Ljósmæðrablaðið

Årgang

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 94

Ljósmæðrablaðið - dec. 2020, Side 94
94 og tengslum móður og barns. Orðið tengsla- myndun sennilega ekki til, allavega ekki notað. Börnin eru á vöggustofum og keyrð inn til mæðr- anna á fjögurra tíma fresti yfir daginn til að fara á brjóst og tekin jafnharðan út aftur og gefinn peli ef þurfa þykir. Mjólkurvigtun er helsti mælikvarði á það hvort barnið fái nóg. Margar konur vita þó betur, bæði mæður og ljósmæður, sérstaklega þær sem hafa tengsl við lífið í sveitinni. En stofn- anareglum ber að fara eftir. Á næturnar eru börn- in á vöggustofum og böðuð upp úr Physohexi sem er sótthreinsandi sápa vegna Pemphigus, sem er blöðrumyndandi húðsýking og er nokkuð algeng. Sængurlegan er 7-8 dagar og þeim sem fór að leiðast og vildu fara fyrr heim er gert að skrifa undir að þær tækju ábyrgð á því. Those were the days - ef til vill byrjaði ég í fyrradag en ekki í gær? Þetta breyttist svo smám saman, þekking og tækni þróuðust en oft fannst manni þekking ná að verða ansi gömul áður en hægt var að inn- leiða hana og það var ekki alltaf þrautalaust. Oft þurfti að fara á skjön við venjur og reglur stofn- unar ef þær samrýmdust ekki nýjustu þekkingu, og það gekk á ýmsu. Fljótlega kom fyrsta ómsjáin og þá voru mon- itorar farnir að tínast inn. Vökudeildin hóf starf- semi og byrjað var að nota mænurótardeyfingu hægt og rólega árið 1976. Síðan hélt tölvuöldin innreið sína og er enn að þenjast út eins og al- heimurinn. Þróun spítalaþjónustu og umhverfis var í takt við þróun í heiminum og mikill og góð- ur árangur náðist á ýmsum sviðum fæðinga- og nýburaþjónustu sem vert er að gleðjast yfir og aldrei má vanþakka. Á árunum 1985-1995 eru miklir umbrotatím- ar. Háværar raddir fara að heyrast víða um heim sem vilja leggja áherslu á náttúrulegri fæðingar og manneskjulegra fæðingarumhverfi og að draga úr venjum sem hafa hindrandi áhrif á eðli- legan framgang fæðingar og brjóstagjafar. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin gaf út á þessum tíma ýmsar ráðleggingar þar að lútandi. Brjóstagjöf var á undanhaldi í heiminum með alvarlegum afleiðingum fyrir líf og heilsu barna og mæðra og brýnt þótti að snúa þeirri þró- un við. Við ramman reip var að draga þar sem peningasterk fjölþjóðafyrirtæki sem framleiddu næringu fyrir ungbörn höfðu betri aðgang að foreldrum með beinum og óbeinum auglýsing- um og áróðri heldur en fagaðilar. Þekkingu fag- aðila var einnig ábótavant. Auðveldara var að fá fé til rannsókna á vöru sem hægt væri að selja og fá ágóða af en til rannsókna á brjóstagjöf þar sem ágóðinn er óbeinni. En skilningur var að verða til á áhrifum brjóstagjafar á heilsu, um- hverfi og hagkerfi þjóða og mikilvægi þess að taka það með í reikninginn. Ljósmæður á Íslandi tóku þessu ákalli fagnandi og tóku til óspilltra mála við að taka til í sínum faglega ranni. Fram- sækin fæðingarfræðsla þróaðist á þessum tíma og breyttist úr því að vera upplýsingar um virkni þjónustugjafans yfir í að virkja frumkrafta kon- unnar. Grasrótarhreyfingar spruttu upp og margt í starfsemi sjúkrahúsa var gagnrýnt. Vissulega var rýnt til gagns og margt breyttist. Áhersla varð á brjóstagjöf og litlar heimilislegar einingar fyrir fæðingar án áhættuþátta. Í Reykjavík var rekið fæðingarheimili í þeim anda frá 1960. En einmitt þegar þessi krafa var sem háværust var heimilinu lokað í nafni hagræðingar og starf- semin sameinuð Landspítala. Brjóstaráðgjafanám kom til sögunnar. Í upp- hafi voru það mæður sem höfðu lent í erfiðleik- um með brjóstagjöf og ekki fengið stuðning fagaðila sem leituðu eftir slíkri menntun. Þær stofnuðu samtök og gáfu út fréttabréfið Mjólk- urpóstinn og var hann þyrnir í augum margra í byrjun og boðskapurinn talinn til öfga. En ung- anum tókst að kenna hænunni og nú hefur fjöldi ljósmæðra og hjúkrunarfræðinga bætt þessari menntun við sitt nám. Samstarfshópur um málefni brjóstagjafar var stofnaður árið 1992. Fulltrúar frá Landspítala, heilsugæslunni og Embætti landlæknis stilltu saman strengi sína með það markmið að sam- ræma upplýsingar og vinnubrögð og kynna nýja þekkingu. Þessi hópur stóð meðal annars fyrir námskeiðum þar að lútandi fyrir starfsfólk er veitti þessa þjónustu bæði á höfuðborgarsvæð- inu og landsbyggðinni og var ferðast um landið með námskeiðin. Sængurlega styttist og ljósmæður fóru að

x

Ljósmæðrablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.