Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 34
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202034
Jukkutegund sem varð heims
fræg eftir að hljómsveitin U2
nefndi plötu sína ári 1987 The
Joshua Thee eftir henni gæti orðið
fyrsta plantan í heimi til að hljóta
sérstaka vernd vegna hækkandi
lofthita og hlýnunar jarðar.
Tegundin sem kallast Yucca
brevifolia vex villt í vestanverðri
Kaliforníu og talið er að hún hafi
komið á sjónarsviðið fyrir um 2,5
milljónum ár en nú er svo komið að
talið er að tegundin muni deyja út
verði ekkert gert til að bjarga henni.
Umhverfisverndar yfirvöld í
Kaliforníu hafa samþykkt að veita
tegundinni tímabundna vernd á
meðan skoðað hvað verndunarkosti
eru í stöðunni. Friðunin á meðal
annars koma í veg fyrir að jósúa-
jukkur verði feldar á sérstaks leyfis.
Þar sem jósúajukkur hafa
aðlagast ákveðnu loftslagi og
eyðimerkurjarðvegi í milljónir ára
er hægara sagt en gert að grafa
trén upp með rótum og flytja þau
og spírunar prósenta fræjanna er
lítil utan náttúrulegra heimkynna
plöntunnar.
Spálíkan sínir að einungir 0,2%
líkur eru á að þær jósúajukkur sem
núna eru í þjóðgarði sem tileinkaður
er tegundinni munu lifa áfram gangi
spár um loftlagsbreytingar næstu
ára eftir. Methiti mun hafa verið í
garðinum á líðandi sumri og fjöldi
planta auk jukkanna drepist auk
þess sem gróðurelda hafa valdið
miklum skemmdum á gróðri.
Þrátt fyrir bága stöðu tegundar-
innar hafa samtök fjármagnseigenda
og byggingaverktaka í Kaliforníu
mótmælt friðun hennar harðlega og
sagt að hún muni draga úr bygginga
framkvæmdum og valda efnahags-
legum skaða. /VH
UTAN ÚR HEIMI
Noregur:
Nýr 750 milljóna króna
sjálfbærnisjóður
– á að hjálpa norskum bændum varðandi sjálfbærni
Hugtakið sjálfbærni getur þýtt
ýmislegt en Gjensidige og Bænda
samtökin norsku hafa skilgreint
til ganginn með sjóðnum þannig að
hann eigi að ná til loftslags, dýra
velferðar og forvarna.
„Markmiðið með sjóðnum er að
hann á að leggja sitt af mörkum til
að fækka slysum í landbúnaði en á
sama tíma að stuðla að sjálfbærari
matvælaframleiðslu. Til að skil-
greina sjálfbæra matvælaframleiðslu
þarf hún að vera loftslagsvæn og
leggja áherslu á góða dýravelferð.
Bæði þessi þemu eru í fararbroddi
í opinberri umræðu nú um mundir.
Það er mikilvægt verkefni að fækka
slysum í landbúnaði eins og mögu-
legt er. Sjálfbærni og forvarnir eru
samtengd því fátt er jafn sjálfbært
eins og að forðast slys, sleppa því
að þurfa að byggja eitthvað upp
aftur og að koma í veg fyrir að dýr
drepist. Loftslagsbreytingarnar
munu óhjákvæmilega leiða af sér
meiri ofsaveður í framtíðinni og ef
við getum lagt okkar að mörkum
til að minnka losun frá landbúnaði
þá minnkum við einnig hættuna
á slysum,“ segir ábyrgðarfulltrúi
landbúnaðarmála hjá Gjensidige,
Anne Thorine Brotke.
Dýravelferð og brunavarnir
Í byrjun geta bændur sótt um pen-
inga úr sjóðnum til loftslagsráð-
gjafar, til námskeiða í dýravelferð
og uppfærslu á brunaviðvörunar-
kerfum. Loftslagsráðgjöfin felur
í sér ráð til að minnka losun frá
sveitabænum og hugsanlega auka
bindingu á kolefnum.
Námskeiðin í dýravelferð vísa í
dýraverndaráætlanir ásamt því að
taka á heilsu dýra og smitvörnum.
Þessi námskeið verða ekki eingöngu
í boði fyrir bændur. Frá og með 2025
verður 2G-farsímanetinu lokað í
Noregi en mörg brunaviðvörunar-
kerfi í landbúnaði styðjast við kerfið
í dag. Því geta bændur sótt um styrki
úr sjóðnum til uppfærslu á sínum
kerfum til að styðja við 4G-netið
sem tekur við af því eldra.
/ehg – landbruk.no
Jósúajukka hugsanleg fyrsta plantan til
að hljóta vernd vegna hlýnunar jarða
Júsúajukka í eyðimök í Kaliforníu.
Filippseyjar:
Ólögleg viðskipti með plöntur í
skjóli aðgerða gegn COVID-19
Yfirvöld á Filippseyjum
segja að vegna COVID 19
hafi áhugi á ræktun sjald
gæfra planta aukist og að
verslun með þær sé nú sem
aldrei fyrr.
Auknar sóttvarnir hafa
aukið þörf til að fólk hafi
í kringum sig gróður. Ekki
nægir öllum að hafa í kring-
um sig hefðbundnar potta-
plöntur sem hægt er að fá í
blómabúðum eða hjá vinum
og kunningjum eða fúla á
móti í næstu íbúð.
