Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 92

Ljósmæðrablaðið - Dec 2020, Page 92
92 6. Björk Steindórsdóttir, Sigrún Kristjánsdóttir, Esther Nieuwschepen og Carola J. M. Groenen “Strong Women Make Strong Midwives”: Rannsókn á áhrifum ljósmæðra á eðlilegar fæðingar, mikilvægi jafningjastuðnings og notkun samfélagsmiðla. 7. Berglind Hálfdánsdóttir, Ólöf Ásta Ólafsdóttir, Elke Slagt-Tichelman og Leonie D. Welling: “Enhancing leadership in midwifery curricul- um on promoting normal birth”: Rannsókn á þróun og innleiðingu námslínu í ljósmóður- námi til að efla leiðtogahlutverk miðlun þekkingar á samfélagsmiðlum og stuðning við eðlilegt barneignarferli. 8. Inga María Hlíðar Thorsteinson og Rodante van der Waal: “Contractions: The Politics of Midwifery”: Áhugaverðir hlaðvarpsþættir um heitt um- ræðuefni og pólitík í ljósmóðurfræði sem eru aðgengilegir á Apple, Spotify og Overcast. 9. Steina Þórey Ragnarsdóttir og Erna Kerkhof: “Positive Birth Stories”: Myndbönd með enskum texta um jákvæðar fæðingarsögur á Íslandi og í Hollandi. Framtíðin Twinning Up North samstarfinu er formlega lokið og það skilur eftir sig margbreytilegt efni sem hægt að skoða s.s. vefsíður, myndbönd, fræðsluefni, rann- sóknir og hlaðvarpsþættir. Einnig verður Twinning Up North kynning á ICM ráðstefnunni sem verður á Balí í 30. maí – 3. júní 2021 á rafrænu formi. Það er ljóst að þetta var ekki venjulegt verk- efni fyrir ljósmæðurnar sem tóku þátt. Fyrir utan tengslin sem mynduðust á milli íslenskra og hol- lenskra ljósmæðra mynduðust einnig ný tengsl milli íslensku ljósmæðranna sem ekki hefðu annars orðið. Það var dýrmæt reynsla að vera hluti af þess- um fjölbreytta hóp. Þessu ferðalagi er ekki lokið fyrir íslensku tvíburana þar sem samvinna og vina- bönd eru komin til að vera.    Myndir úr teboðinu.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.