Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 20202 Fyrir skemmstu greip Matvæla­ stofnun til aðgerða gegn óleyfilegri notkun á tilteknum erlendum afurðaheitum. Stofnunin beindi þá tilmælum til nokkurra mat­ vælafyrirtækja að stöðva notkun afurðaheita á matvörum sem njóta alþjóðlegrar verndar samkvæmt milliríkjasamningi. Einar Örn Thorlacius, lögfræð­ ingur hjá Matvælastofnun, segir að aðgerðirnar beinist gegn tveimur afurðaheitum, „Feta“ og „Beyonne“. Ekki sé hægt að nota þessi for­ eða viðskeyti á heitum á íslenskum mat­ vörum, osti og skinku, eins og tíðk­ ast hefur. „Framleiðendur hafa tekið ábendingum Matvælastofnunar vel. Þetta ætti að vera horfið úr hillum matvöruverslana eða um það bil að hverfa. Í einhverjum tilfellum var veittur frestur svo ekki þyrfti að henda miklu magni af umbúðum. Sá frestur er þó um það bil að renna út,“ segir Einar Örn. Tvö vernduð íslensk afurðaheiti hafa ekki fengið vernd í Evrópu Milliríkjasamningur um gagnkvæma vernd afurðaheita hefur verið í gildi milli Íslands og Evrópusambandsins síðan 1. maí 2016 og byggir hann á lögum um vernd afurðaheita sem vísa til uppruna, landsvæðis eða hefðbundinnar sérstöðu, númer 130/2014. Íslendingar eiga tvö vernduð afurðaheiti, „Íslenskt lambakjöt“ og „Íslensk lopapeysa“ sem gert er ráð fyrir að hljóti sambærilega alþjóðlega vernd. Að sögn Einars hefur slík vernd dregist. „Í lögum nr. 130/2014 um vernd afurðaheita o.fl. er sérstakur kafli (V. kafli) um vernd heita erlendra afurða á Íslandi. Um vernd íslenskra afurðaheita erlendis fer eftir ákvæðum samnings milli Íslands og Evrópusambandsins um vernd landfræðilegra merkinga landbúnaðarafurða og matvæla. Í 10. grein samningsins er fjallað um sameiginlega nefnd sem hefur það hlutverk að sjá um rétta framkvæmd samningsins og ber ábyrgð á tiltekn­ um hlutum sem taldir eru upp í grein­ inni. Dregist hefur að koma þessari nefnd á laggirnar og það skýrir hvers vegna það hefur ekki verið gengið endanlega frá evrópskri vernd á þeim afurðum sem verndar njóta á Íslandi. Unnið er að því að ganga endanlega frá skipan nefndarinnar.“ Einar Örn segir að nýlega hafi Matvælastofnun borist þriðja íslenska umsóknin um vernd á ákveðinni afurð. Hún sé í vinnslu hjá stofnuninni. „Umsóknirnar hafa það sem af er reynst færri en ætlað var þegar lögin voru samin. Starfshópurinn sem samdi frum­ varp til laga um vernd afurðaheita gerði ráð fyrir að innan við 10–15 umsóknir myndu berast fyrstu 5–10 árin ef frumvarpið yrði að lögum. Lögin tóku gildi í árslok 2014 og verða því senn liðin sex ár frá því þau tóku gildi.“ Eftirlitið í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga „Þar sem eftirlit með vernd af­ urðarheita er samkvæmt lög­ unum að stórum hluta í höndum heilbrigðisnefnda sveitarfélaga stefnir Matvælastofnun að ítarlegri kynningu á þessu máli fyrir fram­ kvæmdastjórum heilbrigðisnefnd­ anna nú í haust. Einnig þarf að semja leiðbeiningar. Ég flutti reyndar stutta kynningu á þessu máli fyrir þessum aðilum á reglulegum samráðsfundi Matvælastofnunar og heilbrigðis­ nefndanna fyrir tveimur árum en síðan þá hefur lopapeysan bæst við en þess má geta að samkvæmt lögunum er eftirlit með vernd þess afurðaheitis í höndum heilbrigðisnefndanna en