Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 08.10.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 8. október 20204 FRÉTTIR Tilboðsmarkaður með mjólkurkvóta haldinn 2. nóvember: Að hámarki hægt að óska eftir 50 þúsund lítrum til kaups Atvinnuvega- og nýsköpunarráðu- neytið hefur tilkynnt um næsta tilboðsmarkað fyrir greiðslumark mjólkur og verður hann haldinn þann 2. nóvember næstkomandi. Reglur kveða á um að hægt sé að óska eftir 50 þúsund lítrum til kaups að hámarki á hverjum slíkum markaði, eða alls 150 þúsund lítrum árlega. „Þá má hlutdeild framleið­ anda eða framleiðenda sem eru í eigu einstakra aðila, einstaklinga, lögaðila eða tengdra aðila ekki nema hærra hlutfalli en 1,2% af árlegu heildargreiðslumarki mjólkur,“ segir í tilkynningu ráðuneytisins. Sem fyrr eiga nýliðar forkaupsrétt á fimm prósentum af því greiðslu­ marki sem boðið er til sölu á hverj­ um markaði, svo lengi sem þeir uppfylla skilyrði reglugerðarinnar um gilt kauptilboð og að því gefnu að þeir bjóði verð sem er jafnt eða hærra en jafnvægisverð. Eitt tilboð fyrir hvert lögbýli „Einungis er heimilt að skila inn einu tilboði um kaup eða sölu fyrir hvert lögbýli og af sama aðila eða tengdum aðila. Tilboðsgjöfum er skylt að gæta að því að einungis eitt tilboð komi frá aðilum sem teljast tengdir. Óheimilt er að bjóða fram mismunandi verð í sama tilboði. Óheimilt er aðilum að gefa upp magn og verð sem tiltekið er í til­ boðunum, sem opnuð eru á mark­ aðsdegi. Sé það gert skal þeim tilboðum vikið til hliðar,“ segir í til kynningunni. Á síðasta tilboðsmarkaði, þann 1. september síðastliðinn, bárust 13 gild tilboð um sölu á greiðslumarki mjólkur, en gild tilboð um kaup voru 209. Jafnvægisverð fyrir hvern lítra mjólkur var 249 krónur – sem er ákvarðað hámarksverð. Þá bárust 12 gild kauptilboð frá nýliðum. Lokað fyrir tilboð á miðnætti 10. október Kaupendum er skylt að inna af hendi staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslumarksins fyrsta virka dag næsta mánaðar eftir opnun tilboða. Heimilt er að krefjast frekari upp­ lýsinga og gagna ef tilefni þykir til þess. Þá er heimilt að senda kröfu til innheimtu fyrir kauptilboði ef hún er ekki greidd á gjalddaga á kostnað tilboðsgjafa. Einnig er heimilt að leggja fram með kauptil­ boði eða fyrir upphaf markaðsdags staðgreiðslu fyrir andvirði greiðslu­ marksins. Tilboðum um kaup og sölu greiðslumarks skal skila rafrænt á afurd.is, en opnað verður fyrir tilboð þann 28. september 2020. Tilboðsfrestur rennur út á miðnætti 10. október næstkomandi. /smh Einungis er heimilt að skila inn einu tilboði um kaup eða sölu fyrir hvert lögbýli og af sama aðila eða tengdum aðila. PIR og steinullar yleiningar Stuttur afgreiðslutími YLEININGAR TÖLVUPÓSTUR sala@bkhonnun . is SÍMI 865-9277 VEFFANG www .bkhonnun . is Húnaþing, Dalabyggð, Strandabyggð og Reykhólahreppur: Þungar áhyggjur af lágu afurða- verði til sauðfjárbænda „Í heimsfaraldri vegna COVID- 19 fengu Íslendingar áminningu um mikilvægi innlendrar mat- vælaframleiðslu,“ segir í bókun frá Byggðarráði Húnaþings vestra og sveitarstjórnum Dala- byggðar, Strandabyggðar og Reykhóla hrepps sem lýst hafa yfir þungum áhyggjum af lágu afurðaverði til sauðfjárbænda. Þá átelja sveitarstjórnir einnig seinagang við birtingu afurða- stöðvaverðs nú í haust. Sauðfjárrækt er mikilvæg bú­ grein í öllum sveitarfélögunum fjórum og ein af forsendum