Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 95

Ljósmæðrablaðið - des. 2020, Síða 95
95 sinna konum í sængurlegu heima sem sjálfstæð- ir verktakar með samning við sjúkratryggingar. Á Landspítalanum var síðan unnið að því að efla brjóstagjöf og auka samveru móður og barns og að lokum var vöggustofunni lokað. Innan Landspítala hóf MFS einingin starfsemi sem var ljósmæðrastýrð þjónusta fyrir foreldra í eðlilegri meðgöngu, fæðingu og sængurlegu með áherslu á samfellda þjónustu og var hún vinsæl meðal foreldra. Sú eining lagðist síðan af og Hreiðrið var sett á laggirnar sem var ljós- mæðrastýrð fæðingareining innan Landspítal- ans. Hreiðrið var síðan sameinað fæðingarvakt Landspítala og þar er sífellt unnið að því að efla allt er stuðlar að eðlilegum fæðingum og að þær verði áfram á ábyrgð ljósmæðra. Vatnsfæðingar ruddu sér til rúms. Fyrst þótti þetta óhugsandi og algert glæfraspil en þær eru nú orðnar eðlilegur valkostur í fæðingum víðast hvar. Heimafæðingum fer fjölgandi en um tíma höfðu þær nánast lagst af. Síðan Fæðingarheimili Reykjavíkur var endan- lega lokað árið 1995 hafa ljósmæður lagt mikið á sig til að koma sambærilegri starfsemi aftur af stað og nú höfum við Björkina - fæðingarstofu og 9 mánuði – heilsumiðstöð á höfuðborgar- svæðinu þar sem ljósmæður veita fjölbreytta þjónustu. Öryggi móður og barns og velferð fjölskyldunnar er og verður alltaf leiðarljósið á þessari vegferð faglegrar þróunar. Samvinna fagaðila er veita þjónustuna er grundvallaratriði svo vel takist til. Ljósmæðranámið þróaðist í tveggja ára nám eftir hjúkrunarnám sem síðan fluttist yfir á há- skólastig 1995. Ljósmæðrastéttin hefur alltaf leitast við að efla menntun í takt við tímann og meisturum og doktorum í stéttinni fer fjölgandi. Ljósmæðrafélagið hefur að mestu séð um viðhaldsmenntun ásamt heilbrigðisstofnunum og stendur fyrir fræðslufundum og ráðstefnum um það sem efst er á baugi á hverjum tíma. Nú eru námskeið og ráðstefnur einnig í boði víða sem ljósmæður eru duglegar að sækja bæði innanlands og utan. Frá því að vera nánast bókalaust starfsum- hverfi hefur starfsvettvangur minn flust fram á upplýsingartækniöld þar sem alheimsnetið er opið hverja stund og Fylgjan vasabókin með helstu minnispunktunum sem var manni til halds og trausts er liðin tíð. Snemma í náminu lærði ég þessa vísu: Höfuð stendur hátt í grind samdráttur er sterkur Á útvíkkun er engin mynd en andskoti mikill verkur. Við þessu veitum við í dag Latentfasameð- ferð. Ætli ég endi við Indlandsstrendur eins og skipin þegar þau hætta að sigla? Því svo sannarlegahef ég siglt í faglegum ólgusjó og stigið ölduna. Fylgju-app ljósmæðra í dag.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.