Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 202030 LÍF&STARF MAKEathon nýsköpunarkeppnin: Pepperóní úr fiski og blóm- pappír úr beinum – voru vinningsafurðirnar sem unnar voru úr hliðarafurðum í sjávarútvegi Háskólinn á Bifröst bregst við stöðunni í atvinnumálum vegna COVID-19: Býður upp á „Námsglugga“ fyrir þá sem misst hafa vinnu Háskólinn á Bifröst hefur tekið upp viðbrögð vegna atvinnuástandsins sem skapast hefur vegna kórónu­ veirufaraldursins. Er fólki nú gef­ inn kostur á því að hefja nám í svo­ nefndum Námsglugga á seinni hluta haustannar. Stjórnendur skólans líta svo á að greiður aðgangur að háskólanámi geti skipt sköpum fyrir fólk sem misst hefur vinnu. Seinni lota haustannar hefst þann 19. október og býðst nemendum að skrá sig í stök námskeið gegnum símenntunarmiðstöð skólans. Um er að ræða námskeið bæði í grunnnámi og meistaranámi skólans og eru öll námskeiðin einingabær. Þátttakendur í námskeiðunum þurfa að uppfylla aðgangsviðmið háskóla en hugsunin er sú að þátt- taka í námskeiði geti orðið fyrsta varðan í háskólanámi viðkomandi á Bifröst. Strax um áramót geta nemar svo sótt um formlega skólavist á Bifröst og verða námskeiðin þá metin inn í námsferil viðkomandi nema. Þátttaka í námskeiði verður þannig eins og nokkurs konar gluggi þar sem fólki er gert kleift að hefja háskólanám með stuttum fyrirvara á miðri önn. Þeir nemendur sem ekki hefja formlegt nám við Háskólann á Bifröst fá skjal sem staðfestir þátt- töku í viðkomandi námskeiði. Boðið verður upp á eftirfarandi námskeið í Námsglugganum seinni hluta haustannar 2020: Grunnnám í félagsvísinda- og lagadeild • Íslensk stjórnmál 6 ECTS einingar. Kennari Eiríkur Bergmann prófessor. • Skapandi skrif og sala hug- mynda. 6 ECTS einingar. Kennari Ingibjörg Rósa Björnsdóttir. • Upplýsingatækni 4 ECTS einingar. Kennari Jón Freyr Jóhannsson lektor. Grunnnám í viðskiptadeild • Upplýsingatækni 4 ECTS einingar. Kennari Jón Freyr Jóhannsson lektor. • Markaðsfræði 1. 6. ECTS einingar. Kennari Ragnar Már Vilhjálmsson • Þjónustustjórnun. 6 ECTS einingar. Kennari Brynjar Þór Þorsteinsson lektor • Vinnusálfræði. 6 ETCS einingar. Kennari Arney Einarsdóttir dósent Meistaranám í félagsvísinda- og lagadeild • Húmor og jafnrétti í stjórnun. 6 ECTS einingar. Kennarar Sigrún Lilja Einarsdóttir dós- ent og Edda Björgvinsdóttir. • Menning, markaður og miðl- un. 6 ECTS einingar. Kennari Vilborg Soffía Kristinsdóttir. Áætlanagerð og verkefnastjórnun. • 6 ECTS einingar. Kennari Þórunn Sigurðardóttir. Meistaranám í viðskiptadeild • Alþjóðleg markaðsfræði. 6 ECTS einingar. Kennari Ragnar Már Vilhjálmsson. Vinnuréttur. • 6 ECTS einingar. Kennari Elín Blöndal. • Nánari upplýsingar og nám- skeiðslýsingar er að finna í náms- kennsluskrá Háskólans á Bifröst: https://ugla.bifrost.is. /HKr. Nýsköpunarkeppninni MAKE­ athon á Íslandi, sem gekk út á að finna lausnir til að bæta nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi, lauk formlega 18. september með loka­ athöfn og verðlaunaafhendingu. Tíu teymi kepptu með alls 50 þátt­ takendum og varð niðurstaðan að tvö lið voru útnefnd sigurvegar­ ar; SOS­hópurinn sem framleiddi eins konar „pepperóní“ úr fiskaf­ göngum og Otoseed­hópurinn sem framleiddi pappír úr fiskbeinum sem hefur þann eiginleika að upp úr honum spretta blóm, sé hann vökvaður. MAKEathon á Íslandi var í umsjón Matís og stóð yfir í eina viku á fjórum stöðum á Íslandi; Reykjavík, Akureyri, Neskaupstað og Bolungarvík/Ísafirði, þar sem þátttakendur með fjölbreyttan bak- grunn spreyttu sig á verkefninu „Hvernig getum við aukið verðmæti hliðarafurða í sjávarútvegi til að gera vinnsluna sjálfbærari?