Ólögleg verslum með
sjaldgæfar og jafnvel plöntur
í útrýningarhættu hefur því aukist
mikið og á það sérstaklega við
um kjötætuplöntur. Þetta á ekki
síst við plöntur frá Filippseyjum
sem margar hverjar finnast
hvergi villtar annarsstaðar í
heiminum. Vegna aukinnar
eftirspurnar hefur verð á sjald-
gæfum plöntum þaðan hækkað
og óprúttnir plöntusalar ekki
hikað við að safna þeim í nátt-
úrunni og selja úr landi fyrir
rétt verð.
Yfirvöld hafa heitið því að
koma höndum yfir verslun-
in með því að auka eftirlit á
svæðum þar sem sjaldgæfar
plöntur vaxa, hækka sektir
fyrir brot á náttúruverndarlög-
um og herða refsiramman í
allt að tólf ára fangelsi fyrir
að versla með plöntur sem eru í
útrýmingarhættu. /VH
Eftirspurn eftir sjaldgæfum plöntum hefur aukist
samvar sóttkví vegna COVID 19.
Ruslahaugabakteríur sem brjóta niður plast:
Nýtt ensím eyðir plasti sex sinnum
hraðar en önnur ensím
Miklar vonir eru bundnar við nýtt
ensím sem eyðir plast sex sinnum
hraðar en önnur ensím sem hafa
verið notuð áður í sama tilgangi.
Tæknin byggir á ensímum sem
fundust í ruslahaugabakteríum
sem brjóta niður plast.
Rannsóknir á notkun ensímanna
gengur vel og talið er að hægt verði
að fara beita tækninni til endur-
vinnslu á innan við tveimur árum.
Plast og bómull
Ensímið byggir á ensímum sem
unnið er úr bakteríum sem fundust
í Japan og hafa þann eiginleka að
brjóta niður plast og gera það endur-
nýtanlegt. Rannsóknir benda einnig
til að hægt sé að blanda ensíminu
saman við ensím sem brjóta niður
bómull og að þannig megi hraða
niðurbroti á fatnaði sem búin er til
úr blöndu af plast og bómull. Í dag
er milljónir tonna af slíku efni hent
og endar sem landfylling.
Gríðarlegur mengunarvaldur
Tæknin byggir á því að blanda
saman tveimur ensímum sem bæði
fundust í bakteríum á ruslahaugum
í Japan árið 2016. Saman hafa ens-
ímin getu til að brjóta niður plast
mun hraðar en áður hefur þekkst.
Plast af öllu tagi og stærðum er
gríðarlegur mengunarvaldur um
allan heim, bæði á sjó og landi og
fólk jafnvel farið að anda að sér
örögnum af plasti.
Einn af kostunum við ensímið er
sagt vera að það brýtur niður plast
við lágt hitastig. Auk þess sem
vísindamenn telja að með áfram-
haldandi þróun megi hraða niður-
brotinu en freka. /VH
Tæknin byggir á því að blanda saman tveimur ensímum sem bæði fundust
í bakteríum á ruslahaugum í Japan
Í nýrri skýrslu Kewgrasa
garðs ins í London sem kallast
State of the World’s Plants and
Fungi 2020 og fjallar ástand
plantna og sveppa í heimin
um segir að aldrei fyrr hafi
lífhvolfi heimsins verið jafn
mikil hætta búinn og um þess
ar mundir og að ástandið eigi
eftir að versna verulega verði
ekkert að gert fljótlega.
Að gerð skýrslunnar komu
210 fræðimenn frá 97 stofnun-
um í 42 löndum og er hún ein sú
viðamest sem unnin hefur verið
um ástand plantna og sveppa í
heiminum.
Fáar tegundir í ræktun
Í skýrslunni kemur meðal
annars fram að árið 2019 hafi
1.942 nýjar tegundir plantna og
1.886 nýjar tegundir plantan verið
greindar í heiminum og að sumar
þeir gætu nýst sem uppspretta fæðu,
lyfja og timburs í framtíðinni.
Þar segir að þrátt fyrir að 7.039
tegundir plantna séu skráða sem
nytjaplöntur til átu sé samkvæmt
FAO, Matvæla og landbúnaðar-
stofnunnar Sameinuðu þjóðanna, eru
einungis 15 í stórræktun sem fæða á
alþjóðavísu.
Einnig er bent á að út frá sjónarmið
fæðuöryggis sé ekki gott að reyða
sig á svo fáar tegundir í ræktun.
Þá segir að af þeim um 2,500
plöntu tegundum sem rækta má til
framleiðslu á bíódísel sjái einungis
sex, maís, sykurreyr, soja, pálma-
olía, repja og hveiti, okkur fyrir um
80% framleiðslunnar.
Nauðsyn þekkingar í erfðafræði
Skýrsluhöfundar eru sammála
um að nauðsynlegt sé að auka
þekkingu á sviði erfðafræði
plantna og sveppa til að hægt sé
að tryggja aukna matvælafram-
leiðslu í heiminum.
2 af 5 tegundum í
útrýmingarhættu
Samkvæmt skýrslunni eru
tvær af hverjum fimm plöntu
og sveppategundir í útrým-
ingarhætti en árið 2016 var
samsvarandi tala ein á móti
fimm. Vegna þess er nauðsyn-
legt að auka rannsóknir á
plöntum og sveppum og
hætta eyðileggingu búsvæða
þeirra. Eins og staðan er í dag
er það kapphlaup við tímann
að bjarga fjölda tegunda úr
útrýmingar hættu. /VH
Ástand plantna og
sveppa í heiminum