingsmiðuð og tryggja þarf skilvirk samskipti með hjálp túlka ef þörf er á. Á Landspítalanum hefur í þessu samhengi verið talað fyrir aukinni samvinnu við aðrar stofnanir sem veita umsækjendum um alþjóð- lega vernd stuðning. Innan spítalans er starf- andi nefnd sem vinnur að bættri þjónustu fyrir þennan hóp. Sú vinna var í góðum farvegi en vegna COVID faraldursins þurfti að fresta því að ákveðnu verklagi yrði komið á laggirnar. Ein af hugmyndum nefndarinnar var að koma upp tengiliðakerfi á milli ólíkra deilda Landspítalans og þeirra lykilstofnana sem sinna hælisleitend- um til að tryggja heildstæða heilbrigðisþjón- ustu. Hlutverk tengiliða yrði þá meðal annars að veita upplýsingar til viðkomandi stofnana varðandi sjúklinga þegar við á til að bæta þjónustuna. Þetta gæti hugsast sem aðstoð við útskrift, endurkomur, göngudeildarþjón- ustu og eftirfylgd. Þannig mætti halda utan um heilbrigðisþjónustu hvers og eins og aðstoða fólk við að fóta sig betur í nýju kerfi í nýju landi. Þetta yrði að sjálfsögðu gert að uppfylltum persónuverndarlögum og þagnarskyldu starfs- manna. Allar ófrískar konur og nýorðnar mæður eru okkar skjólstæðingar Hælisleitendur geta oft upplifað gríðarlega ein- angrun og sársaukafulla bið eftir að umsóknir þeirra eru afgreiddar. Ófrískar konur geta ein- angrast alveg sérstaklega og liðið ýmsar and- legar jafnt sem líkamlegar þjáningar, óöryggi og kvíða í þögn og vanmætti. Það er því til mik-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.