“ MAKEathon á Íslandi er hluti sambærilegra evrópskra viðburða sem eru rekin undir verkefninu MAKE-it, sem stofnað var af EIT FOOD – sem er hluti af undirstofn- un Evrópusambandsins. Í þessum verkefnum er lögð áhersla á sjálf- bærni og nýsköpun meðal annars í matvælaframleiðslu í Evrópu. Viðburðurinn fór að mestu fram með fjarfundarbúnaði og í gegnum samfélagsmiðla – og sömuleiðis lokaathöfnin. Verkefnið var unnið í nánu samstarfi við FabLab á Íslandi og gefur þátttakendum frábært tæki- færi til að kynnast nýsköpunarum- hverfinu betur og jafnframt tæki- færi til að þróa eigin vöru í kjölfar MAKEathon. /smh Frá vinnustofunni í Bolungarvík. Hópurinn Otoseed, sem gerði pappír úr fiskbeinum sem inniheldur fræ og hægt er að rækta blóm upp úr. Pappírinn sem Otoseed gerði. Árveknisátakinu Plast laus september lauk þann 30. september með málþingi í Veröld – húsi Vigdísar. Yfirskriftin var Frá upp­ hafi til enda – plastnotkun í íslenskri matvælafram­ leiðslu. Þar kom meðal annars fram að allar plastumbúðir frá bænd­ um innan Sölufélags garðyrkjumanna eru endurvinnanlegar. Sífelld endurskoðun á framleiðsluferlum og í umbúðaþróun Það var Sunna Gunnars Marteinsdóttir, samskiptastjóri MS, sem flutti erindi um þær aðgerðir sem þar hefur verið ráðist í – og stefnt er að – til að minnka plastnotkun. Hún sagði að af vinsælustu vöruflokkum þeirra í framleiðslu væru einungis tveir þeirra enn í plastumbúðum; ostur og skyr – annað væri mest í pappaumbúðum. Athugun fyrirtæk- isins leiddi í ljós að ekki væri slæmt að nota plast ef það væri einungis úr einnig tegund af plasti sem hægt væri að endur- vinna. Því fór í gang vinna hjá MS við að laga þær vörur, sem þurfa að vera í plastumbúðum, að þeirri niður- stöðu. Hjá Sunnu kom fram að bæði í fram- leiðsluferlunum og í umbúða- þróuninni væri sífelld endur- skoðun í gangi um það hvar megi minnka plast og hvernig því sé skilað á sem bestan hátt til endurvinnslu, sem ekki verður í bili komist hjá að nota. Allt plast í endurvinnanlegt hjá SFG Kristín Linda Sve in sdó t t i r, markaðsstjóri Sölufélags garð- y r k j u m a n n a (SFG), sagði að umbúðir utan um vörur garðyrkju- bænda væru af ýmsum ástæðum nauðsynlegar; rekjanleikinn væri meiri og svo gegna þær ákveðnu verndarhlut- verki fyrir vörurnar. Reynslan sýndi til dæmis að ópakkað útiræktað græn- meti rýrnaði um allt að 30 prósent – en ekki nema um tvö prósent þegar því væri pakkað. Kristín sagði hins vegar að ljóst væri að það væru bæði kostir og gallar við að pakka grænmeti. Hún sagði að innan SFG væri stöð- ug leit að góðum umbúðalausnum. Umbúðaplastið væri orðið þynnra og minna væri notað af plasti utan um vörurnar, þannig að plastnotkunin hefði minnkað um 90–95 prósent í kílóum talið, og svo væri allt plast á vegum þeirra að fullu endurvinn- anlegt. Frá 2009 hafa pappabakkar alveg leyst plastbakk- ana af hólmi hjá garðyrkjubændum innan SFG, að sögn Kristínar Lindu, en þeir eru allir unnir úr endurvinnanleg- um pappa. Þá var á síðasta ári farið að nota niðurbrjót- anlegar umbúðir utan um salat og smátómata og -gúrkur. Þar er um að ræða umbúðir úr „lífplasti“ – sem líkjast plasti, en er gert úr jurtasterkju eða sykureyr. Önnur erindi sem flutt voru í Veröld voru frá Þóru Þórisdóttur í Matarbúðinni Nándinni, sem fékk umhverfisviðurkenninguna Blá skelina á dögunum, Þóru Þorgeirsdóttur hjá Minna sorp og Gyðu S. Björns dóttur frá SORPU. 30 leiðir til að minnka plastnotkun Vegna samkomu- t a k m a r k a n a snerist starfið hjá Plastlausum september að þessu sinni um að miðla upplýs- ingum og hvetja fólk með rafrænum hætti. Veggspjald var til dæmis búið til með 30 leiðum til að minnka plastnotkun og fór víða á samfé- lagsmiðlum. /smh Veggspjald var búið til með 30 leiðum til að minnka plastnotkun og fór víða á samfélagsmiðlum. Málþing í lok árvekniátaksins Plastlaus september: MS og SFG í sífelldri endur- skoðun á umbúðamálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.