búsetu í dreifbýli. Rúmlega 21% af fram­ leiðslu kindakjöts í landinu árið 2019 fór fram í þessum sveitarfé­ lögum. Vilja sjá afurðaverð fyrir 2021 gefið út um áramót „Á undanförnum árum hafa orðið ábúendaskipti á þónokkrum bú­ jörðum í sveitarfélögunum og yngra fólk með fjölskyldur tekið við. Þessar fjölskyldur efla samfé­ lagið, styðja við þjónustu ásamt því að halda uppi atvinnustigi. Líkt og í öðrum rekstri er mikilvægt að sauð­ fjárbændur fái viðunandi verð fyrir sína vöru og hafi þannig forsendur til áætlanagerðar og ákvarðanatöku“, segir í bókuninni og er skorað á af­ urðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót. Bent er á að samkvæmt saman­ tekt Landssamtaka sauðfjárbænda var afurðaverð til íslenskra sauðfjár­ bænda á síðasta ári það lægsta sem finnst í Evrópu og miðað við nýbirtr­ ar verðskrár 2020 er vegið meðal­ verð 502 krónur fyrir kílóið. Hefði afurðaverð fylgt almennri verðlags­ þróun frá 2014 ætti það að vera 690 krónur. Því vantar enn tæpar 200 krónur upp á afurðastöðva verð fylgi verðlagsþróun. „Skapa þarf greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda mat­ vælaframleiðslu.“ /MÞÞ Fjórar sveitarstjórnir hafa skorað á afurðastöðvar að gefa út afurðaverð 2021 fyrir komandi áramót. Skapa þurfi greininni stöðugleika í rekstri til lengri tíma og styðja á öflugan hátt við innlenda matvælaframleiðslu. Mynd / MÞÞ Mjólkursamsalan fagnar októbermánuði: Ostóber – tími til að njóta osta Þriðja árið í röð heldur Mjólkur- samsalan októbermánuð hátíð- legan undir yfirskriftinni Ostóber – tími til að njóta osta. Ostóber er tími til að fagna gæðum og fjölbreytileika í íslenskri ostagerð og vill MS með þessu framtaki hvetja landsmenn til að borða sína uppáhaldsosta, smakka nýja og prófa sig áfram með ostana í matargerð. Hvað er betra en að hafa það huggulegt heima í skammdeg­ inu, kveikja á kertum og gæða sér á íslensku ostagóðgæti? Á uppskriftasíðunni gottimat­ inn.is er að finna heilan hafsjó af uppskriftum þar sem íslenskir ostar koma við sögu og ber þar hæst að nefna uppskriftir með Óðalsostum, Dalaostum, rjómaostum og rifnum ostum, en nýverið bættust í safnið uppskriftir sem innihalda Goðdala ostana Feyki, Gretti og Reyki sem eru sælkeraostar úr Skagafirði. Í tilefni af Ostóber koma nokkrir nýir ostar á markað og verða þeir í boði í takmörkuðu magni nú í október. Þeirra á meðal eru Búri með sinnepsfræjum og kúmeni auk Tinds sem geymdur hefur verið lengur en venjulega eða í 12 mánuði. Bændasamtök Íslands með viðbrögð vegna COVID-19: Óska eftir framlengingu á afleysingaþjónustu Í ljósi ástandsins vegna COVID- 19 faraldursins hafa Bænda- samtökin farið þess á leit við Tryggingasjóð sjálfstætt starf- andi einstaklinga að samkomulag við sjóðinn um að standa undir kostnaði við afleysingaþjónustu á búum þar sem COVID-19 sýk- ing kemur upp verði framlengt til áramóta. Þeir bændur sem ekki geta sinnt sínum störfum vegna sýkingarinn­ ar, ættu með því kost á að sækja um afleysingu að hámarki í 14 daga en Búnaðarsamböndin sjá um utan­ umhald. Fyrra samkomulag sama efnis gilti frá 15. mars–31. maí sl. Svar við beiðninni hefur ekki borist enn, en greint verður frá því strax og til þess kemur. /ehg Ef bændur veikjast vegna COVID-19 er afar mikilvægt að hægt sé að bregðast skjótt við til hjálpar við að sinna skepnum. Mynd / HKr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.