Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 2020 7 LÍF&STARF Friðbjörn Björnsson, bóndi í Staðartungu í Hörgárdal, f. 1873, d. 1945, var einn albesti hagyrðingur síns tíma. Hvergi hef ég komist yfir neitt heildstætt af vísum hans, en sem betur fer er þó að finna vísur hans í tímaritum og bókum. Það sem lifir þáttar verða birtar vísur eftir Friðbjörn í Staðartungu. Eitt sinn fór trúboði um sveitina, Halldór að nafni. Hugðist hann umvenda bónda nokkrum er Þórður hét. Þá orti Friðbjörn: Hugsa ég það Halldóri harðsótt verði glíma. Að gera Þórð að guðsbarni getur kostað tíma. Friðbjörn var á ferðalagi og mætti manni sem rausaði mjög og óbærilega: Mikið þvældi þornagrér, þvaðri ældi framúr sér, kjaftinn skældi, kjálkaber, klárinn fældi undir mér. Þessa mergjuðu mannlýsingu formaði Friðbjörn í vísu: Krepptar að mér krumlur skók kauði einskis nýtur. Húfa, treyja, buxur brók, beinagrind og skítur. Nágranni Friðbjörns var sæmdur riddara- krossi og var sá harla drjúgur yfir. Friðbjörn kvað: Karli til um krossinn fannst, frá kónginum var hann fenginn. En fyrir hvað sú vegsemd vannst, það vissi nú bara enginn. Sveitungi Friðbjörns fór með sláturfé sitt til Akureyrar. Hann kom síðan heim með öll slátrin úr fénu en sagðist hafa selt alla hausana. Þá Friðbjörn heyrði af viðskipt- unum orti hann: Sigmundur í Seli er síst af öllu vitur; hraklegasta heim með sér höfuðið ‘ann flytur. Sami Sigmundur þurfti einhvern tímann að heiman. Var honum bent á að hafa fata- skipti, en hann vildi fara í gegningagall- anum, sem víst var farið að falla verulega á. Friðbjörn hlustaði á samtalið og lagði eftirfarandi til málanna: Sýnist mér að Sigmundi sæmi galli skrítinn. Hann er meir en helmingi hlýrri fyrir skítinn. Friðbjörn samdi við bónda einn um kaup á kú fyrir ákveðið verð. Annar bóndi kom hins vegar og bauð sjötíu krónum hærra, og fékk kúna. Þetta gramdist Friðbirni svo að hann orti: Orðheldnin er ýmsum hjá ekki í háu verði núna. Kristján seldi sína á sjötíu krónur- upp í kúna. Eftir kosningu fulltrúa á Sambandsþing orti Friðbjörn: Vina minna vitfirring varla spáir góðu, að kjósa og senda á Sambandsþing sjálfsálit í skjóðu. Og eftir einhverjar aðrar kosningar orti Friðbjörn: Illa kaustu, Manni minn, mér þótti það skitið hvernig blessuð brjóstgæðin bældu niður vitið. Friðbirni mun hafa þótt gott að fá sér í staupið: Verum kátir öls við ál, eyðum gráti og trega. Nú má láta sál við sál svigna mátulega. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 259MÆLT AF MUNNI FRAM Hlaðvarpið Havarí – samtal um lífræna rækt- un og framleiðslu, er komið úr sumarfríi og fór fimmti þáttur í loftið á Hlöðunni í byrjun vikunnar. Þátturinn að þessu sinni er helgaður ,,dönsku leiðinni“ svokölluðu, en það er sú leið sem Danir hafa farið í viðleitni sinni til að auka og efla lífræna framleiðslu og er sú leið leidd af sam- tökunum Lífræn Danmörk. Berglind Häsler er umsjónarmaður hlaðvarps Havarí og talar hún við Önnu Maríu Björnsdóttur. Anna María bjó í Danmörku í tíu ár og er mikil áhuga- kona um lífræna framleiðslu. Frá því í vetur hefur Anna María unnið að heim- ildamynd um líf- ræna framleiðslu á Íslandi og nú í sumar þvælst um landið og spjallað við framleiðendur. Hægt er að hlusta á hlaðvarp- ið á öllum helstu streymisveitum ver- aldarvefsins en auk þess má finna grein á vefsíðu Bændablaðsins, bbl.is, með uppskrift að þættinum. Ástand grunnvatns leiddi til heildrænnar stefnu Danir eiga heimsmetið í markaðshlutdeild á lífrænum vörum, sem er þó aðeins 12%. Anna María hefur kynnt sér ,,dönsku leiðina“ og sam- tökin Lífræn Danmörk sem leiða það verkefni. ,,Það sem ég veit um það er að Danir voru fyrstir í heiminum til að setja sér reglur um lífræna framleiðslu, svo settu þeir sér stefnu í kringum 1990 um að efla lífrænan landbúnað og lífræna framleiðslu. Þær upplýsingar sem ég hef fengið frá ýmsum er að þetta hafi sprottið upp úr neyð vegna þess að grunnvatnið var orðið svo mengað og það kemur mikið til úr nítrati úr tilbúnum áburði sem lekur niður í grunnvatnið – ástandið var orðið þannig að það voru ekki lengur til ómenguð vatnsból í Danmörku og þá þurftu þeir að setjast yfir þetta og leita lausna.