ekki Matvælastofnunar. Þessi mál öll hafa því farið frekar hægt af stað á Íslandi en gera má ráð fyrir að það muni breytast,“ segir Einar Örn Thorlacius. /smh FRÉTTIR Septemberuppboð Kopenhagen Fur: Þokkaleg sala en verð enn of lágt – að mati formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda – 60% íslenskra skinna frá 2019 seld Skinnauppboði Kopenhagen Fur lauk í síðustu viku en það var síð­ asta skinnauppboð ársins 2020. Rúm 88% af skinnum sem í boði voru seldust og er það mun betri sala en á uppboðunum undanfar­ ið. Þrátt fyrir þokkalega sölu var verðið það sama og á þarsíðasta uppboði og enn undir kostnaðar­ verði. „Miðað við þær tölur sem ég hef séð er söluprósentan á þessu uppboði sú skásta á árinu,“ segir Einar Eðvald Einarsson, formaður Sambands íslenskra loðdýrabænda og bóndi að Syðra­Skörðugili í Varmahlíð. „Það seldust yfir 88% af skinnun­ um, sem er 12% meira en á þarsíð­ asta uppboði þegar 76% skinna í boði seldust en salan fór niður í 8% skinna þegar verst lét á fyrri hluta ársins og einu uppboði var alveg aflýst. Þannig að söluprósentan hefur lagast í gegnum árið en skinnaverðið er óbreytt frá síðasta uppboði en verðið á árinu í heild er mjög lélegt og langt undir framleiðslukostnaði.“ Skinnaverð langt undir framleiðslukostnaði Lokaverð á skinni til íslenskra bænda á árinu er innan við þrjú þúsund krónur og stuðningur ríkis­ ins er metinn á eitt þúsund krónur. Framleiðslukostnaðurinn er aftur á móti um fimm þúsund krónur á hvert skinn. Það er því ljóst að loðdýra­ bændur eru að tapa á framleiðslunni og slíkt gengur ekki til lengdar. 60% íslenskra skinna frá 2019 seld Einar segir að um 60% af íslenskum skinnum sem framleidd voru árið 2019 séu seld en restin flyst milli söluára sem birgðir. „Við sitjum því uppi með um 40% skinna sem áætlað var að selja á þessu ári og alla fram­ leiðslu þessa árs.“ Styrkjum ekki úthlutað nema að hluta Íslenska ríkið ákvað fyrr á þessu ári að styrkja loðdýrabændur um 80 milljónir króna vegna minnkandi eft­ irspurnar á skinni vegna COVID­19. Ákveðið var að styrkurinn færi í gegnum fóðurstöðvarnar og nýtist minkabændum sem niðurgreiðsla á fóðri. Einar segir að því miður gangi hægt að fá peningana greidda út og það sé þessa stundina einung­ is búið að greiða út 30 milljónir af þeim 80 sem til stendur að leggja til á þessu ári og von sé á restinni seinna á árinu. „Við náttúrlega treystum því að stjórnvöld og landbúnaðarráðherra standi við það sem þau segjast ætla að gera. Stuðningurinn sem felst í niðurgreiðslu upp á 80 milljónir króna, bæði á þessu ári og því næsta, er lífæð greinarinnar í dag og því nauðsynlegt að hún haldi.“ Markaðurinn sleginn í rot „Ástandið vegna COVID­19 undanfarna mánuði hreinlega sló skinnamarkaðinn á árinu í rot. Það stoppaði allt, skinnaframleiðslufyr­ irtæki drógu verulega úr og sum hættu hreinlega að kaupa hráefni og það kom niður á bændum. Þetta er í rauninni það sama og með mikið af sam bærilegri vöru sem notuð er í veislum, til gjafa, spari eða á ferðalögum. Samkomu­ og ferðastoppið um heim allan er að valda verulegum samdrætti í sölu á þessum vöruflokkum og því breytta neyslumynstri sem fylgir þeirri hegðun fólks sem nú er í gangi vegna COVID­19.