Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 41
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 41 NYTJAR HAFSINS Hafró hefur dregið úr smáfiskafriðun – loksins Rauði þráðurinn í fiskverndar- stefnu Hafró hefur alla tíð verið að vernda smáfisk svo hann megi vaxa og dafna þannig að hann verði verðmeiri síðar. Auk stækkunar möskva í botnvörp- um hefur verið beitt svæðalokun- um og skyndilokunum í tæplega hálfa öld. Við bættist svo friðun hrygn- ingarþorsks árið 1993 í þeirri von að auka seiðaframleiðslu og nýliðun. Þetta svokallaða hrygn- ingarstopp er enn við lýði og varir yfirleitt í 2 vikur. Árangur alls þessa er sá að þorskafli hefur minnkað um meira en helming frá því sem hann var áður en fiskverndunin var tekin upp, en hún hófst að marki eftir að útlendingar hurfu af Íslandsmiðum 1976. Skyndilokunum hefur verið beitt í áratugi, eða allt síðan við fengum yfirráð yfir allri land- helginni. Miðað var við að friða skyldi 3 ára fisk og var svæðum lokað ef fjöldi fiska í afla undir 55 cm náðu 25%. Oft hefur þessi smáfiskaverndun verið gagnrýnd m.a. vegna þess að sums staðar gat smáfiskur undir 55 cm verið allt að 8 ára gamall. Auk þess voru færð rök fyrir því að rangt væri að skekkja stofnformið með því að veiða ofan af eins og sagt er, hlífa þeim smáa en veiða þann stóra. En Hafró hefur aldrei gert neina úttekt á gagnsemi skyndilokana eða smáfiskafriðunar. Því er gagnsemi skyndilokana ósönnuð með öllu. Nýlega var viðmiðunarmörkunum breytt svo nú þarf að hlutfall 55 cm þorsks að vera 50% eða meira til þess að það sé lokað, við það hefur dregið mjög úr þessum lokunum. Kaleikurinn, að gefa út skyndilok- anir, hefur nú verið tekinn af Hafró og færður til Fiskistofu og Hafró er ekki lengur stjórnvald. Hér er til- vitnun í frétt frá Hafró um flutning skyndilokana milli stofnana: Frá upphafi hefur Hafrannsóknastofnun sett á um 3.900 skyndilokanir „Fiskifræðingar Hafrannsókna­ stfnunar hafa staðið vaktir undanfarin ár og sett á skyndi­ lokanir í kjölfar mælinga Fiski­ stofu og Landhelgisgæslu. Tals­ verðar sveiflur hafa verið í fjölda skyndilokana frá upphafi en flestar voru þær árið 2012 eða 188. Skyndilokunum fækkaði mikið á síðasta ári og það sem af er þessu ári vegna breytinga á viðmiðunarmörkum sem gerð var 2019. Frá upphafi hefur Hafrannsóknastofnun sett á um 3.900 skyndilokanir, meirihluta til verndunar smáþorsks og flestar á línuveiðar.“ Fremur lítið um rannsóknir á áhrifum skyndilokana „Þrátt fyrir að skyndilokanir hafi verið veigamikill þáttur í stjórnkerfi fiskveiða á Íslandsmiðum í áratugi, þá er fremur lítið um rannsóknir á áhrifum þeirra aðgerða. Nýverið kom hinsvegar út ritrýnd grein um áhrif skyndilokana við að hindra veiðar á smáfiski (Woods o.fél. 2018). Helsta niðurstaða greinarinnar er að skyndilokanir séu gagnlegar til verndar smáfiski þegar veiðihlutfall er hátt. Hinsvegar þegar veiðihlut­ fall er hóflegt, líkt og nú er á flestum bolfiskstofnum, hafa skyndilokanir takmarkað gildi. Meðal annars í því ljósi lagði Hafrannsóknastofnun til hækkun á viðmiðunarmörkum árið 2017 í tillögu til starfshóps um fag­ lega heildarendurskoðun á reglu­ verki varðandi notkun veiðarfæra, veiðisvæði og verndunarsvæði á Íslandsmiðum um breytingu á við­ miðunarmörkum.“ Hér viðurkennir Hafró að hafa ekki gert sérstakar rannsóknir á þess- um róttæku aðgerðum en notist nú við greiningu, sem gerð var nýlega á gömlum gögnum. Þetta er óskilj- anlegur trassaskapur en menn hafa verið svo vissir um gagnsemi smá- fiskaverndar að þeir hafa ekki talið sig þurfa að rannsaka árangurinn. En víst er að kostnaðurinn af þessu fikti er gríðarlegur, tapaður afli, kostn- aður við allt eftirlit og óþægindi fyrir fiskveiðiflotann. Hálfrar aldar gagnslausar en hættulegar og dýrar aðgerðir. Væntanlega verður enginn dreginn til ábyrgðar, ekki einu sinni skammaður. Árið 2001, á tíma sem þorskurinn var að éta sig út á gaddinn vegna vanveiði, vildi Árni M. Mathiesen ekki hlusta á sjómennina, eins og sagði í Mogga: „TÖLUVERT hefur verið um skyndilokanir vegna smáfisks á helstu togslóðum fyrir Vestfjörðum, Norðurlandi og Austfjörðum á undanförnum mánuðum. Togaraskipstjórar hafa mótmælt lok­ ununum og segja þær gera skipum nær ókleift að stunda veiðar. Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra segir sterka þorskárganga á undan­ förnum árum gefa vonir um góða veiði á komandi árum en um leið verði að tryggja að árgangarnir skili sterkum hrygningarstofni.“ Rök hans voru ótrúlega þvælin Árni segir aukna smáfiskagengd flókið en um leið jákvætt vanda- mál að eiga við. Þorskárgangurinn frá árinu 1997 sé greinilega mjög sterkur en hins vegar sé ekki vitað hve sterkur hann er fyrr en hann kemur inn í veiðina. „Vandinn felst í því við verðum vitaskuld að halda áfram veiðum þó þessi sterki árgangur sé að koma inn í veiðina. Það er hins vegar minna af stærri fiski á veiðislóðinni en meira af smáfiski en oft áður. Það er því erfitt að veiða stærri fiskinn en forð­ ast um leið að veiða þann smærri. Jafnvel þar sem smáfiskurinn er blandaður við stærri fiskinn er kjör­ hæfni veiðarfæranna ekki nægilega þekkt. Við höfum fram til þessa beitt þeirri aðferð við verndun smáfisks að loka veiðisvæðum, líkt og gert hefur verið að undanförnu. Það leiðir skiljanlega til erfiðleika og aukins kostnaðar við veiðarnar. Við höfum reynt að útfæra þessar lokanir á skynsamlegan hátt, til dæmis með því gera aðferðirnar staðlaðari og hafa meira samræmi milli þess sem einstakir eftirlitsmenn eru að gera á miðunum.“ Þess má geta að á þessum árum vorum við í tómu tjóni, þorskaflinn rétt skreið yfir 200 þús. tonn og það komu engir sterkir árgangar inn í veiðina, þeir urðu hungurvofunni og sjálfátinu að bráð. En nú hefur þetta stjórnvald verið flutt frá Hafró en enn þarf að hlíta ráðgjöf þeirra í þessu efni eins og fleiru. Minna má á að enn er í gildi lúðufriðun, þar sem sleppa (henda) skal allri lífvænlegri lúðu, en sé henni landað rennur 80% í AVS rannsóknasjóðinn. Það er því ekki hvati sjá sjómönnum að landa lúðu, en íslenskir sjómenn eru þannig gerðir að þeir henda ekki ætum fiski og landa því lúðunni í skjóli nætur og koma henni í lóg til vina og vandamanna, sem eru farnir að fóðra ketti sína á lúðu. Þessi lúðu- friðun er að mínu mati algjör fífla- gangur vegna þess að lúða veiðist sem meðafli og hefur alltaf gert. Togarasjómenn henda ekki stórlúðu, landa henni en fá ekki nema 20% af verðinu, afgangurinn fer til Hafró eins og þeir segja. Vanveiði og verndun smáfisks hefur valdið miklu tjóni víðar en á Íslandi þar sem afrakstur þorsk- stofnsins hefur minnkað um helming miðað við frjálsa sókn fyrri tíma. Þorskveiðar í Eystrasalti eru bann- aðar, þar verður þorskur ekki stærri en 30-40 cm og er grindhoraður og ormafullur, og ekki eru menn gleggri á búskapinn þar en að þeir halda að friðun lækni ástandið. Í Færeyjum var mikil þorskgengd sl. 2-3 ár en menn spöruðu að veiða og nýjustu ralltölur sýna að þorskurinn er nær horfinn og það sem finnst er horfisk- ur, og stór ýsa er einnig grindhoruð. Jón Kristjánsson fiskifræðingur Hann er ekki sællegur þorskurinn í Eystrasalti. Eftir að Pólverjar gengu í ESB var sett á kvótakerfi og allt gert til að draga úr afla í verndunar- og uppbyggingarskyni. Þetta er árangurinn og öll þorskveiði er nú bönnuð – til þess að bjarga stofninum. Árin 2001 og 2002 voru mikil aflaár í Færeyjum. Hér er horaður línuþorskur sumarið 2003. Stjórnvöld brugðust ekki við með aukinni sókn, í kjölfarið fylgdi margra ára aflaleysi en ofveiði var kennt um. Jón Kristjánsson. Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Gabion grjóthleðslu körfur Nokkrar stærðir til á lager GABION KÖRFUR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.