“ Úr varð heildræn stefna sem teygði sig yfir alla stjórnsýsluna og langt út fyrir hana. Jafnframt var hrint af stað markaðsátaki. ,,Því þeir vissu að ef þeir ætluðu að efla lífrænan landbúnað þá þyrfti að vera markaður fyrir hann. Þannig að upplýsingamiðlun til neytenda var efld.“ Vill auka áhuga á lífrænni framleiðslu á Íslandi Áhugi Önnu Maríu á lífrænni framleiðslu jókst enn meira eftir að hún flutti aftur heim. Hún fann að hana langaði til að hafa áhrif og hjálpa til við að ýta undir áhuga hér á landi. Það var þá sem hún ákvað að vinna heimildamynd um efnið. Með því vildi hún jafnframt kanna hver staða lífrænnar framleiðslu sé á Íslandi og hvert við stefnum. ,,Hér eru aðeins í kringum 30 lífrænir framleiðendur af 3.000 að mér skilst. Það er auðvitað mjög lítið og þar af eru margir af þeim bændum sem hafa unnið að þessu í 30 ár og sumir þeirra eru farnir að íhuga að hætta, komnir á þann aldur, og þá hugsar maður auð- vitað, hver tekur við? Þessir bændur búa líka yfir mikilli vitneskju um íslenskar aðstæður og að eigin sögn hafa þeir svolítið synt á móti straumnum, í áratugi, og verið oft einir í sinni sveit – lífrænir. Mér finnst það mjög aðdáunar- vert og að sjá að á þessum 30 árum sem hér hefur verið stunduð lífræn ræktun þá erum við enn bara með 1%. Þetta hefur ekki aukist eins og í löndunum sem við berum okkur saman við þar sem lífræn framleiðsla fer vaxandi – sérstaklega á síðustu fimm árum. En við stöndum í stað og þá velti ég því fyrir mér að ef Ísland fylgir með þessari þróun, þ.e.a.s ef neytendur fara að kalla eftir lífrænum vörum í auknum mæli – þurfum við þá að snúa okkur að enn meiri innflutningi?“ Það sé því til mikils að vinna með því að efla lífræna framleiðslu á Íslandi. Við vinnslu á heimildamynd sinni komu umhverfismálin Önnu Maríu mest á óvart og hvað það er til mikið af vitneskju þarna úti um ágæti lífrænnar framleiðslu en hún hefur ekki skilað sér til neytenda, til almennings. ,,Það kannski vantar stundum þessa miðlun- arleið. Ég held að það eigi alveg við um allan heiminn en það hefur verið erfitt, hef ég komst að með mínum samtölum, að það virðist vera svolítið erfitt að fá fólk á þennan vagn og fá fólk til að hlusta,“ segir Anna María. Evrópusambandið hefur sett sér markmið um að hlutfall lífræns vottaðs lands verði 25% árið 2030 og Danir stefna enn hærra, 30%, og sama gildir um markaðshlutdeild á lífrænum vörum. Á Íslandi er hlutfallið 1% og hefur lengi staðið í stað en ekki hafa verið sett nein mark- mið um að hækka hlutfallið. Hægt er að lesa sér til um dönsku leiðina á vefsíðunni organicdenmark.com. Þess má geta að nú hefur átaksverkefni verið hrundið af stað hér á landi undir heitinu Lífrænt Ísland. Verkefnið er stutt af atvinnu- og nýsköpun- arráðuneytinu auk Bændasamtaka Íslands og það er VOR sem leiðir verkefnið. Hlaðvarp Havarí – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu, eru unnir í samstarfi við VOR, félag lífrænna framleiðenda og Bændablaðið. Anna María Björnsdóttir er viðmælandi Berglindar í Havarí hlaðvarpi. Þær ræða um lífræna ræktun í Danmörku og heimildamynd sem Anna vinnur nú að um lífræna framleiðslu á Íslandi. HLAÐVARP BÆNDABLAÐSINS Havarí hlaðvarp – samtal um lífræna ræktun og framleiðslu: Lífræn framleiðsla í hæstu hæðum í Danmörku – Anna María vinnur að heimildamynd um lífræna framleiðslu á Íslandi Kú í selfie-myndatöku á Neðra-Hálsi. Hvítkálsuppskera á lífrænu býli í Danmörku. Ólafur Dýrmundsson í viðtali fyrir heimilda- mynd Önnu Maríu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.