“ Nýtt uppboð í febrúar „Næsta uppboð er í febrúar 2021 og ég held að það sé alveg sama hvernig menn snúa peningnum þá ráði næsta ár úrslitum um hvort við og fjöldi annarra loðdýrabænda í Evrópu getum haldið starfseminni gangandi áfram eða ekki. Mikill samdráttur verður eftir árið í ár en ef greinin verður ekki orðin sjálfbær í lok næsta árs þá sé ég illa fyrir mér að hún geti haldið áfram. Það getur enginn framleitt vöru langt undir kostnaðarverði til lengdar. En það er líka sorglegt að gefast upp fyrr en að fullreyndu, og því viljum við taka slaginn til loka árs 2021 með stuðn­ ingi ríkisins og vona að ástandið í heiminum færist til betri vegar á þeim tíma,“ segir Einar. /VH Einar Eðvald Einarsson. Frá skinnauppboði Köbenhagen Fur fyrir tíma COVID-19. Mynd / HKr. Matvælastofnun grípur til aðgerða gegn óleyfilegri notkun á erlendum afurðaheitum: Dregist hefur að virkja alþjóðlega vernd fyrir íslenskar afurðir Comac sótthreinsitæki Kynntu þér hvernig þetta virkar á comac.is Grensásvegi 16, Rvk. ✆ 445-4885 vortexvelar.is comac.is Einar Örn Thorlacius. „Íslenskt lambakjöt“ var fyrsta ís- lenska verndaða afurðaheitið. Hreindýraveiðum lokið: Alls voru 1.264 dýr felld í ár Seinasti veiðidagur haustveiða var sunnudagurinn 20. septem­ ber. Kvóti þessa árs var 1.325 dýr, 805 kýr og 520 tarfar. Felld voru 1.264 dýr og ekki náðist að fella 11 kýr og 2 tarfa af útgefnum kvóta sem veiða átti nú í haust. 48 kýr eru svo í úthlutuðum leyfum í nóvember á svæði 8 og svæði 9. Veiðarnar gengu vel þótt þær færu frekar rólega af stað. Mikið af kvótanum var felldur eftir 20. ágúst. Veðrið var veiðimönnum einstaklega hagstætt þetta veiði­ tímabilið og lítið um þoku. Síðustu vikur veiðitímans var veðrið gott á öllum svæðum. Alltaf er eitthvað um að leyfum sé skilað inn eftir að veiðitímabil hefst en byrja má að veiða tarfa 15. júlí og kýr 1. ágúst. Alls 74 einstak­ lingar þáðu leyfi sem þeim voru úthlutuð á biðlista eftir að veiðar hófust og 212 einstaklingum var boðið að taka leyfi. Fáum leyfum var skilað inn sem rekja má til sóttvarna eða takmarkana tengd­ um þeim. Nokkrir veiðileyfishaf­ ar búsettir erlendis skiluðu þó inn sínum leyfum af þeim sökum. /VH Hagstofan: Vöruviðskipti óhagstæð Verðmæti vöruútflutnings var 11,2 milljörðum króna meira í september 2020 en í september 2019, eða sem nemur 22,2% á gengi hvors árs. Útflutningur jókst í öllum greinum borið saman við sama tímabil fyrra árs. Verðmæti vöruútflutnings nam 61,6 milljörðum króna í september 2020 samkvæmt bráðabirgðatölum á vef Hagstofunnar og verðmæti vöruinnflutnings 65,4 milljörðum króna. Vöruviðskiptin í september, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 3,8 milljarða króna. Í september 2019 voru vöruvið­ skiptin óhagstæð um 19 milljarða króna á gengi hvors árs. Verðmæti vöruútflutnings var 11,2 milljörðum króna meira í september 2020 en í september 2019 eða sem nemur 22,2% á gengi hvors árs. Útflutningur jókst í öllum greinum borið saman við sama tímabil fyrra árs. Verðmæti vöruinnflutnings í september 2020 var 4 milljörð­ um króna lægra en í september 2019, eða 5,8% á gengi hvors árs. Lækkunina má aðallega rekja til minni innflutnings á eldsneyti. /VH
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.